Alþýðublaðið - 03.11.1967, Side 15
S þ «'t,
Framhald af 7. síð'u.
Stofnskráin leiðir okkur fyrir
sjónir eru ekki lengur aðeins
hcimspekilegur draumur. Hug-
sjónir hafa ævinlega reynzt vera
nytsamasta og dýrmætasta eign
mannkynsins. í heirhi sem er
fullur af múgmorðstækjum eru
slíkar hugsjónir nú orðnar eina
mótvægið gegn sjá’lfstortímingu.
Við skulum því á þessum degi
enn ó ný játa skynsemina í þeim
lifnaðarháttum sem boðaðir eru
í Stofnskránni og strengja þess
heit að endurnýja viðleitnina
við að gera þá að veruleika.
Um börn og
Ijósmæður
í HVERT sinn sem slagæð þín
slær, lesandi góður, fæðast þrjú
börn í heiminn. Aðeins 1 þeirra
lítur fyrst dagsins ljós með að-.
stoð lærðrar ljósmóður eða
læknis. Fæðingatalan fyrir all-
an lieiminn er um 115 milljónir
árlega. Ef allar þær ljósmóður-
töskur, sem Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna (UNICEF) hefur
útbýtt, væru settar hver ofan á
aðra, yrði staflinn fimm sinnum
hærri en hæsta fjall jarðar, Mt.
Everest. Töskurnar eru 139.871
talsins, allar búnar nauðsynleg-
um tækjum.
Sviðsljós tí|f
Framhald af 10. síðu.
þá. Sjáðu augun, ég er búinn
að vinna lengi að þessari mynd
og enn á liún töluvert í land.
Við ræðum um stund um þess
ar mjög svo athyglisverðu
myndir. Þessi nýja og. óvænta
fhlið á söngvaranum er girni-
leg til fróðleiks. Það er boðið
aftur í bollann, en því er hafn
að. Tíðindamaður þáttarins hef
ur lokið erindi sínu 'og því til
staðfestingar stingur hann penn
anum og skrifblokkinni í brjóst
vasann. Rúnar fylgir okkur til
dyra. Við þökkum ánægjulegar
móttökur og hverfum við svo
ibúið út í kalt og svalt haustloft
ið. Já, vel á minnzt, það er kom
inn vetur.
íþróttir
.Framhald af 11. síðu.
Bæði félögin hafa sent kvörtunar
bréf vegna starfa hans. Leikurinn
var mjög harður og átti dóm-
arinn mestan þátt í því. í töl-
um lítur leikurinn þannig út.
37 aukaspyrnur
2 leikmönnum vísað af velli
1 leikmaður fékk áminningu
3 leikmenn illa meiddir.
Forstjóri Everton sagði eftir lei.k
inn að hann hefði aldrei séð jafn
harðan leik. Aðeins einn leik-
maður Everton var ómeiddur, en
það var markvörðurinn en honum
var vísað af leikvelli.
Leeds telur sig hafa fundið upp
skriftina að meistaratitlinum. en
hún er sú að krækja sér í öll
stiginn á heimavelli og annað stig-
ið á útivelli. Ekkj munar miklu að
þeir standi við þetta því þeir hafa
fengið 11 stig af 12 mögulegum á
lieimavelli, en að vísu ekki nema
4 af 12 á útivelli, því þeir töpuðu
á laugardag 0-1 fyrir Manchest-
er City.
íþróttir
Framhald af 11. síðu.
4x100 m fjórsund karla:
A.-Þýzkaland, 4:01,3 mín.
Sovétríkin 4:01,4.
4x100 m fjórsund kvenna:
Bandaríkin, 4:39,1 mín.,
Ungverjaland, 4:45,7.
1500 m skriðsund karla:
G. Eccheverria, Mexíkó, 17:05,8.
S. Geuman, Sovét, 17:55,7.
400 m fjórsund kvenna:
C. Kolb, USA, 5:22,9 mín.
S. Steinbach, A.-Þýzkal., 5:32,8.
100 m. brlngusxuid kvenna:
G. Prosmentsjikova, Sovét, 1:17,2.
A. Grebennikova, Sovét, 1:19,9.
4x200 m skriðsund karla:
4x200 m skriðsund karla:
Bandaríkin, 8:32,2 mín.
Mexíkó, 8:38,4.
4x100 m skriðsund kvenna:
Bandaríkin, 4:17,2 mín.
Ungverjaland, 4:26,6.
100 m bringusund karla:
V. Kosinskinsj, Sovét, 1:07,7 mín.
G. Prokopenko, Sovét, 1:08,9.
400 m skriðsund kvenna:
G. Meyer, USA, 4:45,1 mín.
P. Caretto, USA, 2:51,6.
Gróft handprjónagarn úr/ I | J
Sameinar eiginleika beggja, hljieika ulíarinnars
dralon. Mjög auðvelt í þvottí og öllum meðföru
Mölvarið * Hla«nfrit
Byltingarafmæli
Framhald af 2. síðu.
kórinn Fóstbræður undir stjórn
Ragnars Björnssonar.
Eftir hlé á þessari hátíðar-
samkomu fax-a fram tónleikar sov-
ézkra listamanna: Ljúdmilla ísa
eva (sópran) syngur og Samúil
Fúrer fiðluleikari leikur við undir
leik Taisu Merkúloxu. Kynnir á
samkomunni verður Jón Múli.
Á sjálfan afmælisdaginn, 7.
nóvember, hefur sendiráð Sovét-
ríkjanna svo boð inni fyrir gest.i
eins og venja er á afmælisdegi
byltingarinnar, seni er jafnframt
þjóðhátíðardagur Sovétríkjanna.
Hamrahlíðarskóli
r rauuiaid af 1. síðu.
við hann að meðaltali um 18 millj
onir króna, miðað við núverandi
1 byggingarneind Menntaskól-
ans við Hamrahlíð eiga sæti: Guð
mundur Arnlaugsson rektor, for-
maður; Birgir Thorlacius ráðu-
ncytisstjóri, ritari og Hörður
Bjarnason húsameistari ríkisins.
Arkitekt byggingarinnar er Skarp
héðinn JóhannesSon arkitekt, en
verkfræðiaðstoð við bygginguna
hafa veitt verkfræðingarnir Sig-
urbjörn Guðmundsson og Guð-
mundur Halldórsson frá verk-
fræðiskrifstofu Sigurðar Thorodd-
sen. Verktaki er Einar Ágústsson
byggingameistari, en Sigurður
Halldórsson verkfræðingur hefur
annazt raflögn og lýsingu.
í kynningu sinni á skólastarf-
inu lagði Guðmundur Arnlaugs-
son á það áherzlu, að nauðsyn-
legt væri í nútíma skóla, að stof-
ur væru ekki allar af sömu stærð;
oft væri hagkvæmt að kenna
mörgum bekkjum saman og
þyrfti þá kennslusali, en, stund-
um yrði að skipta nemendum í
smærri hópa. Þá kvað hann bi-ýna
nauðsyn bera til þess að í skól-
anum væri nægilegt geymslu-
rými fyrir áhöld ýniiss konar, og
það taldi hann mikinn kost við
bygginguna, að þar væri enn eft-
ir óráðstafað húsrými í kjallara;
slfkt væri ómetanlegt 1 nýjum
skóla, því að æfinlega kæmi fram
þörf fyrir húsrými undir starf-
semi, sem ekki hefði veríð reikn-
að með þegar húsin væru byggð.
Nýtt verÓ
Fraxohald af 1. síðu.
Síld veidd á Norður- og Austur-
landssvæði:
A. Stórsíld (3 til 6 stk. ( kg.)
með minnst 14% heilfitu og ó-
flokkuð síld (beitusíld) hvert kg.
kr. 1,60.
B. Önnur síld, nýtt til frysting-
ar, hvert kg. kr. 1,25.
Síld veidd á Suffur- og Vestur.
landssvæffi:
A. Stórsíld (3 til 6 stk. i kg.) meff
minnst 14% heilfitu og óflokkuð
síld (beitusíld) hvert kg. kr. 1,50.
B. Önnur síld, nýtt til frysting-
ar, hvert kg. kr. 1,12.
Eftirfarandi afhendingar- og
nýtingarákvæði gilda á báffum
verðlagssvæffum:
Verffið miðast við að seljandi
afhendi síldina á flutningstæki
við lxlið veiðiskips.
Verðið miðast við það magn,
sem fer til vinnslu. Vinnslumagn
telst innvegin síld að frádregnu
því magni, er vinnslustöðvarnar
skila í síldarverksmiðjur. Vinnslu
stöðvax-nar skulu skila úrgangs
síld í síldarverksmiðjur seljend-
um að kostnaðarlausu.
Þar sem ekki verður við
komið að halda afla bátanna að-
skildum í síldarmóttöku, skal sýn
ishorn gilda sem grundvöllur fyr
ir hlutfalli miUi síldar til framan
greindrar vinnslu og síldar í
bræðslu milli báta innbyrðis.
Verðákvarðanir þessar voru
gerðar með atkvæðum odda-
manns, Bjarna Braga Jónssonar
og fulltrúa kaupenda, Bjarna V.
Magnússonar og Eyjólfs ísfelds
Eyjólfssonar, gegn atkvæðum full
trúa seljenda, Kristjáns Ragnars
sonar og Tryggva Helgasonar:
Reykjavík, 2. nóvember 1967.
Verfflagsráð sjávarútvegsins.
BÍLAKAUP
Bílar viff allra hæfi.
Kjör viff allra hæfi.
Opiff til kl. 9 á hverju kvöldl.
BÍLAKAUP
Skúlaaötu 55. — Sími 15812.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SlMX 32*101.
3. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ 15