Alþýðublaðið - 11.10.1967, Side 10

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Side 10
Sofia verður mild og móðurleg þegar hún heldur á Iitlu systur sinni, Elisabettu. „Ég bið til gnSs’ að mér megi auðnast að verða aðnjótandi þeirrar gæfu að eignast barn“, segir hún. „Og ég er gráðug — helzt vildi ég þríbura!" ^ SOFIA GEFST EKKI UPP „ÉG ER FÚS að leggja á mig hvað sem vera skal til að geta eignazt barn,” segir Sofia Lor- en sem nú er nokkurn veginn búin að jafna sig eftir fósturlát- ið í janúar. „Mér væri sama þó að ég þyrfti að liggja í rúminu níu mánuði — eða jafnvel heilt ár. Það er æðsti draumur lífs míns að við Carlo getum eign- azt saman barn.” Frægð og velgengni hefur ein- kennt listferil Sofiu, og þótt hún byrjaði sem ung kynþokka- dís bjó hún yfir leikhæfileikum sem hafa komið betur og betur í Ijós með árunum, og nú er hún í hópi úrvalsleikkvenna kvik- myndanna og hefur meira að segja hlotið æðstu heiðursverð- laun sem Hollyvvood veitir: Osc- arinn. En í einkalífi sínu hefur hún átt við sorgir og erfiðleika að stríða. Hún ólst upp við ör- birgð, og faðir hennar hljópst á brott frá móður hennar til að losna við að kvænast henni og taka á sig skyldur fyrirvinnu heimilisins. Á Ítalíu þykir það hin versta niðurlæging að vera ekki hjónabandsbarn, og Sofia fékk mjög á því að kenna í upp- vextinum. Líf hennar tók alger- um stakkaskiptum, þegar hún byrjaði að leika í kvikmyndum og kynntist Carlo Ponti, einum helzta kvikmyndaframleiðanda Ítalíu. Þau urðu brátt ástfang- in hvort af öðru, en hjónaband virtist óhugsandi, vegna þess að Ponti hafði áður verið kvæntur og kaþólska kirkjan viðurkenn- ir ekki hjónaskilnað. Sofia og Ponti vildu þó ekki gefast upp og giftu sig í Mexíkó þ'ar sem önnur lög giltu, en svo fór að lokum eins og flestum blaðales- endum er kunnugt, að þau neydd- ust til að láta ógilda það hjóna- band til að komast hjá fimm ára fangelsisvist á ítalíu. Á endanum gerðist Ponti franskur ríkisborg- ari og gat þá gengið að eiga Sofiu sína án þess að gerast brotlegur við landslög, þótt kirkjan viður- kenndi giftinguna ekki. „Það verður að hafa það,” sagði Sofia þá. „Ég hef elskað Carlo frá því að ég var nítján ára, og mér finnst við hafa verið gift öll þessi ár þó að kirkjan segi, að við lifum ,í synd.’ En nú vona ég, að við fáum frið úr þessu.” En hún vildi ekki eignast barn sem yrði talið óskilgetið sam- kvæmt lögum. Hún mundi of vel sína eigin bernsku til að vilja gera nokkru saklausu barni slíkt. Og þegar öllu var orðið óhætt hvað þetta snerti hugsaði hún ekki um annað en að uppfylla þessa gömlu þrá. En þá virtist það ekki ætla að geta tekizt. Hún missti fóstur hvað eftir annað, og læknarnir töluðu um „sálræn- ar orsakir.” Seinast fór hún afar varlega, gætti þess að hvíla sig sem mest og leggja ekki á sig neina áreynslu. Hún var vongóði í það skiptið, en í miðjum ham- ingjudraumunum varð hún skyndilega veik og var flutt á spítala. Og enn sögðu læknarnir' „sálrænar orsakir.” „Þá vissi ég fyrst hversu níst- andi sorgin getur orðið,” segir Sofia. „Og ég fann til með öllum öðrum konum gem hafa reynt það sama. Mér fannst ég vera tengd þeim andlega og líkamlega og skilja þjáningar þeirra. Allt það sem áður hafði virzt erfitt eða þungbært var nú tómur hé- gómi í augum mínum. Það er hlutverk konunnar að vera móð- ir. Og nú vissi ég, að ég gæti veitt barninu mínu svo mikið — hamingjusamt heimili, dásamleg- an föður .. og allt sem peningar geta keypt en það er þó ekki nærri eins þýðingarmikið og for- eldrar sem elskast af öllu hjarta og þrá að láta þá ást einnig ná til barna sinna’V Hún jafnaði sig smátt og smátt og las sér til huggunar bréfin sem streymdu til hennar i þúsundatali frá samúðarfullum aðdáendum hennar og konum sem reynt höfðu það sama og hún. „Sumar vissu, að þær myndu aldrei geta eignazt barn, og þær ráðlögðu mér að ættleiða barn sem gæti orðið alveg eins og mitt eigið. Ég er sammála í því efni — en ég er ekki búin að missa vonina.. Og samkvæmt ítölskum lögum verður kona að vera orðin fertug áður en hún má ættleiða barn — ég er þrjá- tíu og eins — og auk þess getur móðirin hvenær sem er tekið það aftur, ef henni sýnist svo. „Mestu huggunina veittu mér bréf frá konum sem höfðu misst fóstur hvað eftir annað, en eign- azt samt barn á endanum, jafn- vel þótt læknarnir gæfu þeim litla sem enga von. Enginn karl- maður getur skilið tilfinningar konunnar fyllilega í þessum sök- um, hversu ástríkur og um- hyggjusamur sem hann er. En konur skilja hver aðra. Ég reyndi að svara öllum þessum bréfum persónulega, því að þau voru mér svo mikils virði. „Ég bið til guðs að mér megi auðnast að verða aðnjótandi slíkrar gæfu, og þá vona ég, að saga mín megi verða öðrum konum til hughreystingar á sama hátt og þær hjálpuðu mér þegar ég átti sem erfiðast.” Hvað sem um „sálrænar or- sakir” má segja, er Sofia núna að leggjast á spítala til að ganga undir uppskurð sem á að fjar- lægja þá hindrun sem hingað til hefur komið í veg fyrir, að hún gæti alið barn. Og hún von- ar og biður. „Það er svo mikið hægt að læra af börnunum,” segir hún. „Þau eru einlæg og opinská, —. hreinskilin og eðlileg. María systir mín á tvær yndislegar dætur, fjögurra ára og sex mán- aða. Ég þreytist aldrei á að leika við þær, og ekki gæti ég hugsað mér neitt dásamlegra en að eign- ast dóttur eða son sem líktist þeim. , En ég er gráðug — helzt af öllu vildi ég eignast þríbura !” Sofia og eiginmaður hennar, kvikmyndaframleiðandinn Carlo Ponti, hafa átt við mikla erfiðleika að stríða til að fá hjóna- band sitt viðurkennt af lögunum, en það vandamál er nú loks leyst. ,,Við erum orðin svo samrunnin hvort öðru“, seg- ir Sofía, „að Carlo sem er fæddur í Milanó talar með napó lískum hreim, en ég sem er fædd rétt hjá Napóli tala með mílönskum hreim!“ 10. 1L október 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.