Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 14
Misjöfn veiði Frh. af 2. síöu. töluverð vöntun er á fólki til vinnu við síldina. Skólarnir hafa þegar hafið göngu sína og er því ekki um að ræða, að unglingarnir vinni við síldina eins og venjulegt er á sumrum. Tiltölulega jöfn vinna hefur verið í frystiliúsinu á Dal- vík í allt sumar og liaust. Bindur frystihúsið talsvert vinnuafl. HÚSAVÍK. Á Húsavík er nú búið að salta í 1800 til 1900 tunnur síldar. Hef- ur söltunin farið fram á tveimur söltunarstöðvum. Hjá söltunarstöð ínni Barðanum hefur verið saltað í ca. 1300 tunnur, en hjá söltunar stöðinni Saltvík hefur verið salt að í ca. 550 tunnur. Á Húsavík var saltað yfir alla helgina síðustu allt fram á mánu- dagsmorgun. Var það síld upp úr fjórum skipum. Voru það Dagfari með 250 tonn, Ljósfari með 70 tonn Örn RE. með 200 tonn og Örfirisey með 200 tonn. í sumar hefur verið tekið á móti 2.700 tonnum síldar í bræðslu á Húsavík. SEYÐISFJÖRÐUR. Á Seyðisfirði var verið að salta í gær. Blaðinu var ekki kunnugt um heildarsöltun þar eins og hún stóð í gær, en á laugardag var þar búið að salta í 5,958 tunnur síldar. Saltað er nú á 6 söltunarstöðvum og má búast við að fleiri stöðvar bætist í hópinn næstu daga. í fyiVa var saltað á alls 9 söltunar stöðvum á Seyðisfirði. Þegar Alþýðublaðið átti samtal við Seyðisfjörð í gærdag, var þar því tjáð, að síldveiðiskipin kæmú nokkuð ört til iands með síld,: enda væri orðið næsta stutt leið af mið- unum, eða u.þ.b. 16-17 klukku- stunda sigling. FUJ-fundur Frh. ur opnu. ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík var glæsilegur og boðaði gott starf félagsins í vetur. Þess skal getið, að á næstunni verður haldið upp á 40 ára af- mæli FUJ í Reykjavík, sem er næstelztu stjórnmálasamtök ungs fólks í landinu. Stjórn Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík 1966 — 1967 er þannig skipuð: Form.: Kristján Þorgeirsson. Varaform.: Hilmar Hallvarðs- son. Ritari: Vilmar Pedersen. Gjaldkeri: Runólfur Runólfsson. Meðstjórn.: Ólafur Eggerts- son, Helgi E. Helgason og Ólafur Þorsteinsson. Ungt fólk í Reykjavík! Látið innritast í stjórnmálasamtök unga fólksins: Félag ungra jafn- aðarmajnna. — Hafið samband við skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10. Kjörbréf Framhald af 1 síðu. al annars hafa rætt um kjör- bréfamálið og mótað afstöðu sína. Mun hún koma fram í dag í þeirri kjördeild, sem fær kiiörbréf Steingrríms til af- greiðslu, og síðan í umræðum í Sameinuðu þingi, er bréfin verða borin upp. Ríkisstjórn Framhald af bls. 1. 5. utn að veita dr. Kristni Guð- mundssyni lausn frá embætti sem ambassador í Sovétríkjunum, Bulg aríu, Rúmeníu og Ungverjalandi frá 31. desember 1967 fyrir aldurs sakir, 6. um að embættisstig sendi- herra Spánar og Portúgal á ís- landi og sendiherra íslands í þeim löndum verði framvegis ambassa dor í stað sendiherra. Ennfremur voru staðfestar ýmsar afgreiðslur, sem farið höfðu fram utan fundar”. Hvert viljið þér fara? Nefnið staðinn. Við flytjum yður, fljótast og þcegilegast. Hafið samband við ferðaskrifstofurnar eða PA.ttT AMEiUCABÍ Hafnarstræti 19 — simi 10275 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. GJAFABRÉF FRÁ SUNOCAUOARSJÖOl skAlatúnsheimilisini fETTA BRÉF ER KVITTUN, EN PÓ MIKLU FBEMUR VIÐURKENNING FYRIR STUÐN- ING VID GOTT MÁLEFNI. ttrniAYlt.* n r.k Ollilll.HlllMAW 411._____ ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. lesið Alþýðubiaðið ^4 11. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýjar kennslubækur Ríkisútgáfa námsbóka hefur nú sent frá sér 4. og síðusta hefti lestrarkennslubókarinnar „Barna- gamans” eftir Rannveigu Löve og Þorstein Sigurðsson með teikning um eftir Baltasar. Þetta síðasta hefti er fyrst og frems.t helgað kennslu samhljóða sambanda, og eru öll þau helztu kynnt og æfð í orðalista og texta, en skotið inn á milli' upprifjunar- æfingum, þulum og ævintýrum. Fjórða heftið er svipað liinum fyrri að stærð og útliti, 48 blað- síður í stóru broti. Eins og fyrr hefur ísafoldarprentsmiðja h.f. sett textann og Litbrá h.f. offset- prentað. Lestrarkennslubókin BARNA- GAMAN, sem nú er komin út í heild, er á ýmsan hátt nýstárleg. Bókin hefst á undirbúningsæfing um, sem ætlað er að kanna leS- þroska barnanna, skerpa athygli þeirra og einbeitingu, festa nauð- synleg hugtök og vinnuvenjur og auka orðoforða. Yfirferð er liæg, námsatriði mörg og þyngd stig- skipt. Þá er í byrjun mikið magn af 1 léttum texta, en öllum heftunum eru orðalistar í ýmsu formi mikið notaðir til kynningar á orðmynd um og skýringar nafnorðunum, þar sem þess er kostur. Allt miðar þetta að því að leggja traustan grundvöll að lestrarnáminu og koma í veg fyrir lestrarörðugleika síðar á námsferlinum. Litlu bókstafirnir eru eingöngu notaðir, meðan á kennslu hljóð- anna stendur. Þessi nýbreytni er upp tekin, vegna þess að samsöm un hijóðs og hljóðtákns (bókstafs) veldur sumujn nemendum örðug leikum í byrjun. Tvenns konar hljóðtákn fyrir sama hljóðið (t.d. D-d) gerir börnunum þá mun erfið ara fyrir og ruglar þau að óþörfu. Að lokinni innlögn hljóðanna eru stóru bókstafirnir kenndir og sér staklega æfðir í léttum textum, sem jafnframt er ætlaður til al- mennrar upprifjunar og könnunar, áður en kennsla samhljóðasam- banda og tvöfaldra samhljóða hefst. Almennt má segja, að „Barna- gaman” sé byggt upp samkvæmt grundvallarlögmálum hljóðaað- ferðarinnar, en jafnframt leitazt við að hagnýta kosti annarra að- ferða og sneiða hjá þeim van- köntum, sem lestrarsérfræðing ar hafa fundið á hljóðaaðferðinni. Ný lestrarbok fyrir 7-8 börn, eftir Herselíu Sveinsdóttur, fyrr- um skólastjóra er kominn út hjá Ríkisútgáfu námsbóka. í bókinni, sem nefnist HAUK- UR OG DÓRA, segir frá' dvöl barna í sveit sumarlangt hjá afa og ömmu. Efnið er gamalkunnugt, en höfundur bókarinnar segir söguna þannig, að hún hæfir sem bezt yngstu nemendum barnaskólanna. Letrið er stórt og skýrt, og fjöldi mynda eftir Baltasar prýða bók- ina. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. — Þurfa að hafa hjól. Alþýðuhlaðið Sími 14900. Hafnarfjörður Hafnarfjörður SPILAKVÖLD Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður í Alþýðuhúsinu fimmtudag- inn 12. október, kl. 8.30 stundvíslega. ★ Félagsvist. ★ Ávarp: Hörður Zophaníasson, bæjarfulltrúi. ★ Kaffiveitingar. ★ Myndasýning. Munið hin vinsælu spilakvöld Alþýðuflokksins. — SPILAÐ Á TVEIMUR HÆÐUM. — Veitt verða glæsileg kvöldverðlaun. — Verið með frá upp- hafi. — Öllum er heimill aðgangur. Pantið aðgöngumiða í síma 50499. SPILANEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.