Alþýðublaðið - 07.10.1967, Blaðsíða 12
KO
IŒKÍFC®
OFAUKIÐ
ita
1>AÐ eru margir sem amast við
■kommunum, ekki aðeins þeim
sem eru að vasast í pólitíkinni,
íieldur líka liinum sem standa í
Ibókum. Sumir vilja helzt hvergi
^sjá kommur í rituðu máli, nema
þá helzt þar sem þær eiga ekki
að vera eftir reglunum, þótt aðr-
ir vilji hafa þær eins margar og
frekast er unnt að koma fyrir.
f»eir sídarnefndu munu vera í
minnihluta, en líklegast er sá
flokkurinn fjölmennastur sem á-
lítur að einu megi gilda hvort
Ikommur eru notaðar eða ekki og
þá um leið hvernig þær eru not-
aðar.
Auðvitað hafa þessir flokkar all
ir mikið til síns máls, eins og æv-
inlega er þegar menn deila. Það
væri lítið gaman að deilum, ef sú
væri ekki undantekningarlítið
raunin að allir deiluaðilar hefðu
rétt fyrir sér. En af því allir hafa
ævinlega á réttu að standa í deil-
um, þá verða deilur ætíð svc
skemmtilegar og óleysanlegar að
hreinasta unun er að.
En þetta átti að vera um komm.
ur en ekki deilur, nema kannski
lítils háttar um deilur um komm-
ur, og skal því aftur vikið að
efninu.
Að mörgu leyti færi bezt á iþví
að kommusetning væri algjörlega
gefin frjáls eins og annað. —
En öllu frelsi fylgir nokkur
ábyrgð eins og kellingin sagði,
og þess vegna yrðu menn
að vera við því búnir í kommu-
frjálsræðinu að segja stundum dá
lítið annað en menn ætluðu að
segja, einfaldlega af því að komm
an hefði slysazt á rangan stað.
Það er nefnilega svo skrítið með
kommurnar, að þótt þær séu ger-
samlega óþarfar, að flestra áliti,
þá geta þær samt haft talsverð
áhrif á merkingu þeirra setninga
sem þær standa í. Oft er þetta
aðeins til bóta og ekkert við því
að segja, en stundum getur þó
verið að þessu bagi. Baksíðan er
til dæmis ekki alveg viss um að
þær ágætu konur sem nýlega sátu
aðalfund Bandalags kvenna í
Reykjavík hafi ætlað sér að sam-
þykkja þá ályktun sem þær hafa
nýlega sent frá sér og upphafið
að hljóðar þannig:
„Fundurinn skorar á landsmenn
alla, ekki sízt konur, að leggja
niður þann ósið, að hafa áfengi
um hönd á heimilum og gefa þann
ig börnum sínum gott fordæmi“.
Annars getur vel verið að þetta
hafi ótt að vera svona og konurn-
ar séu þeirrar skoðunar, að það
sé ósiður að gefa bömum sínum
gott fordæmi, en hitt sé þó gott
fordæmi að hafa áfengi um hönd
á heimilunum. Það er aldrei að
vita upp á hverju konur geta tek
ið og 'hvað þeim dettur í hug að
setja í ályktanir.
BORGARSPÍTALINN FLYT-
UR í FOSSVOGINN FYRIR
ÁRAMÓT.
Vísir.
Eins og það geti ekki allir krakkar fengið hiksta.
Ég held að þetta hljóti að
vera prentvilla. Það hefur átt
að standa FYRIR ALDAMÓT.
Nú veit ég hvers vegna
brennivínið er svona dýrt.
Það er af því að öl er innri
maður. . .
I
Ef þeir fara að flytja í borg-
arspítalann núna, hverju á þá
að lofa fyrir næstu borgar-
§ stjórnarkosningar?