Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 8
Verða Bítlarnir trúarpostular i. Maharishi Mahesh Yogi sem haft hefur djúptæk áhrif á Bítl ana með hinni ,,yfirskilvitlegu hugleiðingu" er hann kennir þeim. Nú eru þeir á förum til Indlands til að halda áfram hugleiðingariðkunum sínum undir handleiðslu han^, en eft- ir það hyggjast þeir stofna hug leiðingarskóla í London fyrir alla þá sem „þrá að finna innri ró og heiðríkju andans“. 2. Þetta er ein af síðustu mynd- unum sem teknar voru af Brian Epstein,. hinum dugmikla um- boðsmanni Bítlánna sem ,,upp- götvaði“ þá árið 1961 og ruddi þeim braut til sigurs og frægð- ar. 3. Bítlarnir og eiginkonur þeirra með hinum nýja fræðara sín- um, Maharishi Mahesh, sjötíu og tveggja ára gömlum yoga frá Indlandi. en eru nú orðnir auðkýfingar og þekktir um allan heim? Þeir hafa orðið táknmynd ungu kyn- slóðarinnar sem leitar að innri verðmætum og er í andstöðu við heim eldra fólksins. Þeir leit- uðu í listinni, og þeir leituðu í hughvarfalyfjum eins og mari- juana og LSD. Þeir sömdu sig í ýmsu að siðum hippíanna, — „börnum blómanna“. — Og nú hafa þeir leitað á náðir ind- versks yogafræðara og telja sig hafa fundið svarið við öllum sínum spurningum í hugleið- ingariðkun. Þegar þeir fréttu um dauða Brians voru þeir þegar teknir að æfa hugleiðingar undir hand- leiðslu Maharislii Mahesh Yogi eins og sá ágæti maður kallar sig. Hann er sjötíu og tveggja ára gamall Indverji sem á sér marga áhangendur bæði í Ind- lðndi og ýmsum Evrópulöndum. (Meðal annars kom hann til ís- lands fyrir nokllrum árum og hélt þá fyrirlestur í Stjörnubíói um ,,'yfirskilvitlega hugleiðingu“ eða „transcendental meditation“ sem hann fæst við að kenna). Hann hefur ferðazt nokkuð um ,,FIMMTI Bítillinn er dáinn“, sagði Paul McCartney, — einn hinna fjögurra sem eftir lifa. Brian Eþstein spilaði að vísu hvorki né söng með þeim, en ihann var umboðsmaður Bítl- anna og bezti vinur þeirra, mað urinn sem „uppgötvaði“ þá og gerði þá fræga og ríka. Enginn veit nákvæmlega hvern ig dáuða Brians Epstein bar að höndum, hvort það var sjálfs- morð, slys, of margar svefnpill- ur, hjartaslag eða ofþreyta. — Hann var aðeins þrjátíu og tveggja ára, margfaldur millj- ónamæringur og orðinn stór- veldi í dægurlagaheiminum síð- an hann gerðist umboðsmaður Bítlanna, Cillu Black og margra íleiri poppstjarna. Sjálfur hafði hann meiri áhuga á klassískri imúsík og hlustaði fremur á Bach en Bítlana. Hann langaði tií að verða listamaður, gekk í leiklistarskóla, en gerði sér ljóst að hann hafði ekki nóga hæfi- leika 6 því sviði. Hæfileikar hans sem umboðsmanns voru hins vegar óumdeilanlegir. Hai i virtist vera skarpskyggnari en aðrir á gott „hráefni", og hann hafði næma tilfinningu fyrir ósk um ungu kynslóðarinnar. Þegar hann sá og heyrði Bítlana í fyrsta sinn vissi hann undir eins, að hér var komið eitthvað nýtt og ferskt í samræmi við ólgu nútímans og leit unga fólksins að öðrum tjáningarformum en áður höfðu tíðkazt. i En árið 1961 trúði enginn á Bítlana nema Brian Epstein. — Byltingin var enn fram undan, og forstjórar stærstu plötufyrir- tækjanna ýmist hlógu eða hristu höfuðið, þegar Brian spilaði fyr- ir þá segulbandsupptökur af þessari skrítnu músík, sem hann fullyrti, að ætti eftir að „breyta heiminum“. Hann gafst þó ekki upp, svo sannfærður var hann um endanlegan sigur skjólstæð- inga sinna. Þeir gerðu með sér samning. Brian átti að fá 25% af tekjum þeirra. En það voru engar tekj- ur til að byrja með. Hann eyddi aleigu sinni og setti sig í stórar skuldir fyrir þá áður en milljón- irnar tóku að streyma inn. Og Bítlarnir sáu aldrei eftir þeim fjórðungi sem til Brians rann. Þeir vissu mætavel, að án hans hefðu þeir * aldrei rakað saman öllum þessum auðæfum og haft bein og óbein áhrif á líf unga fólksins um allan heim. — „Skemmtanaiðnaðurinn verður aldrei samur og áður eftir komu þelrra“, skrifaði Brian í bók sinni um Bítlana, ,,A Cellar Full of Noise“. „Heimurinn verður aldrei samur og áður“. Hann var nokkrum árum eldri en þeir, betur menntaður og af hærri stétt í þjóðfélaginu. Hann skipaði þeim að snyrta sig betur, greiða sér almennilega og ganga vel til fara. Hann stílfærði útlit þeirra og klæðaburð, fágaði þá án þess að þeir misstu sérkenni sín. Hann var óþreytandi ráð- gjafi þeirra, verndari pg inni- legur vinur. Og nú er Brian Epstein dá- inn, en CÍive, bróðir hans, lek- inn við sem umboðsmaður Bítl- anna. Bítlarnir eru orðnir ann- að og meira en fjórir hæfileika- ríkir strákar, þeir eru stórfyrir- tæki og ein af helztu gjaldeyris- tekjulindum Bretlands. Fyrir- tækinu þarf að stjórna, og Bítl- arnir hafa tröllatrú á Epstein- fjölskyldunni og fengu Clive um svifalaust í hendur fjármála- stjórnina eftir að Brian var ekki lengur „fimmti Bítillinn“. En hvað um sálarlíf þessara' ungu pilta, -sem voru- fátækir og óþekktir fyrir nokkrum árumj g 12. október 1967 —ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.