Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.10.1967, Blaðsíða 13
I Ný dönsk mynd, gerO eftir hinni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde'*. Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVASON héraösdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur aB flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrá bif- BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará Símar 15812 - 23900. ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Lesið AlþýðuMaðið FJÓRÐI KAFLI. Hún svaf ekki um nóttina. Hún var í uppnámi og áhyggj- urnar ásóttu hana. Loks reis hún á fætur og gekk að glugg- anum, þar starði hún út í tunglsljósið og reyndi að jafna sig. Hún þurfti fyrst og fremst að hugsa um framtíð sína og systkina sinna og henni fannst hún vita, hverjar skyldur hún hafði. Hún varð einhvern veginn að uppfylla óskir föður síns og sjá um að bróðir hennar og systir lykju námi. Steinnáman gaf lítið af sér, en hún hlaut að geta borgað skólapeninga fyrir Janice og stutt Tom í námi með því að spara stórlega á öðrum sviðum. Ég verð að gera það, sagði hún við sjálfa sig. Ég verð að sjá um að nám- an gefi nægilega mikið af sér til að Janice og Tom geti hald- ið áfram námi og það jafnvel þó, að ég verði sjálf að svelta. Tilhugsunin um peninga komu henni til að hugsa um David Carew. Var hann þessi Carey í Ameríku sem hafði fengið peninga frá föður henn- ar svo árum skipti? Hvers vegná hafði faðir hennar borg- að honum? Fjárkúgun. David Carew hafði á einhvern hátt vald yfir föður hennar og hann hafði farið til Polzennor þegar faðir hennar hætti að senda peninga. Komið til þeirra til að heimta meiri peninga og það hafði nægt til að faðir hennar fékk slag. En hvers vegna vildi David Carew vera kyrr? Hann vissi, að það voru engir peningar til, — hvers vegna gafst hann ekki upp og fór? Því gat hún ekki Svarað nema hann áliti að hann gæti enn grætt á ástandinu. Ef hann færi bara; hugsaði Meg örvæntingarfull. Af hverju neyddi þabbi mig til að lofa þessu? Ég er hrædd við þennan mann — ég er hrædd við hann. Það leit ekki betur út þegar dagaði. Meg fékk nánari stað- festingu á þessu, þegar Anna kom inn með teið. — Anna, sagði hún gætilega. Ég verð að segja þér, að pabbi lét enga peninga eftir sig. Gamla konan kinkaði kolli. Já, hann hafði miklar áhyggj- ur af því, veslings maðurinn. — Vissir þú það! Meg leit hvasst á hana. — Já, ég sá það og þess vegna voru stúlk- urnar látnar hætta. Hún hristi höfuðið og andvarpaði. — Eg hélt ekki að það gengi nokkm sinni svona langt, Anna, en ég verð að biðja þig um að fara. Ég get ekki borgað þér laun. Gamla konan leit virðulega á hana. — Ég á heima á Polzennor Meg. Hentu mér ekki út, þá dey ég. — En Anna, ég íhef ekki efni á... — Mér er sama um kaupið. Þau ár sem ég á ólifað verð ég fegin að hafa þak yfir liöfuðið og bita af mat. Ef þú vilt 'hafa mig, þá leyfir þú mér að vera. Meg kyngdi, hún var með kökk í hálsinum, svo brosti hún. — Þú ert þrjózk, heimsk og gömul kerling, en ég elska þig, Anna. Ég veit bara ekki, hvað ég á að gera. Hr. Smither sagði mér að það væru til nákvæm- lega nógir peningar til að greiða laun í hálft ár og að bankinn vilji ekki lána krónu í viðbót. Ég þori ekki að nota peningana í annað en námuna, iþví bregð- ist hún erum við búin að vera. Samt þurfum við að lifa. Hún hristi höfuðið. — Mig hefur aldrei dreymt um að einhvern tímann færi ég að óttast hvaðan ættu að koma peningar :fyrir næstu máltíð. — Hugsaðu ekki um það, Meg sagði Anna. — David lét mig fá þetta handa þér. Hún tók lirúgu af seðlum úr svuntuvasan um og rétti henni. Meg rak upp stór augu, en svo sagði hún: — Láttu hann fá peningana. Nei, láttu mig fá þá, ég skal skila þeim aftur. — Vertu ekki svona heimsk, Meg. Það er ekki nema rétt að liann borgi fæði og húsnæði. — Ég vil heldur svelta en þiggja fé af honum. Hún flýtti sér að klæða sig og fór niður til að athuga, hvort hann væri þar. Hann sat við eldhúsborðið og var að drekka te. Reiði hennar óx enn. í stað þess að hann skildi að hann var óvelkominn gestur, hagaði hann sér eins og hann væri heima hjá sér. Hún henti peningaseðlunum á borðið fyrir framan hann. — Þér eigið þetta. Hann leit í augu 'hennar. — Jæja, sagði hann rólega, — svo að þú vilt að mér finnist ég taka matinn frá munnum ykk- ar? — Ég vil á engan hátt vera yður skuldbundin! Hann stóð upp og gekk til hennar og nú sá hún í fyrsta skipti að andlit hans var hvítt af reiði. Hann greip svo fast um axlir hennar að fingurnir skár- ust inn í þær. — Þú hagar þér eins og barn, sagði hann hrana- lega, — ég er orðinn þreyttur á uppátækjum þínum og dutt- lungum. Láttu mig ekki missa þolinmæðina, ég er hættulegur óvinur, Margaret. • Því trúi ég vel, hugsaði hún og það fór hrollur um 'hana, þeg ar hún leit í dökk augu hans. Það var dulbúin hótun í orðum hans og þó, hvernig gat hann gert henni illt? Gat það sem hann vissi um föður hennar haft úrslitaáhrif ef David Carew tæki upp á að segja það? Nú sleppti hann henni. — Taktu peningana, Margaret. Hún gekk hægt og hikandi að toorðinu, einhverra ástæðna vegna varð hún að hlýða hon- um. Hann beið þangað til hún hafði sett peningana í vasann og brosti. — Þetta var gott. Komdu nú og fáðu þér sæti, svo skal é g hella tei í bollann þinn. Hún leit hatursaugum á liann og fór út úr eldhúsinu. Ef hún aðeins þyrði áð reka bann í burtu! Janice og Tom vildu ekki skilja, hvernig hann var — en* sem betur fer gat hún bráðlega sent þau frá Polzennor og frá David Carew. Hún fór að tala um þetta eft- ir morgunverðinn. — Ég hef verið að hugsa málin í nótt. Ég veit, að pabbi vildi að þið lykj- uð námi. Það er búið að borga fyrir þig í skólann næsta ár, Janice, svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því sem stend ur. Þú ferð til London í dag, Tom. Janice getur ekið þér á stöðina. Ég verð einhvern veg- inn að senda þér peninga. — Nei, Meg. Hann varð þrjózkulegur á svipinn. — Ég hef líka hugsað málin og ég vil ekki verða lögfræðingur. Ég ætia að fá mér vinnu á bóndabæ. — Ég fer ekki aftur í skól- ann, sagði Janice. — Ég ætla að búa hér og fá mér vinnu. — Enga heimsku,. sagði Meg stutt í spuna. — Hvers konar vinnu heldurðu að þú getir fengið? Þú ferð í skólann í dag og Tom iíka. — Þú hefur ekkert leyfi til að ráða yfir okkur, sagði Jan- ice reiðilega og Tom sagði ró- legur en ákveðinn: — Ég ætla að gerast bóndi, Meg. Hún stóð upp. og virti þau bæði fyrir sér. — Þið eruð bæði of ung til að ráða. Ég þykist vita meira en þið, en pabbi gerði mig að forráðamanni ykkar og ég neyðist til að gera það, sem ég álít bezt fyrir ykkur og það er að mínu áliti að sjá um að framtíðaráætlanir pabba með ykkur rætist. Þú ferð í skólann, Janice og To-rri tekur lestina til London. Þau störðu bitur á hana. — Þú ræður, sagði Tom drunga- lega, — við höfum um ekkeft að velja. — Þetta er óréttlátt. hrópaði Janice og augu hennar voru full af reiðitárum. — Hvers vegna á ég að taka við skipunum frá þér? Þú ert ekki einu sinni al- vöru systir mín. Meg hrökk við. — Janice þú veizt jafn vel og ég, að þú hefur aldrei haft áhuga fyrir öðru en tízkuteikningum. Þig myndi iðra þess alla ævi, ef þú hættir núna. Hún þagnaði. Dyrnar höfðu - opnazt og David Carew kom inn. Þegar Tom og Janice sáu hann gengu þau til hans. — Ég get ekki farið með þér Sjónvarpstækin skila afburða hljóm og mynd FESTIVAL SJALUSK Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig meS FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Með öryggis- iæsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verziunin Aðalstræti 18, sími 16995. eykur gagn og gleði 12. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.