Alþýðublaðið - 05.11.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Qupperneq 8
Sunnudags Alþýðublað — 5. nóvember 1967 eftir Ólaf Jónsson u . „... „ hér í blaöinu, á sunnudögum, við- töl við fjóra bókaútgefendur, tvo sem reka eigin foriög og tvo for- stöðumenn bókafélaga. Þessi viðtöl verða nú ekki fleiri í bili. En áður en skilizt er við þetta mál væri fróðlegt að reyna að draga saman í einn stað nokkuð af efni viðtalanna, huga að því hvaða ályktanir megi draga af þeim um íslenzka bókaútgáfu þessa dagana og árin, þau vanda- mál og erfiðleika sem hún á við að fást. Þetta er tímabært efni nú þegar bókatíð gengur í garð. Og þó margt og raunar flest sem fram kom í þessum greinum hafi vitaskuld verið orðað áður hygg ég engu að síður að allar í senn veiti þær allgott yfirlit yfir stöðu íslenzkrar bókagerðar um þessar mundir; útgefendurnir fjórir voru ennfremur merkilega ,sam- dóma um nokkur meginvandamál sem þeir telja að standi útgáfu- starfi fyrir þrifum. Væri áreiðan- lega þarflegt ef aðrir aðiljar þessa máls, bókagerðarmenn og bóksalar, yrðu einnig til þess að gera grein fyrir sínum skoðunum, og svöruðu þeirri gagnrýni sem að þeim hefur verið beint. * að er í fyrsta lagi ljóst að bókaútgáfa hefur staðið í stað hér á landi um mörg undanfarin ár, útgefnum bókum árlega hef- ur ekki fjölgað, og upplög bóka minnkað fremur en aukizt þrátt fyrir vaxandi fólksfjölda og aukna almenna menntun; upplög bóka nú munu vera talin 500—1000 eintökum minnj að meðaltali en fyrir 15—20 árum síðan. Ennfrem- ur virðist það ljóst að tiltölulega lítillar nýbreytni hafi gætt í bókagerð öll þéssi ár, bæði út-- gáfa og bóksala verið í föstum skorðum. Sé þetta eðlilegt er ein- asta skýringln sú að nokkur ár eftir stríðið hafi bókaútgáfa orðið alveg óeðlilega mikil hér á landi, og að því skapi fjölbreytt, og sé liún fyrst nú á síðustu árum að færast aftur í eðlilegt horf; eftir þessari skoðun væru söluhættir bóka og hin fábreytilega bóka- gerð hér á landi einungis afleið- ing fámennisins. En móti henni mælir sú staðreynd að bókafélög- unum sem selja bækur sínar eink- um til áskrifenda tekst að gefa þær út í 500—1000 eintökum hærra upplagi að meðaltali en öðrum útgefendum, og það er að minnsta kosti reynsla Almenna bókafélagsins að bækur er hægt að selja hér árið um kring þrátt fyrir margendurteknar fullyrðing- ar annarra útgefenda og bóksala að bækur seljist ekki nema að haustinu. Öllum kemur saman um að það sé óeðlilegt og standi bóka- útgáfunni fyrir þrifum, hve bók- sala er einskorðuð við haustmán- uðina: dæmi Almenna bókafé- lagsins er enn sem komið er ekki nema undantekning; og áreiðan- lega væri það æskilegt margra hluta vegna að bókaútgáfa gæti einnig farið fram í nokkrum mæli aðra árstíma, t. d. semmpart vetrar. Hin fastmótaða jólasala bóka er einkum talin stafa af þeim gróna sið að nota bækur í stórum stíl til jólagjafa, og einn- ig helgast hún að nokkru af fornri starfsskiptingu eftir árstíðum; haustið og veturinn telst „nátt- úrlegri” tími til bóklestrar en vor eða sumar. Er þetta fullnægj- andi skýring þgss að fjórir fimmtuhlutar íslenzkra bóka skuli koma út á svo sem sex vikum fram að jólum? Það er bágt að skilja að svo þurfi að vera; en staðreynd er þetta engu að síður. Verður þó ekki séð að neitt nátt- úrulögmál segi til um það að bæk- ur séu því aðeins nýtilegar til jólagjafa að þær séu beinlínis ný- komnar úr prentsmiðjunni. Né að bækur verði því aðeins keyptar og lesnar að vetrinum að þær komi út nokkrar tilteknar vikur í nóvember og desember. Haustið er vitaskuld eðlilegur útgáfutími bóka. En jólasalan stafar að veru- legu leyti af rótgróinni vana- myndun lesenda sem bæði útgef- endur og bóksalar hafa stuðlað að og kappkosta að viðhalda hvað sem þeir segja um áhuga sinn á bókaútgáfu aðra árstíma. Það er Ijóst að þessum söluháttum verð- ur ekki breytt nema með sam- eiginlegu átaki beggja þessara aðilja í senn og þurfa þó fleiri að koma til. 0.............................. bókaútgáfunni hefur einnig ó- heillavænleg áhrif á bókagerð. í fyrsta lagi hljóta verkefni prent- smiðja og bókbandsfyrirtækja að koma mjög misjafnt niður á' árs- tíðir með miklu álagi seinni hluta ársins sem verður minnsta kosti ekki til að stuðla að hagkvæmum rekstri. Og jólamarkaðurinn set- ur einfaldri, ódýrri bókagerð raunverulega stólinn fyrir dyrn- ar. Til að bók sé gjafarhæf verð- ur hún að vera í bandi, og raun- ar má verð hennar ekki vera undir einhverju tilteknu lág- marki: reynsla er hins vegar fyr- ir því að bók á mjög erfitt upp- dráttar á markaði sem ekki nýtur jólasölunnar. Gjafasiðurinn á sjálfsag* sinn þátt í því hve erf- itt reynist að selja óbundnar bæk- ur. En kemur ekki einnig til löng reynsla lesenda af óvönduðum frágangi, ónýtri heftingu óbund- inna bóka sem einatt eru ónýt- ar eftir einn einasta lestur? Á- reiðanlega á hún sinn þátt í þeim vana lesenda að vilja eiga bækur sínar í bandi. Útgefendunum sem rætt var við bar öllum sam- an um að bókband væri hér ein- hæft, oftlega óvandað, og.þó fyrst og fremst og undartekningarlaust alltof dýrt. Dæmin sem þeir Gils Guðmundsson og Baldvin Tryggva- son tilfærðu um verðlag á' bók- bandi hér á landi sýna og sanna að eigi íslenzk bókagerð að vera hlutgeng við erlenda þarf að koma til gerbylting í bókbands- iðn, hvorki meira né minna; án slíkrar byltingar og gagngerðra umbóta er tómt mál að tala um neinar verulegar nýjungar í ís- lenzkri bókagerð. Og þessi þörf er brýn. Það sannar sú skoðun Baldvins Tryggvasonar, að útgef- endum geti reynzt hagkvæmt að láta prenta og binda bækur sín- ar erlendis, þrátt fyrir 50% verndartoll á bækurnar fullgerð- ar, og þar með lesendum sem njóta mundu lækkaðs bókaverðs. Reynist þessi skoðun hafa við rök að styðjast, sem ég sé enga á- stæðu til að efa, felur hún í sér áfellisdóm um innlendan bóka- iðnað sem torvelt verður að hnekkja, hvað þá ef hugmyndin kemst í framkvæmd í einhverj- um mæli. Og þar sem iðnaðurinn er svona á sig kominn virðist engin ástæða til að taka upp tolla á innfluttar bækur til verndar innlendri bókaútgáfu, eins og Ragnar Jónsson taldi rétt að gera, að slepptum öðrum rökum gegn slíkrj einangrunarstefnu. Aðrir útgefendur leggja meira upp úr því að afnema beri tolla á bóka- gerðarefni til að bæta aðstöðu inn- lendrar bókaútgáfu gagnvart inn- fluttum erlendum bókum; og það er eflaust rétt hjá' Arnbirni Kristinssyni að afnám tolla, eftir- gjöf söluskatts á innlendum bók- um mundi hafa uppörvandi áhrif á kaupendur og yrði bókaútgáf- unni siðferðilegur styrkur. En krafa útgefenda um tollfríðindi sem oft er höfð í frammi, yrði þá fyrst verulega sannfærandi ef sannaðist að afnám tollanna hefði veruleg áhrif til lækkunar á bóka- verði í landinu. ✓ ^Jigáfukostnaður og bókaverð leiðir hugann að launum rithöf- unda. Allir sem að bókagerð og útgáfu vinna taka samningsbund- in laun fyrir störf sín — nema útgefendur og rithöfundar, þessir tveir aðiljar taka á sig þá áhættu sem óhjákvæmilega fylgir útgáfu- starfi'. Áhættuhluti þeirra er að vísu næsta misjafn. Höfundur selur útgefanda annað hvort hand- rit sitt á föstu verði eða semur um tiltekinn hundraðshluta af söluverði bókarinnar í ritlaun; prósentugreiðsla veitir honum vón um hærri greiðslu, aukna hlut- deild I hugsanlegum ágóða af bók- inni, þótt þær tekjur geti dregizt á langinn ef sala bókarinnar geng- ur dræmt; fast verð tryggir hon- um hins vegar ákveðna greiðslu í eitt skipti fyrir öll. Hvorugt þetta greiðsluform mun að vísu tryggja höfundum lífvænleg laun hér á landi fyrir starf sitt, fast verð alls ekki og prósentu- greiðsla því aðeins að hrein og bein metsala komi til. Útgefandi tekur að vísu á sig nokkra áhættu með hverri bók sem liann gefur út; svo getur farið að bókin selj- ist alls ekki fyrir kostnaði. En á- góðavonin er raunverulega öll hans megin ef bókin selst að marki. Og bókaútgáfa er arðbær atvinnuvegur hér á landi þeim sem kunna til hennar, ein bók bætir aðra upp í útgáfu, enda eru það einsdæmi ef forlag, sem á annað borð hefur nokkur umsvif, kemst í þrot. Höfundur sem ætl- ar sér að lifa á ritstörfum ein- vörðungu á hins vegar hallarekst- ur vísan, og mundu fáir fást við útgáfustarf upp á' þau býti. Með- an aðrar listgreinar í landinu færast í æ meiri atvinnusnið virð- ast bókmenntastörf eiga að vera tómstundavinna áhugamanna eft- ir sem áður sem bæði virðist ó- sanngjarnt og beinlínis háskalegt framtíð bókmenntanna í landinu. Sé hins vegar fallizt á þá megjn- reglu að liöfundi bókar sem selst sæmilegri eða góðri sölu beri eins og öðrum sem við bókagerð koma lífvænleg laun, má sýna nauðsyn- leg ritlaun með einföldu dæmi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.