Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 16
MÖNNUM léttir nú þegar al- þingi er komið saman. Það er eitthvað svo notalegt að vita af spekingunum, sem þjóðin hefur af ábyrgðartilfinningu valið sjálfri sér til forsjár, saman komnum í hinum gamla og virðu lega liúsi sem ný og merkileg hurð liefur verið sett fyrir. Þeir eiga eftir að sitja þar í vetur >með sveitta skallana og upp- hugsa ibjargráð út úr öllum vanda af slíkri atorku að maður getur heyrt braka í gráu heila sellinum alla leið niður í Austur stræti þrátt fyrir bílaumferðina. Og engum dettur annað í hug en slík atorka beri árangur. Það er sannarlega mikil gifta að við skulum eiga þessa 60 vitru menn sem þar að auki geta komið saman í húsi með svo merkilega hurð. Ef hurðin væri ekki svona merkileg væri minni ástæða til að húast við góðum niðurstöðum. Hurðir eru líklega það sem skiptir máli í tilverunni. Til hvers er hús sem hefur enga hurð? Hvernig væri t.d. himnaríki ef (þar væri engin hurð? Þá yrði Lykla-Pétur atvinnulaus og hver og einn gæti gengið þarna út og inn rétt eins og í hverja aðra krá eða krambúð. Ef ekki væri hurð fyrir himnaríki minnti það á allt aðra vistarveru. Og auðvitað verð ur þinghús fremur að minna á Ihið efra heldur en hið neðra, eig inlega á það að vera einhvers konar vasaútgáfa af því. Um þetta er sú saga úr Vest- mannaeyjum að kaupmaður einn vildi ekki fá sér nýja hurð fyrir búð sína þó að hún væri litlu betri en hesthúshurð. Færði hann fram það sínu máli til stuðnings að hann liefði tekið eftir því að ef skipt var um hurð hjá fyrii'tækj- um þá færi það á hausinn fljót- iega. Nefndi hann mörg dæmi þar um. Væri betur að þetta sannaðist ekki á alþingi. Og auðvitað getur þetta, ef vel er að gáð, ekki sannazt á alþingi og þjóðinni. Eftir því sem okkur er sagt höfum við verið á hausn um alveg sleitulaust síðan þetta orðatiltæki var fyrst búið til, ann ar helmingurinn af þingmönnum tekur að sér að segja okkur frá þeirri staðreynd, en hinn tekur að sér að íbjarga okkur. Þannig. skipta spekingarnir með sér verk um. Þinghúshurð er fyrst og fremst symból, eins og fortjald fyrir hinu allra helgasta hjá Gyðingum. Og f.vrir bragðið gerir ekkert til þótt hún leki. Symból hvorki leka né ekki leka. Þau bara minna heimsk jarðarbörn á æðri veruleika. í þessu tilfelli er það spurningin um ,,að vera eða vera ekki“ þing inaður, þetta hvoru megin við iiiina merkilegu hurð þú átt að vera, livort !þú ert innanhurðar- maður eða utanhurðarmaður. Að minnsta kosti skiptir engu máli þó að hún leki inn. Hitt væri nátt úrlega verra ef hún læki út, en um það hefur engin kvartað. En það er eitt með hurðir sem hetra er að gjalda Vctrhug við. Sumir hafa mikla ótrú á að skipta um hurðir, segja að gifta hússins fari eftir hurðinni. Gott hús eigi aö liafa sína gömlu hurð, annars geti verið að það hætti að vera gott liús. —• Hérna eru nefdroparnir þínir, elskan. S1,GLFIRÐIN GAR ÁFRÝJ- UÐU OG FALLBARÁTTAN t 2. DEILD ENN Á RAUÐU LJÓSI. Tíminn. Skyldi það hafa verið til að minna þingmenn á nýju hurð ina fyrir alþingishúsinu,, að presturinn sem messaði við þingsetninguna lagði út af dyrum, sem standa opnar? Kallinn er orðinn svo sköll- óttur, að maður getur næst- um því séð hann hugsa. Það er ekki vert að spá neitt um framtíðina. Við vitum ekki einu sinni, hvort það verður nokkur framtíð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.