Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 1
Miðvkndagur 15. nóvember' 1967 — 48. árg. 261. tbl. — Verð 7 kr. * Á ráðstefnu Alþýðusambands íslands, sem lauk í Reykjavík í gær, var samþykkt ályktun þar sem ein- dregið er mælt með því við sambandsfélögin, að þau boði til verkfalls með nægilegum fyrirvara íyrir 1. desember n.k., þannig að þau verði þann dag „búin til allsherjarverkfalla“. Jafnframt ítrekar ráðstefnan þá afstöðu alþýðusamtakanna, að vísitala vevði ekki slitin úr tengslum við laun og felur stjórn ASÍ að und irbúa sameiginlegar aðgerðir sambandsfélaganna í málinu. i. 1. ftáðstefnan ítrekar þá.grund- vallarafstöðu sína til málsins, að vísitala á laun haldist óslitin. 2. Ráðstefnan lýsir sig samþykþa gjörðum viðræðunefndarinnar og staðfcstir þá afstöðu, að hafna tilboði ríkisstjórnarinnar sem ó- fullnægjandi með öllu. 3. Þar sem ríkisstjórnin hefur tekið frumvarp sitt um aðgerðir í efnahagsmálum til afgreiðslu í binginu, án þess að fullnægja þeirri grundvallarkröfu verkalýðs samtakanna. að vísitölukerfið haldist órofið, mælir ráðstéfnan eindregið með því við sambands félögin, að þau með nægilegum Framhald á 14. síðu. Talar í k/öld ÞAÐ er í kvöld, sem Reiulf Steen mun halda ræðu um norræna jafn aðarstefnu andspænis nýjum verk efnum. Fundurinn verður hald- inn í Lindarbæ og hefst kl. 8.30 Á myndinn sjást Hannibal Valdimarsson og Jón Sigirðsson. segir Jón Sigurðsson, formaóur Sjómannasambandjins AlþýSublaSið hafSi í gær samband við Jón Sigurðsson, formann Sjó- mannasambands íslands, aS lokinni ráSstefnu AlþýSusambands íslands. Jón sagSi: „Verkalýðshreyfingin er ekki að fara fram á kauphækkun eSa kjarabætur, heldur berst hún fyrir því að halda sömu launum og hún hefur haft. Þetta er ekki barátta fyrir bættum kjörum heldur varnar- barátta. Ekki er -hægt að segja, að verkalýðshreyfingin hafi ekki vil.i að koma til móts við ríkisstjórn ina, enda bauðst viðræðunefnd A1 þýðusambandsins í samningavið- ræðum við ríkisstjórnina til að taka upp hinn nýja vísitölugrund völl strax 1. desember, en hann mælir vísitöluna mun lægra en gamli vísitölugrundvöllurinn. Þetta staðfesti ráðstefna Alþýðu- sambandsins í gær. Enn hefur dyrunum til áfram lialdandi viðræðna við ríkisstjórn ina ekkj verið lokað og vonandi tekst samkomulag, þó að það hafi cnn ekki tekizt. Ákveðið hefur verið, að rann- sókn fari fram á því, hvort verzl unin geti ekki tekið eitthvað á sig með lækkaðri álagningu og þar með lækkuðu vöruverði, sem mundi þá ennþá verða til lækk unar á vísitölu. Ef sú lækkun vísitölu kæmi til viðbótar boði verkalýðshreyfingarinnar, að taka upp nýja vísitölugrundvöllinn þeg ar 1. desember, þá mundi vísital an lækka enn meira og vandi at- vinnuveganna verða minni. Ég vonast til, að viðræðum verði haldið áfram og vérkalýðs. hreyfingin væntir þess, að þeirn verði lialdið áfram og reynt verð; til hins ýtrasta að komast að samkomulagi, svo að ekki þurfi að koma til þeirrár bihfáttu, sem nú hefur verið ATþýðusamband íslands sendi í gær frá sér fréttatilkynningu um ráðstefnuna og er hún á þessa leið: ..Þann 13. nóvember hófst í Reykjavík ráðstefna, sem Alþýðu sambandið boðaðj til vegna efna hagsmálaaðgerða ríkisstjórnarinn ar. Hana sátu um 50 forystumenn verkalýðssamtaka úr öllum lands hlutum. Er almennar umræður höfðu farið fram fyrri dag ráð- stefnunnar var kosin 5 manna nefnd til viðræðu vjð ríkisstjórn- ina. áður en bindandi samþykkt hefði verið gerð. Sú viðræða fór fram í morgun, 14. nóvember, en bar ekki árangur. Ráðstefnan hóf störf kl. 2 í dag og afgreiddi þá einróma á- lvktanir þær, sem fylgja hér með. Ráðstefnan lauk störfum um kh 4 í dag.“ Ráðstefna Alþýðusambands ís- lands um efnahagsmálaaðgerðir ríkisstjórnarinnar saman komin í Reykjavík dagana 13. og 14. nóv- ember gerir eftirfarandi ályktan BLAÐIÐ hefur frcgnað, að nú hafi hinu svonefnda Bjargsmáli verið' vísað t'il Saksóknara rikisins til dóms ; rannsóknar að' beiðni Menntamálaráðuneytisins. Rannsókn málsins til þessa hefur einvörðungu verið lögreglurannsókn, sem til að byrja með beíndist fyrst og fremst að hvarfi fær- eysku stúlkunnar Marjun Gray frá stúlknaheimilinu að Bjargi á Seltjarnarnesi. Framburður færeysku stúlk unnar og annarra vist- stúlkna á Bjargi mun nú hafa orðið til þess að færa málið inn á aðrar brautir en í upphafi. Þegar lögreglnrannsókn lauk, var málið sent til Menntamálaráðuneytisins. Nú hefur róðuneytið óskað eftir dómsrannsókn í mál- inu og mun þegar hafa sent það til Saksóknara ríkisins, Valdimars Stefánssonar, til meðferðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.