Alþýðublaðið - 05.11.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Síða 7
Sunnudags AlþýSublaS — 5. nóvember 1967 7 í septembermánuði síðastliðnum fór rit- stjóri Alþýðiublaðs- ins í heimsókn til Sovétríkjanna í boði sovézka blaða- mannasambandsins. I þessari grein bregður hann upp nokkrum sundurl’ausum mynd- um og hugsunum úr því fróðlega ferðalagi. sem er til bóta á högum þeirra. Þegar rætt er við rússneska blaðamenn um samanburð á lífs kjörum almennings í Sovétríkj- unum og á Vesturlöndum, viður kenna þeir fúslega, að margt skorti enn hjá þeim í vöruvali, þjónustu og á fleiri sviðum. En þeir benda á, að sovézki alþýðu maðurinn búi við miklu meira öryggi en til dæmis sá ameríski. Honum sé tryggð vinna fyrir sæmilegt kaup, ríkið sjái honum fyrir húsnæði fyrir sáralitla leigu, hann fái alla læknishjálp ókeypis frá vöggu til grafar, alla fræðslu og skólagöngu. Sov ézki alþýðumaðurinn eigi . að mestu til ráðstöfunar það kaup, sem ihann fær útborgað, og hann geti lifað áhyggjulausu og betra lífi en sá ameríski, sem búi við ótta og öryggisleysi. Þessar skoðanir hljóma ekki ókunnuglega í eyrum norræns jafnaðarmanns, sem kemur frá velferðarríki. Meginatriði þess öryggis, sem rússneski blaða- maðurinn taldi upp, eru þegar fyrir hendi í mörgum ríkjum Vestur-Evrópu, og að koma smóm saman í Ameríku líka. Virðist því nokkur liætta á, að Rússarnir missi höfuðfjand- mann sinn, þegar hægfara só- síalismi útrýmir hreinu auð- valdsskipulagi á Vesturlöndum. En einmitt sú þróun hefur und anfarna áratugi orðið fyrir mikl um áhrifum frá rússnesku bylt ingunni, þótt sameiginlegar ræt ur teygi sig raunar lengra aftur í söguna. Miklar breytingar verða um þessar mundir í efnahagslífi Sovétríkjanna, sérstaklega hvað stjórnarhætti fyrirtækja snertir. Er nú reynt að láta þau flest öll bera sig fjárhagslega og hef ur hverju og einu verið veitt meira frjólsræði um ýmsar á- kvarðanir. I>ó vara Rússar við tilhneygingum ýmissa á Vestur- löndum til að halda, að þeir séu að taka upp kapitalistiska hætti — það sé fjarri lagi. Það er fróðlegt að koma í sovézkar verksmiðjur Aðalritari fiokksins í verksmiðjunni tekur á móti gestum ásamt forstjóra. Á vinnustöðum er hvarvetna ým — is konar áróður, slagorð á rauð um borðum, tilkynningaspjöld þakin af prentuðu máli um ríkið og flokkinn og myndum af verka fólki, sem hefur hlotið viður- kenningu fyrir störf sín. Skammt utan við Minsk í By elorússlandi (þeim er illa við, að það sé kallað Hvítarússland) er mikil bílaverksmiðja, sem fram leiðir 40 smálesta vörubíla. Augu Rússanna ljóma af stolti og ánægju, er þeir sýna gesti þessi risavöxnu tæki en einmitt þetta stolt má sjá víða og það 'hlýtur að vera ein af driffjöðr- um þessa ríkis. Ég spurði forstjórann, mynd arlegan verkfræðing, af hverju þessi bílaverksmiðja væri þarna úti í sveit. Iíann svaraði, að By elorússland væri landbúnaðar- hérað, þar sem vélar væru nú teknar upp við búskapinn, og því hefði losnað um allmikið vinnuafl. .Þess vegna var verk- smiðjunni valinn staður — og virðast fáir komast þjá vanda- málum jafnvægis í byggð síns lands. Forstjórinn talaði mikið um hina nýju rekstrarhætti og taldi, að verksmiðjan fengi stórfé til umráða, sem hún hefði ekki áð ur fengið. Væri þetta fé notað til að hvetja verkafólkið til meirj og betri afkasta með því að bæta aðstöðu þess, reisa barnaheimili og ýmsar slikar stofnanir, og jafnvel borga bón usa. Forstjórinn sagði, að hlut- verk verkalýðsfélaganna væri sífellt vaxaridi, og í öllum mál- um, sem snertu verkafólkið, mætti segja, að valdaskipting milli hans og verkalýðsfélagsins væri til helminga. — En hver ákveður kaupið? Það er ákveðið sem liður í heildaráætlun um framleiðslu og rekstur verksmiðjunnar, svarar hann Sú áætlun er að sjálfsögðu gerð af yfirvöldum á viðkomandi sviði. Á hverju hausti grípur fólk í laufskógabeltum Rússlands löngun til að fara út í skóg til að tína sveppi, rétt eins og við liér heima skríðum síðsumars um holt og hæðir til að tina ber. Það er undurfagurt í skóginum, því haustlitir eru í allri sinni dýrð. Nóg er af sveppunum, en bezt fyrir fáfróðan íslending að fara gætilega, því hluti þeirra eru baneitraðir. Inn- fæddir bera þó engan beig — þeir þekkja nákvæmlega hina gómsætu og ætilegu sveppi og fpra sér því ekki að voða. Þegar sezt er niður undir stóru eikartré með byelórúss- neskum ritstjóra, sem ritar háð greinar og þjóðfélagsádeilu, elt , ir alvara lífsins okkur uppi — það er ekki einu sinni friður langt úti í skógi. Hann tekur að segja frá „partisani“ — skæruliðum styrjaldaráranna, sem börðust gegn nazistum, er þeir hernámu þessi héruð. Skæruliðarnir földu sig langt inni í þykkni skóganna, eins og hetjur liðinna alda jafnan gera í ævintýrum. Þaðan sóttu þeir fram og gerðu hernáms- Franihald á 10. síðu. UR HEIMI VfSINDANNA ELEKTRÓNÍSK FURÐUVERK EFTIR 15 ár kvikna ljósin af sjálfu sér er þú gengur inn í herbergi, og slokkna sömuleið- is þegar þú ferð út. Sjónvarps- mynd á veggnum og þú talar skermurinn hangir eins og gegnum þráðlausan sjónvarns- síma. Vél eða eins konar raf- magnsheili sér um nauðsynleg innkaup og rekstur heimilisins — og þetta eru einungis fáein dæmi þess sem koma skal. Sjónvarpstæki, sem hægt or að bera í ól um öxl sér verða þá á markaðnum, og hægt r.ð hafa þau með í ferðalögum, líkt og nú tíðkast um útvarps- tæki. Sjónvarpstæknin eins og hún verður í framtiðinní ger- ir þér kleift að horfa á Ólym- píuleikana um leið og þeir fara fram, og þú getur fylgzt með könnunarferðum um frumskóga og fjöll, á þeirri stundu sem þær eru framkvæmdar, rétt eins og þú sért þar þátttnk- andi. Þú getur fylgzt með at- burðum víðs vegar í heiminum, um leið og þeir gerast, í lit . sjónvarpi sem hangir á veggn- um í ramma. Þú talar við vini og kunn- ingja gegnum þráðlausan sjón varssíma án þess að þurfa að halda á klunnalegu símtóli. Þú stendur ávallt augliti til aug- litis við þann er þú ræðir við. Samtalið verður hægt að taka upp á hljóðband þegar þú ósk- ar þess og leika sömuleiðis aft ur. Um þetta sér sjálfvirkt upp tökutæki sem þú stjórnar cin- ungis með þv£ að þrýsta á hnapp. Einnig verða til upp- SEINT ætlar ofsókninni gegn Fjáreigendafélaginu að linna. í grein í Vísi hinn 28. þ. m. kem- ur glöggt í ljós hvað ofsóknin er á' háu stigi og rekin af slíku of- forsi, að furðu gegnir. Ég er ekki í minnsta vafa um, að ofsókn þessi er brot á þeirri grein stjórnarskrárinnar, sem fjallar um mannréttindi. Reykvíkingar hafa löngum sturidað fjárrækt í smáum stíl, og jafnan haft bækistöð sína í nokkurri fjarlægð frá bænum. Þetta hefur verið hin ágætasta tómstundavinna fyrir eldri menn, sem hafa gaman af sauðfé. Svo tökutæki sem taka upp sjón- varpsefni. Rafmagnsheili sér um allan rekstur heimilisins; innkaup á nauðsynjavörum, bankavið- skipli o.fl. I-Ivenær mun svo allt þetta eiga sér stað? Vísindamenn og framleiðendur á sviði raftækn innar fullyrða að allt þetta verði orðin almenn þægindi eft ir 15—20 ár. Nú hafa flestir þeir hlutlr sem nefndir voru verið fram- leiddir. Hvers vegna þurfum við þá að biða í 15—20 ár efth að geta notfært okkur þá? Á- stæðan er sú, að þessir hlutir eru enn á tilraunastigi og það dýrir að fáir valda því að festa kaup á þeim. Með frekari til- raunum verður hægt að gera þá ódýrari, það ódýra að al- menningur getur notfært sér þá. Ein af ástæðum þess að raf- eindafræðingar geta sagt svo nákvæmlega hvað verða vill er sú að nú þegar hafa tilraun ir gefið af sér góðan árangur, svo grundvöllurinn er góður. Fyrir 15 árum varð gagnger bylting með tilkomu transis- torsins. Nú byggist þróun næstu ára á straumhringrás- inni, sem er ómissandi. Hér er um að ræða smáhring, jafn vel ekkí stærri en þetta ,,o“, en þrátt fyrir það með rúm fyrir fullkomna straumhring- rás. Möguleikarnir sem þetta skapar eru ótrúlegir. Þessi dvergstraumhringrás mun inn an tíðar setja skrið á þróun mála og gera mögulega hluti, er að þessu talsverð hagsbót. Eins og öllum er kunnugt, er oft erfitt fyrir. aldraða menn að fá' vinnu við sitt hæfi hér í bænum. Þá er ekkert ákjósanlegra fyrir þá en að hirða um nokkrar sauð- kindur, bæði sér til gagns og gamans. En þetta þarfaverk fá þeir ekki að stunda í friði, held- ur eru þeir ofsóttir og hundeltir scm óbótamenn svo árum skipt- ir. Höfuðpaurinn í þessum ofsókn- um er talinn vera sjálfur garð- yrkjuráðunauturinn, sem sagður er greindur maður, en notar gáf- ur sínar til þessarar þokkalegu sem annars væru óframkvæm- anlegir. Þau atriði sem þróun þess- ara mála mun hafa meginá- hrif á, eru sjónvarpssíminn og rafmagnsheilinn sem getið var um áðan. Hins vegar eru mörg minni atriði sem einnig njóta góðs af þessum framförum. Má þar nefna sjálvirkni á tendrun ljósa ið var um í upphafi greinar- innar. En það eru fleiri mögu leikar til að fá slíkt rofakerfi til að virka. T.d. er hægt að notfæra innrauðar geislanir frá líkamanum, eða þá eíns konar radarkerfi. sem getið vár í upphafj greinar Sjálfvirkt rofakerfi hefur niarga kosti aðra en þá að draga úr rafmagnskostnaði. Það má einnig nota það sem vörn gegn þjófum: Ef einhver kemur nálægt húsinu í nátt- myrkri kvikna Ijós, bjöllur hringja og boð ganga beint til lögreglustöðvarinnar gegnum símakerfi. Árið 1980 þarft þú ekki að hlaupa að símanum þegar hann hringir. Fjarstýritæki sem þú berð á þér gerir þér kleift að svara í símann og tala í hann hvar í húsinu sem þú ert staddur. Sama fyrir- komulag verður hægt að hafa við hin ýmsu heimilisstörf. Það verður m.a. mögulegt fyrir þig að kveikja upp áu þess að fara niður í kjallara, og framkvæma ýmsa aðra hluti frá hægindastólnum þinum, þar sem þú situr og horfir á sjónvarpið. iðju. Þá hafa kommúnistar stutt hann nokkuð, eins og jafnan þeg- ar þeir sjá, að þeir geta verið öðrum til óþurftar. Sjálfstæðis- menn eru klofnir í málinu. En þeir sem að óþrifaverkinu vinna, hafa beitt fyrir sig frú Auði Auðuns, og er ekki frúnni til heiðurs. Sennilega er þó hlut- ur lögreglunnar verstur. Það hef- ur komið opinberlega fram, að lögreglan þykist jafnan alltof fá- liðuð. En þegar um slíkt óþurít- arverk er að ræða sem þetta, virðist hún hafa nægan mann- afla til að hundelta fjáreigend- ur. í mörg ár hefur félag fjáreig- enda í Reykjavík haft sína aðal- bækistöð í brekkunni nokkurn spöl ofan við Blesagróf, og rná því segja, að þeir hafi verið með þetta fyrir utan sjálfan bæinn, og því engum til meins. En það- an var þcim vísað á' burt, sem. Framhald á 10. síðu. OFSÓKNIR GEGN FJÁR- EIGENDAFÉLAGINU

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.