Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 15
kos, Grikklandi 2:0. ítalir fara í aðra umferð, en fyrri leiknum lauk með jjafntefli 0:0. Áhorfend ur voru 35 iþús. Borgarkeppnin: Búdapest: Ferencyaros, Ungverjal. sigrað1 Pitesti, Rúmeníu 4:0. Mörk Feren cvaros skoruðu Albert (2), Novak og Varga. Ferencvaros fer í aðra umferð með 5:3 samanlagt. Áhorf endur voru 80 þús. Prag: Prag FC — Köln 2:2. Köln fer í aðra umferð með 4:2 samanlagt. Áhorfendur voru 6 þús. Bikarmeistarar: Trnava: Tékkóslóvakíu: Spartak, Trnava sigraði Laus- anna Sports, Sviss með 2:0. Spart ak fer í aðra umferð með 4:3 sam anlagt. Sofía: Levski Búlgaríu — AC Milan, Ítalíu 1:1. Milan fer í aðra umferð með 6:2 samanlagt. Loftlelðir Framhald af 1' síðu. , í bága við margyfirlýsta stefnu íslenzkra flugmálayfirvalda um að gilda skuli IATA fargjöld milli íslands og annarra Evrópulanda en einmitt vegna þessarar stefnu hefur tekizt að gera loftferðasamn inga við hin Evrópulöndin um flug íslenzkra flugvéla til þessara landa, þá telur flugráð ekki rétt að víkja frá hinum almennu IATA fargjöldum á einni tiltekinnt flugleið. Getur flugráð því ekki fallzit á erindi Loftleiða — og ennfremur, að þar sem fyrir ligg ur að Flugfélag íslands hefur feng ið lendingarleyfi í Frankfurt og þegar hafið undirbúning á áætlun arflugi þangað, treystir flugráð sér ekki til að mæla með umsókn Loftleiða dags. 15. ágúst.“ Á grundvelli þessarar umsagnar flugráðs synjaði ráðuneytið mála- leitan Loftleiða hf. Hins vegar .hefur ráðuneytið munnlega tjáð Loftleiðum hf., að félaginu séu, ef óskað er eftir, heimil vor- og haustfargjöld á flugleiðinni milli íslands og Lux emborgar, eins og þau eru skráð hjá IATA á þessari flugleið, þ. e. ki-. 7.066.00 fyrir hvern, farmiða fram og til baka á tímabilinu frá 15. september til 31 október og 1. apríl til 31. maí ár hvert.“ Kjörbréf Frh a* ' síðu. um, kvað hann ekki blað Alþýðu- bandalagsins og mætti því ekki gera alla bandalagsmenn ábyrga fyrir skrifum blaðsins. Alþingi byrjaði á að skipta sér í þrjár kjördeildir fyrst á fund inum til að athuga kjörbréfin. Voru öll bréfin afgreidd án á- greinings, nema kjörbréf Stein- gríms, sem fékk aðeins 8 atkvæði á 20 manna fundi í þriðju kjör. deild. Hinir sátu hjá. í dag fer fram atkvæðagreiðsla um kjörbréfin, en síðan fer fram kjör forseta Sameinaðs þings. Eft ir það er búizt við, að forsætis- ráðherra flytji stefnuræðu ríkis- stjómarinnar. Námstyrkir Frh. af 2 síðn Vegna breyttrar tilhögunar á styrkveitingum þarf nú að sækja um styrki sem veitast á árinum 19 68 og 1969. Sækja ber um styrki næsta árs fyrir 25. október n.k. en um styrki ársins 1968 fyrir 30. nóvember n.k. Umsóknareyðublöð fást í fél- agsmálaráðuneytinu, sem einnig tekur á móti umsóknum. Félagsmálaráðuneytið, 11. okt. 1967. Sjötugur í dag: KRISTÍNUS ARNDAL Sjósókn og afli á Vestfjörðum F ramtíðar borg FramhaJd ai ois . (sem Landa telur heppilegasta liraðann) en lárétt helmingi hrað ar. Viðkomustaðir yrðu í hvérri íbúð, hverju leikhúsi, kvikmynda húsi, vinnustað, verksmiðju, á íþróttastöðum og baðstöðum. — Arkitektinum reiknast svo til að það myndi aðeins taka 5 mínút- ur að fara enda á milli í borg- inni. Aðeins fimm mínútur! Og hvílík þægindi að geta komizt í leikhúsið (í beztu fötunum) án þess að þurfa að fara út fyrir dyr, eða að geta farið til bað- staðarins í sundbol. Og það sem er þó allrabezt: að þurfa ekki að sjá íbíl; Þannig gæti, borg framtíðar- innar orðið. Hún yrði aðeins. 20% dýrari í byggingu en venju- leg nútímaborg, og það stafar fyrst og fremst af hinu óvenju- lega samgöngukerfi. En þegar allt kemur til alls, ætla sérfræð- ingarnir að slík borg kunni að verða byggð á okkar dögum. (Sovétskaja Rossía 3. júní). Bíflarnir • i • oni.« ekki hvað sízt þeim, sem áður ihafa leitað á náðir hughvarfa- lyfja eða eiturlyf.ia. Við vitum, að unga fólkið fylgir gjarnan fordæmi okkar, og eftirleiðis munum við reyna að nota áhrif okkar á það til að láta meira gott af okkur leiða en hingað til“. ,,Frelsun“ Bítlanna hefur vak ið feiknalega athygli eins og allt annað sem gerist í lífi þeirra, en sumir eiga erfitt með að í- mynda sér þá sem trúarpostula nýja tímans eða yogafræðara. — Þó er ekki útilokað, að þeir geti beint æskulýðnum inn á nýjar brautir í andlegum efnum alveg eins og þeir brevttu tjáningar- hætti ungu kynslóðarinnar með músík sinni, ljóðum og hrynj- andi fyrir nokkrum árum. Litla bikarkeppnin Framhald bls. 11. mótinu og Keflvíkinga, og Hauka og Breiðabliks. í leik Selfoss og Keflvíkinga sem fram fór í Kefla- vík varð jafntefli 1:1 og siðan varð aftur jafntefli á Selfossi 2:2. í þriðja leik liðanna sigraði Kefla- vík með 3:0. Leik Hauka og Breiða bliks, þeim fyrsta lauk með jafn- lefli en í annari tilraun sigruðu Haukar. Á laugardag kl. 3 leika Keflvík ingar og Haukar í Keflavík, en Akurnesingar sitja lijá. Um aðra helgi verður úrslitaleikurinn. A-Þýzkaland Framhald 11. siðu. Úrslit urðu þessi í keppni meist araliða. Meistaralið: Torino: Júventus, Ítalíu vann Olympia- Kristínus F. Arndal. fyrrum forstjóri Vinnumiðlunarskrifstof unnar í Reykjavík er sjötugur í dag. Hann fæddist á Bíldudal 12. október 1897, sonur Finnboga J. Arndal, síðar forstöðumanns , Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar og fyrstu konu hans, Jónínu Áma- dóttur. Kristínus lauk gagnfræðaprófi úr Flensborg árið 1914, stundaði verzlunarstörf .og sjómennsku í Hafnarfirði næstu árin, en flutt- ist til Reykjavíkur 1919 og gerð ist bifreiðastjóri. Forstjóri vöru bílastöðvar í Reykjavík var hann 1926J35, en þá tók hann við for- stöðu Vinnumiðlunarskrifstof- unnar í Reykjavík og gengdi því starfi til 1951. Síðan 1962 hefur Kristínus verið húsvörður í Kenn araskóla íslands. Kristínus hefur tekið talsverð- an þátt í félagsmálum; hann var einn af stofnendum Kára, fyrsta Iþróttafélags í Hafnarfirði 1911, og sat í stjórn þess félags, og hann átti einnig sæti í stjórn glímufélagsins Sköfnungs. Hann var meðal stjórnanda Taflfélags alþýðu í Reykjavík 1935 og sæti átti hann í stjórn Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar 1933-39, ýmist sem varaformaður eða rit- ari. Formennsku í Félagi starfs manna áhaldahúss og útivinnu- flokka Reykjavíkur var hann í eitt ár. Kristínus er þríkvæntur og er síðasta kona lians Oktaóvía Jó- hannesdóttir. MJÖG dró úr sjósókn færa- l^átanna, þegar kom fram í mánuðinn. — Margir bátanna voru þó að skjótast fram, þeg- ar gaf til róðra og fékkst þá yfirleitt góður afli. Hjá drag- nótabátunum var aflinn aftur á móti ákaflega rýr. Urðu róðr ar því stopulir hjá mörgum þeirra. Stærri bátarnir, 70— 150 lesta, voru nokkrir byrjað- ir roðra meö línu, en línuafl- inn var ekkert farinn að glæð ast og engin ýsa gengin á mið- in ennþá. í september voru 120 bátar að einhvepju leyti við veiðar, margir stopult, og varð heild- araflinn í mánuðinum 1306 lestir, en var um 1000 lestir á sama tíma í fyrra. Er aflinn yfir sumai'mánuðina, júní-sept ember, þá orðinn 8.846 lestir, en var 8.002 lestir í fyrra. — Hefur handfæraaflinn verið mun betri í sumar, en aflinn í dragnótina miklum mun lak- ari en í fyrra. Hefur því borizt meiri afii á land í sumar í verstöðvunum viö lljúp og á nyrðri Vestfjörðunum, þar sem handfæraveiöar eru einkan- lega sttmdaðar, en á syðri Vestfjörðunum, þar sem. drag- nótin er einkanlega stunduð, hefur aflhin orðið mun minni. ★ Aflinn I einstökum ver- stöðvum. Patreksfjörður: Tveir stærri bátanna byrjuðu róðra með línu um miðjan mánuðinn, og fékk Jón Þórðarson 40 lestir í 12 róðrum, en Dofri 35 lestir í 12 róðrum. Skúii Hjartarson var á dragnótarveiðum og afl- aði 23 lestir. Auk þess stund- uðu 12 trillur stopult hand- færaveiðar og öfluðu 9 lestir. Var heildaraflinn í mánuðinum því 107 lestir. Tálknafjörður: Fjórir bátar stunduðu dragnótaveiðar og þrír reru með færi. Varð heild araflinn í mánuðinum 157 lest- ir. Dragnótabátarnir fengu nokkuð góðan afla, sérstaklega Brimnes, sem aflaði 56 lestir í mánuðinum. Er það lengbezti afli, sem fékkst í dragnót í mánuðinum. Freyja aflaði 42 lestir, Svanur 32 lestir og Höfr ungur 19 lestir, allir í dragnót. Bíldudalur: Fimm dragnóta- bátar og þrír færabátar stund uðu róðra í mánuðinum og varð heildaraflinn 67 lestir. Er hann að mestu leyti fenginn í dragnót. Aflahæstir dragnóta- bátanna voru Freyja og Pétur Guðmundsson, biáðir með 17 lestir. Þingeyri: Nokkrar .trillur skutust fram með færi, þegar gaf til róðra. Lönduðu þær 14 lestum í mánuðinum, og er það einasti aflinn sem barst á land í mánuðinum. Flateyri: Sex bátar reru með línu og einn með færi og lönd- uðu 65 lestum í mánuðinum. Aflahæstur var Asgeir Torfa- son með 20 lestir í 7 róðrum með línu. Suðureyri: Sex bátar reru • með línu og sjö með færi og lönduðu 158 lestum í mánuðin- ura: Er aflinn einkanlega af línubátunum, en aflahæstir þeirra voru Gyllir með 40 lest- ir í 14 róðrum, Vilborg með 34 lestir í 16 róðrum og Jón Guð- mundsson með 27 lestir í 12 í'óðrum. Aflahæstur færabát- anna var Einar með 10 lestir. Bolungavík: Tuttugu bátar stunduðu handfæraveiðar, — tveir reru með línu og einn með dragnót, og varð heildar- afli þeii-ra í mánuðinum 193 lestir. Aflahæstir voru línubát- arnir Heiðrún II með 54 lest- ir í 16 í'óðrum og Smári með 22 lestir i 15 róðrum. Sædís aflaði 20 lestir í dragnót og Geirólfur var aflahæstur hand færabáta með 12 lestir í 17 róðrum. Hnífsdalur: Fjórir færabátar og einn dragnótabátur lönd- uðu 70 lestum í mánuðinum. Gylfi aflaði 26 lestir í drag- nót, en Pólstjarnan var afla- hæst færabátanna með 25 lest- ir. ísafjörður: Fimm bátar voru byrjaðir róðra með línu og 24 reru með færi, en margir þeirra fóru aðeins einn róður í mánuðinum. Lönduðu þessir bátar 406 lestum í mánuðinum. Aflahæstir voru línubátarnir, Straumnes með 83 lestir í 19 róðrum, Gunnhildur með 59 lestir í 22 róðrum, Þristur með 49 lestir í 17 róðrum, Víking- ur II 39 lestir í 9 róðrum og Guðný 29 lestir í 5 róðrum. Af handfærabátunum voru afla- hæstir Ver með 22 lestir og Örn með 15 lestir. Súðavík: Engin útgerð var stunduð þaðan í mánuðinum. Drangsnes: Þrír bátar stund uðu handfæraveiðar og öfluðu 43 lestir í mánuðinum. Afla- hæst var Guðrxin með 25 lestir. Hólmavík: Fjórir bátar stund uðu handfæraveiðar og öfluðu 26 lest.ir í mánuðinum. Afla- hæstur þeiiTa var Hilmir með 12 lestir. GJAF&BRÉF WttA SUHOL&UCARfldðOl SKAlATÚN&HEI W)LI&IN« ÞETTA 8RÉF ER RVITTUN, E« PÓ MlinU FREMUR VIDURKENNING ITRIR STUDN- IMG VIÐ GOTT M/ÍUFNI. liriMVll. K * U lMi»NfM|Mi UáteMHMBMW Krossgötur Frh. af 4. síðu. sér það, ef á þarf að halda, en á því mun oft vera nckkur misþrestur. Er það þó ekki lengi lært. Væri full þörf á, að Slysavarnafélagið eða Flugbjörgunarsveitin gengjust fyrir kvöldnám- skeiði í meðferð áttavita og landabréfa í byrjun í'júpnaveiðitímans á hverju hausti til leiðbeiningar fyrir fákunnandi rjúpnaskyttur. Öryggisráðstafanir, eins og þær sem hér hafa verið nefndar, ætti enginn að van- rækja, þær geta oft og einatt þjargað mönnum frá villu og hrakningum á fjöllum. Þær kosta lítið, en eru mikils virði. — S t e i n n . 12. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.