Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 5
og kjöt Í LONDON- -í PARÍS eplamauk og rúsínur, 150 g flórsykur og vatn í glerjung. Blandið saman möndlunum, sykri, vatninu eða eggjahvítunni í þykkan möndlumassa. Fletjið deigið út í ca. 35x25 cm stærð. Leggið lag af möndlumassa og síðan lag af eplamauki og rús- ínum lá miðjuria eftir endilöngu. Beygið upp hliðarnar og látið eplastöngina bíða í ca. 10 mín. áður en hún er sett í ofninn við 225 gráðu hita. Hún er bökuð i 30 mín. og síðan látin kólna. Flórsykri og vatni er síðan bland að saman og glerjungnum smurt yfir með hníf. Epiaterta. 1 skammtur tertudeig. Fylling: 2—3 epli, 50 g grófur sykur, 70 g fínt hakkaðar möndlur. Deigið er flatt út Vz cm þyklct og skorur gerðar í brún- irnar með hníf (sjá mynd). Strá- ið síðan sykri og möndlum yfir deigið og þar ofan á eru lagðar þunnar eplaskifur, síðan er aft-, ur lagt lag af möndlum og sykri og efst röð af eplaskífum til skrauts. Látið kökuna biða í 10 mín., áður en hún er sett í 225 gráðu heftan ofn, Bökuð í ca. 25 — 30 mín. Bökuð epli. 1 skammtur tertudeig. Fylling: 6-8 epli, miðlungs- stór, 50 g sykur, hakkaðar möndlur og grófur sykur. Deigið er skorið í ferhyrninga 15x15 cm að stærð. Afhýðið epl- in og takið kjarnana úr þeim. Leggið eitt epli á hvern ferhyrn ing, stráið sykri inn í þau, þar sem kjamarnir voru og brjótið deigið síðan saman um eplið. Leggið svo eplin á plötuna þann ig, að heili hluti deigsins snúi Spánskin- fiskréttur. 1 meðalstór laukur, smátt skorinn, 3 msk. smjör eða smjörlíki, . 2 msk. hveiti, 1)4 bolli tómatsafi,' 1 lárberjalauf, 1 tsk. salt, XA tsk. pipar, 1 negull (nokkrir negul- naglar), V-2. tsk. púðursykur, 1 kg fiskflök. Bræðið smjörið, setjið laulc- inn saman við og látið malla, Bætið í hveitinu og tómatsafan- um. Síðan hinum efnunum ig lát ið sjóða smástund. Leggið fisk- inn í smurt, eldfast mót. Hellið sósunni yfir, en takið fyrst úr henni negulnaglana og lárberja- laufið, annars verður bragðið of ramt. Fiskurinn er svo steiktur í ofninum í 30 mín. við 180 gráðu hita. Svínakótelettur með ananas. 1 stór eða 2 litlar kóte- lettur á mann. Brúnið kóteletturnar öðrum megin. Snúið þeim við, minnkið hitann og sáldrið yfir þær blönd uðu saman: 2 tsk. salt, Vi tsk. paprika, Vé tsk. pipar. Þegar kóteietturnar hafa ver- ið steiktar í 2—3 mín. eru þær settar í pott (eða látnar vera á pönnunni, ef lok ér yfir henni). Soðinu er þá hellt í pottinn og bætt saman við það: 1 dl af rjóma, 2 msk. tómatsósu, 4 tómötum, 250 g af grænum baunum, 250 g af hálfsoðnum gul- rótum, 4 litlum laukum, 4 ananassneiðum, 2 dl vatni eða kjötkrafti. Látið þetta allt. malla í 15—20 mín. Borið frnm með hrásalati og frönskum kartöflum. A efri mvndinni sjáum við kvöldkjól úr tricel efni með stórrósóttu mynztri frá Clive Set í Lond. og á neöri myndinni er George Sand dragt frá tízkuhúsinu Ca- stillo í París. Fyrirmyndin er auðsjáanlega fftt George Sand, sem hún á sínurn tíma lét sauma sér, en þá voru buxnadragtir óþekktur klæðnaður kvenna. Nú gegn ir öðru máli. upp, smyrjið þau með þeyttu eggi og stráið möndlum og gróf um sykri yfir. — Látið eplin standa í tíu mín., áður en þau eru sett í 225 gráðu heitan ofn og bökuð í ca. 25 mín. Eplin eru borin fram heit eða volg, gjarnan með rjóma. Þetta er bæði gott sem eftirréttur og kaffibrauð. Fiskur Efst á myndinni sjáum við til vinstrl eplastöng, þar fyrir neð an er enlaterta otr til hægri eru bökuð euli. EPLAKÖKUR OG ANNAÐ GOTT eru holl Nú er tími eplanna, eplin fást nú í miklu úrvali í verzlunum, bæðj rauð, gul og græn og þau eru alls ekki svo dýr núna. Hér koma nokkr ar uppskriftir að eplakökum. Tertudeig. 150 g hveiti, 150 g smjör, 1 dl kalt vatn, 1 tsk. edik. Hveitið er sigtað og V.t hluti smjörsins er mulinn saman við. Bætið svo í vatni og ediki og hnoðið þar til deigið er þétt og látið það þá á kaldan stað. Þegar baka á úr deiginu er það flatt út ferkantað og % hlutar >af deiginu smurðir með smjöri. Brjótið svo deigið sam- an þannig, að ósmurði flöturinn leggst fyrst ofan á smurða flöt- inn og þriðji hlutinn síðan þar yfir. Snúið svo deiginu með styttri að og brjótið yfir á sama hátt. Látið svo deigið á kaldan stað aftur og kakan verður því betri sem deigið er smurt oftar og geymt á köldum stað. Efst á myndinni er eplastöng: 1 skammtur tertudeig. Fylling: 100 g möndlur, 100 g sykur, kalt vatn eða eggjahvíta, 12. október 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.