Alþýðublaðið - 05.11.1967, Síða 9

Alþýðublaðið - 05.11.1967, Síða 9
Sunnudags AlþýSublað — 5. nóvember 1967 Sé það talið ársverk að semja meðalstóra skáldsögu og 2500 ein- tök meðalupplag slíkrar bókar þarf höfundur hennar að bera meðal-árslaun úr býtum til að geta stundað starf sitt til fram- búðar og af nokkurri alúð. Sam- kvæmt nýrri neyzlurannsókn nema þurftartekjur meðal-fjöl- skyldu um 250 þúsund krónum á ári, og þarf höfundurinn því að fá í sinn hlut 100 krónur af hverju eintaki ef bók hans selst í þessu upplagi. Það eru 25% ef meðal- verð væri talið 400 krónur. Þetta dæmi er einfalt, — en einhvern slíkan reikning hljóta samtök rithöfunda að bera fyrir sig í samningum um kjaramál félags- manna sinna. Og augljóslega hljóta rithöfundasamtökin að beita sér fyrir því að fá viðurkenndan einhvern normal-samning sem fé- lagsmenn geti stuðzt við í við- skiptum við útgefendur sína. Yera má að útgefendur telji að bóka- útgáfa okkar mundi ekki standast slík ritlaun — þó hún standist úr- elt bókband viö óhóflegu verði. En getur bókaútgáfa staðizt án frumsaminna bókmennta? Ragn- ar í Smára stakk upp á því að ríkið skærist í þennan leik og „greiddi niður” kostnaðarverð bókmennta eins og margt annað, með því að styrkja útgáfu frum- saminna bókmennta af opinberu fé, og taldi það hliðstætt stuðn- ingi við annað listastarf í land- inu. Má vera að þetta sé rétt lausn — þó sjálfsagt yrði kurrað um framkvæmd hennar. Og áður en svo langt er gengið þarf minnsta kosti að ganga úr skugga um að bókaútgáfa sé ekki einfær um að standa undir tilkostnaði sínum. [ " ins og bókaútgáfu er komið hér á landi virðist hún stödd í vítahring. Lesendur hafa vanizt við að kaupa fyrst og fremst bæk- lir af tiltekinni mjög svo fá- breyttri gerð og að mestu eða ein- vörðungu á tilteknum 'tíma árs- ins. Vegna þessa vaná lesenda leggja bóksalar langmest upp úr sölu innlendra bóka að haustinu og fram að jólum, senda útgefend- ur flestar bækur sínar á markað þann tíma sem sölulíkur teljast mestar, miða bókagerðarmenn sín verk við þær kröfur sem jóla- markaðurinn gerir um gerð og út- lit bóka. Reynsla útgefenda herm- ir að með þessum söluháttum fari upplag bóka síminnkandi, og hlýt- ur verð að hækka að því skapi; en hækkandi bókaverð stuðlar enn að því að markaðurinn minnki. Engu að. síður virðist upp- lag íslenzkra bóka æðibreytilegt. Eftir því sem næst verður kom- izt gefa útgefendur sem selja bækur sínar á almennum markaði þær út í upplagi sem nemur svo sem 1000—3000 eintökum, stöku bók í minna upplagi, einkum ljóðabækur, og stöku bók sem hefur miklar sölulíkur í stærra; upplag bókafélaga má áætla með sama fyrirvara 1500—4000 eintök. Þó verður upplag einstakra bóka til muna meira: alfræðibækur Al- menna bókafélagsins eru gefnar út í 6000 eintökum, orðabók Menningarsjóðs í 8000, og dæmi hafa verið nefnd um bækur sem seldust í 10 þúsund og 15 þús- und eintökum. í slíku upplagi seljast bækur ekki í venjulegri bókaverzlun. Og sterk rök virðast hníga að því að hér eins og ann- ars staðar sé hin hefðbundna bókaverzlun að verða úrelt og megni ekki lengur að viðhalda nauðsynlegu sambandi höfunda og útgefenda annars vegar, kaup- enda og lesenda bóka hins vegar. Hér á landi hafa bókafélögin orðið til að koma á nýjum sölu- háttum bóka. Athyglisvert er dæmi Almenna bókafélagsins sem telur um 8000 félagsmenn og gefur út bækur sínar í 3000—4000 eintök- um að meðaltali að sögn Baldvins Tryggvasonar. AB selur bækur sínar árið um kring og að lang- mestu leyti til áskrifenda, bók- IS sala þess í verzlunum mun vera óveruleg og bækur félagsins ekki notaðar nema að mjög litlu leyti til gjafa. Ætli viðskiptum við önnur bókafélög sé ekki svipað farið, menn kaupi bækur þeirra einkum til eigin afnota, meðan hin hefðbundna bókaverzlun verð- ur æ háðari gjafamarkaði jól- anna? Bókafélögin sanna að með nýrri sölutækni má ná betri ár- angri en venjulegum bókaverzl- unum auðnast, og gæti sá árangur sjálfsagt orðið betri með auknu samstarfi þeirra innbyrðis, til að mynda með sameiginlegri dreif- ingu sem eflaust yrði til verulegs sparnaðar fyrir þau öll. En bóka- félögin leysa ekki vanda bóksöl- unnar til neinnar hlítar — né er það æskilegt neinna hluta vegna að bókaútgáfa færist í enn meira mæli í hendur þeirra. Vel rekið bókafélag hlýtur sjálfrátt eða ósjálfrátt að miða að því að einoka lesendahóp sinn, reyna að fullnægja þörfum hans, fyrir lestr- arefni, og verður útgáfa þess fjöl- breytt að því skapi og vandað til hennar eftir mati félagsins á' les- endum sínum; starf bókafélags takmarkast að hinu leytinu af kaupgetu og smekk viðskipta- manna þess. Þótt gott bókafélag ■sé þarfiegt fyrirtæki er það því þarflegast að önnur bókaútgáfa og bóksala í landinu fari fram með eðlilegum hætti. Á " "hugi virðist á hinn bóginn takmarkaður á því að rjúfa víta- hring hinnar venjulegu bóksölu þrátt fyrir góð orð þeirra sem við hann koma. Áreiðanlega má þó ýmislegt gera sem til þess væri fallið að auka tilbreytni í bóksölu — og þar með bókagerð og bókaútgáfu. Hugmynd Gils Guðmundssonar um „bókaviku” ■sem hagnýtti alla áróðurs- og aug- lýsingatækni nútímans bókinni* til Framhald á 14. siðu. T PYREX OFN FASTAR SKÁLAR OG FÖT MEÐ LOKI. v«",ÍÍD MUC/Ij BAZAR Verkakvennafélagsins Framsóknar verður þriðjudaginn 7. nóvember í Góðtemplarahús- inu, kl. 2 s.d. Komið og gerið góð kaup. BAZARNEFND. HÁTÍÐARSAMKOMA a£ tilefni 50 ára afmæli Sovétríkjanna í Há- j skólabíói 6. nóvember 1967. EFNISSKRÁ: ' Samkoman sett Árni Bergmann, formaður Reykjavíkurdeild- ar MÍR . \ Ávörp flytja Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra Nikolaj Vazhnov, ambassador Sovétríkjanna M.N. Sukhorútsjenko, aðstoðarsjávarútvegs- málaráðherra Sovétríkjanna, forseti íslands- vinafélagsins í Moskvu Októberbyltingin 50 ára Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi mennta- málaráðherra Karlakórinn Fóstbræður syngur Ragnar Björnsson stjórnar HLÉ Tónleikar sovézkra Iistamanna Ljúdmila ísaeva, sópransöngkona, Samúil Fúrer, fiðluleikari. Undirleik annast Taisia Merkúlova Kynnir verður Jón Múli Árnason Auglýsig í Alþýðubtadinu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.