Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags Alþýðublað — 5. nóvember 1967 5 Einangrun Framsóknar FRAMSÓKNARFLOKKURINN hef- ur nú verið í stjórnarandstöðu tæplega áratug. Hefur flokkurinn ekki verið valdalaus svo lengi síðustu 40 ár, og má sjá þess glögg merki, að flokksmenn una illa þessu hlutskipti. Það er skoðun margra framsóknar- manna, að pólitískri handvömm flokks- forusturmar hafi verið um að kenna, ér flokkurinn lenti utan ríkisstjórnar á jólaföstu 1958, en þá hófst hin langa eyðimerkurganga. Lengi var andstaða framsóknarmanna hörð og þeir not- færðu sér alla erfiðleika þjóðarinnar til pólitísks ávinnings. Þó fór svo, að þeir þóttu skjóta yfir markið. Landsfólkið skildi, að framsóknarmenn hefðu í raun réttri ekki aðra stefnu að bjóða, allt tal þeirra um „hina leiðina” væri innan- tómt. Eftir tvö kjörtímabil í andstöðu urðu þeir fyrir raunverulegum kosn- ingaósigri síðastliðið vor. Nokkur undanfarin ár hefur þjóðin staðið andspænis erfiðleikum í efná- hagsmálum, og hefur ríkisstjórnin tek- ið upp þá stefnu að Ieita um þau mál samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Þetta samstarf hefur leitt til þess, að Framsóknarflokkurinn hefur einangr- azt og oftast verið utan gátta í megin átökum þjóðmálanna síðustu ár. Þessi einangrun hefur aldrei verið eins áber- andi og nú. Stöðugar viðræður fara fram milli ríkisstjórnar og alþýðusam- tak'a, og í þeim taka þátt leiðtogar allra stjórnmálaflokka nema Framsóknar. Einangrun er mjög alvarleg fyrir stjórnmálaflokk í landi, þar sem öll mál verður að leysa með samkomulagi tveggja eða fleiri flokka. Hafa fram- sóknarmenn því leitað að leiðum til að rjúfa þessa einangrun og gerast þátt- takendur í glímunni við vandamál ís- lenzku þjóðarinnar á ný. Hafa þeir lát. ið sér koma til hugar myndun þjóð- stjórnar í þeim tilgangi, en sú hugmynd hefur^fengið litlar undirtektir. Gallinn við þessa hugsun framsókn- armanna er sá, að íslenzka þjóðin þarf nú ekki á pólitískri spilamennsku að halda heldur raunhæfum úrræðum. Hugmyndir um nýja ríkisstjórn eiga því aðeins rétt á sér, að þær byggist á raunhæfri úrlausn vandamálanna. Enn sem komið er hefur ekki bólað á tillögum um aðra betri lausn mála en ríkisstjórnin hefur gripið til. Við- ræður við verkalýðshreyfinguna standa enn yfir og ríkisstjórnin vinnur að til- lögum, sem mundu bæta úr göllum á dreifingu byrðanna, eins og hún nú er. Framvinda þess máls mun koma á dag inn í komandi viku. AUGLÝSING varðandi GIN- OG KLAUFAVEIKI Vegna þess að gin- og klaufaveikifaraldur t gengur nú á Bretlandseyjum, vill landbúnaðar \ ■ ráðuneytið vekja athygli yfirvalda og almenn- ings á því, að stranglega ber 'að fylgja reglurn laga nr. 11/1928, um varnir gegn gin- og j; klaufaveiki. ‘I|- Tekið skal fram, að samkvæmt téðum lög- ý um og auglýsingu þessari er: Bannaður með öllu innflutningur á hey, f hálmi, alidýraáburði, sláturafurðum hvers konar, húðum, mjólk og mjólkurafurðum sem ó, og eggjum. - Stórgripahúðir, sem nota þarf við togveiðar . • hér við land, má þó flytja inn, enda séu þær U sótthreinsaðar erlendis og einnig þegar þær koma hingað til lands. i j .. Frá Bretlandseyjum er enn fremur bannaður k innflutningur á lifandi jurtum, trjám, trjá- greinum og könglum, grænmeti og hvers konar garðávöxtum. Farþegar og áhafnir farartækja skulu gefa í yfirlýsingu samkvæmt 4. gr. laganna um dvöl ; sína á Bretlandseyjum, strax óg þau koma til íslands. 1 Brot á lögum nr. 11/1928 og auglýsingum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sekt- | um. •; Landbúnaðarráðuneytið 4. nóvember 1967. Ingólfur Jónsson. Gunnl. E. Briem. RÖSKUR ábyggilegur unglingur óskast til innheimtu- starfa strax, nokkrar klukkustundir á dag. Tilboð sendist blaðinu merkt „Röskur” fyrir 8. þessa mánaðar. StefárisJóhanns Stefánssonar Sióara bincíi: ©AUGLÝSINGASTOFAN SETBERG Minningar Stefáns Jóhanns Stefáns- b!ndira sonar T ste^n Jóh. Stefánsson er fæddur 1894. Hann nam Iögfræói við Háskóla fslands og starfaði síðan frá i Jr 1922 að málfærslu og stjórnmálum. Hann átti sæti á alþingi 1934-1937 og 1942-1953, var forstjóri Brunabótafélags fslands um áraskeið ogsendiherra í Kaupmannahöfn 1957-1965. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1938-1952, félagsmála- og utanríkisráðherra 1939-1942 og forsætisráðherra 1947-1949. Stefán Jóh. Stefánsson kemur þannig mjög við sögu 1 undanfarinná áratugá. Hann lýsir í þessu síðara bindi endurminninga sinna almennum stjórnmála- og sendiherrasíörfum, átökum utan , og innan Alþýðuflokksíns. Jafnframt rekur hann kynni sín af fjölmörgum samtíðarmönnum, samherjum og and- stæðingum, og gerir grein fyrir meginþátfum íslenzkra stjórnmála á miklum og sögulegum breytingatímum. , f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.