Alþýðublaðið - 11.10.1967, Side 3
Líbería á nú stærsta
verzlunarflota heims
Líbería er nú orðið það land
sem hefur stærstan skipastól
allra landa, en Bandaríkin
hafa áður verið þar í fyrsta
sæti. Skipastóll Líberíu er nú
22.598.000 brúttótonn.
Kaupskipafloti Bandaríkj-
anna hefur minnkað um næst-
um því hálfa milljón brúttó-
tonna ásiðasta ári, og eru
Bandaríkin nú komin í þriðja
sætið á' listanum á eftir Bret-
um, sem 'skipa annað sætið á-
fram. Bæði Bretar og Banda-
ríkjamenn eiga rúmlega 20
milljón brúttótonn.
Noregur er í fjórða sæti á
listanum eins og áður með 18.
382.00 brúttótonn, Japanir í
fimmta sæti með 16.883.000
brúttótonn, og hefur ekki floti
neins lands aukizt jafnmikið
á einu ári og japanski flotinn.
Síðan 1962 hefur skipastóll Jap
ana næstum tvöfaldast.
Sovétríkin eiga sjötta stærsta
flotann, Grikkir eru nr. 7, þá
koma ítalir, þá Frakkar, þá
Hollendingar, og Panama er í
12. sæti, á undan Svíþjóð og
Danmörku.
Líbería er einnig það land,
sem á mest af olíuskipum. 12.
945.000 tonn af öllum skipa-
stól landsins eru olíuskip, og
þar er næstum því fimmtug-
ur af öllum olíuskipaflota heims
ins. Noregur er það land, sem
á næstmest af olíuskipum.
Neita að fall-
ast á ver
YfirnefBd verðlagsráðs sjávar-
útvegrsins hefir meff atkvæðum
oddamanns og fulltrúa kaupenda
gegn atkvæðum fulltrúa sjómanna
og útvegsmanna ákveðið verð á
rækju veiddri á komandi vertíð.
Yfimefndarverðið er kr. 7,80
pr. kg, en var á síðustu vertíð kr.
8.80 pr. kg.
T SLASASTI
SLYSI
Tveir lögregluþjónar og ein stúlka slösuðust, er 4 bílar rákust sam
an eða runnu út af Keflavíkurveginum skammt frá Kúagerði snemma
í gærmorgun. Yegurinn liggur þarna í dálitilli dæld og hafði mynd
azt þar mikil hálka um nóttina og olli hún óhöppunum.
Jerseybúar
óttast EBE
St Herlier (ntb-reuter).
íbúum brezku Ermasundseyjar
innar Jersey var tjáð það í gær,
að innganga Bretlands í efnahags
bandalagið hefði í för með sér
að innri sjálfsstjórn eyjarinnar
lyki og efnahagslífi hennar, sem
hvílir á landbúnaði og ferðamanna
móttöku, yrði stefnt í voða.
Þetta segir í skýrslu sem yfir-
völd á Jersey hafa látið taka sam
an og birt var í dag. Eins og er,
annast Stóra-Bretland aðeins utan
ríkismál eyjarinnar, en lanöbúnað
arvörur þaðan fást hins vegar
fluttar tollfrjálsar til Bretlands.
í skýrslunni segir að innganga
Breta í efnahagsbandalagið yrði til
þess að grafa undan sjálfstæði
eyjarinnar og neyða yfirvöldin þar
til að grípa til ráðstafana, sem
þcim væri þvert um geð. Meðal
annars hlytu óbeinir skattar að
aukast og verð á tókbaki og áfengi
að hækka, en lágt verðlag á þess
um vörum hefur átt þátt í að gera
eyna að vinsælum ferðamanna-
stað, sem Bretar sækja mikíð til.
í skýrslunni er lagt til að Jers-
eybúar sendi menn til London og
fara þess á leit við brezku stjórn
ina, að eynni verði haldið utan
við samningaviðræðurnar við EBE,
en þó þannig að eyjann verði með
innan tollmúra bandalagsins, ef
Bretland fær inngöngu í það.
Um 8 leytið í gærmorgun var
lögreglunni í Hafnarfirði til-
kynnt, að tveir bílar hefðu lent í
árekstri á Reykjanesbraut rétt
við Kúagerði. Fóru þegar tveir
lögreglum. af stað á slysstaðinn
og óku í Bronco jeppa. Eins og
fyrr segir hafði mikil hálka mynd
azt í lægðinni við Kúagerði og
þegar lögreglubíllinn kom þar að,
skipti það engum togum, að hann
rann út af veginum, valt eina
veltu og stöðvaðist á hliðinni.
Báðir lögreglumennirnir slösuðust
mikið, lærbrotnaði annar, en hinn
tognaði i öxl, ennfremur skemmd
ist Bronco bíllinn mikið.
Ekki höfðu lögreglumennimir
lengi legið, er Landrover jeppi á
leið til Keflavíkur kom aðvífandi.
FRÚ KENNEDY
TRÚLOFUÐ?
New York (ntb - reuter)
Bandaríska útvarpstöðin CBS
skýrði frá því í gærkvöldi, að
Jacqueline Kennedy, ekkja
\ i Kennedys forseta, myndi inn
an skamms tilkynna trúlofun
sína og Harlecs lávarðar, fyrr
um sendiherra Bretlands í Was
i>hington. Harlech lávarður hef-
ur verið vinur Kennedyfjöl-
skyldunnar um árabil, en hann
missti konu sína í bílslysi fyrir ,
nokkru. Frú Kennedy hefur <
enn ekki sagt neitt um þessa '
frétt útvarpsstöðvarinnar.
Fór allt á sömu leið með hann og
lögreglubílinn, og lenti hann á
hliðinni við hina vegarbrúnina,
gegnt lögreglubílnum. Tveir menn
voru í Landrover jeppanum og |
sluppu þeir báðir ómeiddir, en
bíllinn skemmdist nokkuð.
í bílunum tveimur sem upphaf
lega lentu í árekstrinum, voru 3
menn og hafði farþegi í öðrum
bílnum slasazt og annar ökumaður
inn farið með honum til Reykja-
víkur í bíl, sem átti leið framhjá.
Það var því aðeins ökumaður
Papandreou
fær aö fara
úr landi
Aþena 10-10 (ntb-reuter)
Gríska herforingjastjórnin hef
ur ákveðið að veita Geogis Papan
dreou fyrrv. forsætisráðherra leyfi
til að yfirgefa landið og leita sér
lækninga erlendis. Fregnin var
birt í dagblaðinu Eleftheros Kos-
mos, en þar stóð að Papandreou
hafði fengið leyfi til að fara úr
landi.
Papandreou sem nú er 79 ára
gamall var látinn laus á sunnu-
dag eftir að hafa setið í stofufang
elsi síðan i byltingunni í Aþenu í
apríl síðastliðinn, en hann er sem
kunnugt er foringi Miðflokka-
sambandsins í Grikklandi.
Fulltrúar stjórnarinnar í Aþenu
skýrði frá því á þriðjudag að inn
an skamms yrðu fjórir fyrrverandi
þingmenn Miðflokkasambandsins
sóttir til saka fyrir að hafa verið
viðriðnir hið svonefnda Aspida-
mál og haft yfir mótgerðir í garð
stjórnarinnar.
hins bílsins, sem var eftir á slys
staðnum og varð vitni að ósköp
unum, sem á eftir komu, og má
honum hafa þótt nóg um.
Lögregluþjónarnir tveir voru
báðir fluttir á sjúkrahús og fékk
annar þeirra að fara heim strax,
en hinn verður sjálfsagt að liggja
talsvert lengi, þar sem meiðsli
hann reyndust allalvarleg.
Á fjölmennum fundi í smábáta
eigendafélaginu Huginn sem ihald
inn var s.l. laugardag, — en i því
félagi eru allir þeir útvegsmenn,
sem rækjuveiðar stunda við ísa
fjarðardjúp, — samþykkt sam-
hljóða að hefja ekki veiðarnar
fyrr en tryggt sé, að ekki verði
greitt lægra verð fyrir rækjuna
en gert var á s.l. ári,
*
í samþykktinni er bent á þá
staðreynd, að afkomumöguleikar
rækjuveiðanna hafi verið veru-
lega skertir, bæði með takmörk
un á því aflamagni, sem heimilað
er að veiða, samfara auknum út-
gerðarkostnaði.
Á fundinum var kosin þriggja
manna nefnd til að ræða við ís
firzku þingmennina og aðra hlut
aðeigandi aðila um lausn máls-
ins.
í yfirnefndinni sem ákvað verð
ið áttu sæti: Pétur Eiriksson,
deildarstjóri í Efnahagsstofnun-
inni, sem var oddamaður, Bjarni
V. Magnússon, framkv.stj. og Eyj
ólfur ísfeld Eyjólfsson, framkv.
stj. tilnefndir af fulltrúum kaup-
enda í Verðlagsráði og Jón Sig-
urðsson, formaður Sjómannasam-
bands íslands og Kristján Ragn-
arsson, fulltrúi, tilnefndir af full
trúum seljenda í Verðlagsrtáði.
Afli síðustu viku
Samkvæmt skýrslu Fiskifé-lags
íslands um síldveiðar síðustu
viku. Var saltað í 26.296 tunnur,
290 lestir voru frystar, en 10.486
lestir síldar fóru i bræðslu.
Óhagstætt veður var á miðun-
um flesta daga vikunnar og má
segja, að vinnuveður hafi verið
sæmilegt aðeins tvo daga vikunn
ar.
Síldin hélt áfram göngu sinni
til suðurs og suðvesturs siðast-
liðna viku. Var hún í vikubyrjun
um 70 gráður n. br. og 6 gráður
v. 1., en í vikulokin var hún um
67 gráður n. br. og 7 til 8 gráður
Hótar að sprengja
járnbrautarstöðvar
Hamborg 10-10 (ntb-reuter).
Maður sem kallar sig Roy Clark
V.-Þýzkalands um 300,000 mörk,
hefur krafið járnbrautayfirvöld
ella kveðst hann sprengja járn-
brautarstöðina í Hamborg eða
Bremen í loft upp hafi hann ekki
fengið peningana fyrir 11. þ.m.
Er fresturinn tók að styttast,
hóf lögreglan og járnbrautayfir-
völdin mikla leit að hinum dular-
fulla manni.
Nokkur leynd hvíldi yfir að-
gerðum lögreglunnar og haft var
eftir einum embættismanna henn
ar að mikið riði á að glæpamann-
inn grunaði ekki hvað yfirvöldin
hyggðust fyrr.
Um síðustu lielgi var lögreglan
vongóð um að ná manninum sem
undanfarið hefur skelft járnbraut
ayfirvöldin með hótunum sínum
um sprengitilræðið, en í nokkur
skipti hefur hann gert alvöru úr
hótunum sínum og framið ódæðið.
Síðasta sprengja hans sprakk í
járnbrautavagni og varð til þess
að farþegi einn slasaðist verulega.
Talsmaður járnbrautayfirvald-
anna sagði nýlega að til greina
hefði komið að greiða manninum
300.000 mörk gegn því að hann
lofaði að láta af ógnunum sínum
og sprengjutilræðum.
11. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3