Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 10
Úr ,,Grænlandsflugi" Þorgeirs Þorgeirssonar. ** AO UPPGOTVA 4 kvikmyndjr eftír Þorgeir Þorgeírsson. HHaveituævintýri, Handrit og leikstjórn: Þorgeir Þorgeirsson. Framleioandi: Gestur Þorgríms- son. Myndun: Christopher Men- ges og Dónald Ingólfsson. Klípping: Þorgeir Þorgeirsson og David Gladwell. Tónlist: Jón G. Ásgeirsson. Leikendur: Ragnheiffur Gestsdóttir og Guð jón Ingi Gestsson. Grænlandsflug. Myndun, klipp- ing, texti: Þorgeir Þorgeirsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Þulur: Þorsteinn Ö. Stephensen. ¦Afð byggja. Myndun, klipping, texti: Þorgeir Þorgeirsson. Tón list: Leifur Þórarinsson. Að- stoff við myndun: Þorsteinn Jónsson. Þulir: Jón Múli Árna- son og Arnar Jónsson. Maður og verksmiðja. Hugmynd, klipping, framleiðsla: Þorgeir ÞoBgeirsson. Myndun: Þorgeir Þorgeirsson og Leifur Þor- steinsson. Þorgeir Þorgeirsson sýndi al- menningi árangur af fimm ára starfsferli sínum á sviði kvik- myndagerðar; þ. e. fjórar stutt ar kvikmyndir. Sýning þessi fór fram að Hlégarði s.l. sunnu dagskvöld, þar eð höfundurinn hafði ekki fengið inni í híóum Reykjavikur og nágrennis, vegna þess að forsvarsmenn þeirra vildu ekki ganga að skilmálum þeim, er Þorgeir bauð. í ræðu, sem Þorgeir flutti á undan kvik myndasýningunni, er hann nefndi Menningarlegt vandi æða barn í einangrun, mínntist hann á þetta atriði, en þar sem sú ræða á væntanlega eftir að birtast almenningi, skal ekki far ið nánar út í 'þá sálma. Þorgeir benti hinsvegar á, að eina lausn in á þessu vandamáli væri, að velunnarar íslenzkrar kvik- myndagerðar tækju sig saman og stofnuðu kvikmyndahús, þar sem fyrst og fremst yrðu sýndar innlendar myndir, auk sígildra og frábærra erlendra listaverka. „Fyrir byrjanda þjóðlegrar kvikmyndagerðar er það allt í senn, fyrsta verkefnið, fyrsta siðferðisskyldan og fyrsta list- ræna freistingin að uppgötva umhverfið í landi sýnu og lýsa því." Þessi orð franska gagn- rýnandans, Marcel Martin, hef- ur höfundurinn látið prenta í efnisskrá, og jafnframt sett sem einskonar vígorð fyrir verk s»n. Er ekki nema gott eitt um það að segja. * HITAVEITUÆVINTÝRI er elzt þessara mynda, gerð að tilhlutan Reykjavíkurborgar fyr ir fimm árum, og er eina mynd- in, sem tekin er í 16 mm.; hinar eru allar í 35 mm. — Höfundur segir, að myndin sé „hugsuð jöfnum höndum sem lýsing á upphitunarkerfi borgarinnar og kennslumynd fyrir börn til að gera þeim ljósa lausn á félags- legu vandarnáli." Heyrt hef ég, að börn hafi meðtekið mynd þessa og hún haft góð áhrif á þau. Raunar virðist manni kvik- myndin helzt til hæg og sum- ir kaflar hennar nokkuð lang- dregnir, sbr. göngurnar á hita- veitustokknum. Þar sem hér er um frumraun höfundar að ræða, er kannski ekki við miklum ár- angri að búazt, en að í ýmsu leyti hefur vel til tekizt. Lík- lega eru það kvikmyndatöku- mennirnir, sem komast bezt frá þessu verki. * GRÆNLANDSFLUG er að öllu leyti tekin á Græn- landi, en er þó engan veginn ná kvæm heimildarkvikmynd um íbúa þessa ísa-kalda lands, hegð un þeirra og lifnaðarhætti. Myndín er frekar eins og yfir- gripslítil og hlutlaus frásögn. Ekki er þetta þó sagt kvikmynd inni til hnjóðs, því að Þorgeir vinnur veríc sitt vel. Kvikmynda taka er svo gott sem ágæt; tón- list Leifs hefur sín áhrif og gef- ur myndinni ákveðinn blæ; texti Þorgeirs á góðu máli og með iágætum fluttur af Þor- steini Ö. Eiginlega er þessari mynd skipt í tvennt. Fyrri hlutinn fjallar um komu sk'feVílugvél ar F.í. til Scoresbysund í þeim tilgangi að færa eskimóunum matvæli. í staðinn tekur hún ís- bjarnarunga, sem eiga að fara í dýragarð í Kaupmannahöfn, og sjúkling, sem á að fara á spítala. Flugvélin hefur sig á loft; og með notkun tökuvélar og tónlistar fær maður það á til finninguna, að brátt muni ,,end ir" birtast á tjaldinu. Svo er þó ekki. í leiðinni er komið við í veðurathugunarstöð; en ein- hver deyfð ríkir yfir þessum kafla. Aftur er flogið af stað, og aftur eru jökulauðnirnar myndaðar út um glugga flugvél arinnar, á svipaðan máta og áð ur. Sem sagt: það vantar meira samhengi milli þessarar tveggja kafla. * AÐ BYGGJA er vandaðasta og þroskaðasta mynd Þorgeirs, kvikmyndalega séð. Myndin er annars gerð í til efni af 10 ára afmæli Kópa- vogskaupstaðar. Hér er klippingin látin sitja í fyrirrúmi. Myndin hefst » einskonar fréttamynda stíl, þar sem m. a. er brugðið upp myndum af athöfninni sjálfri, svo og bæjarstjórnarfundinum, þar sem samþykkt var að gera kvikmynd um kaupstaðinn í til- efni afmælisins. í þessum kafla er Jón Múli þulur og gerir ,,hlutverki" sínu góð skil eins- og vænta mátti. Aftur á móti lætur rödd Arnars Jónssonar ekki eins viðkunnanlega í eyr- um. Meginhluti myndarinnar er byggður uppá áhrifamætti klipp ingarinnar, þar sem hver hreyf ingin rekur aðra. (Lærisveinn Eisensteins?) Einna minnistæð- asti kafli myndarinnar er tek- inn á leikvelli fyrir toörn. þar sem þau byggja sín eigin hús úr fjalarbútum með sjónvarpsloft- neti og öðru tilheyrandi. Hér hefur Þorgeiri tekizt að láta börnin virka fullkomléga eðli- lega. Annað atriði langar mig að minnast á, en það er síðast í myndinni, þar sem til skiptis er sýnt yfirlit yfir kaupstaðinn og mannshendi að moka í gröf, sem er frábærlega klippt. * MAÐUR OG VERKSMIÐJA er merkileg tilraun. Hún er ifcek in í síldarverksmiðjunni á Rauf arhöfn fyrir nokkrum árum. ,,Margvegsömuð sumarvinna námsmanna er tekin ögn til at hugunar ésamt því umhverfi, er ein síldarverksmiðja hefur upp á að bjóða," segir í efnisskrá. Ef til vill er það hálfpartinn vill- andi að kalla myndina þessu nafni; Maður í verksmiðju gæfi kannski gleggri hugmynd um ,,efni" hennar. Kvikmyndin er ekki eiginleg heimild um starf- semi einnar síldarverksmiðju, öllu heldur er reynt að útskýra eðli mannsins og hugleiðingar hans, meðan hann situr einsog einangraður í risastórri verk- smiðju. Brugðið er upp svip- myndum af ungum mönnum í verksmiðjunni, en þess á milli sjáum við ungar stúlkur við sildarvinnu, og þar með er gef- ið í skyn hvar hugur þeirra dvelst við vinnuna. Þegar gam all karl í verksmiðjunni er myndaður, er skipt yfir á ein- hvern hlut, — í líkingu við ó- nýta harmoniku — sem er að skolast að landi. Þessar skipt ingar eru undirstrikaðar með sterkum effekthljóðum. í heild er kvikmyndin nokkuð vel unnin, en endirinn kemur helzt til snögglega, en það er kannski aukaatriði. Að lokum mætti minnast á, að kvikmynd- un er afar vel af hendi leyst. Með þessum fjórum kvikmynd um hefur Þorgeir Þorgeirsson sannað það, að hann er vafalít- ið hæfileikamikill kvikmynda- gerðarmaður og hefur glöggt auga fyrir eignleikum kvikmynd arinnar. Er því nokkur sann- girni í framferði kvikmyndahúsa eigenda gagnvart viðleitni þess manns, sem framar öllum öðr- um hefur reynt að halda lífinu í ísienzkri kvikmyndagerð? Sigurður Jón Ólafsson. <•>- TIMARITIÐ TfGULgosinn 4. TÖLUBLAÐ — 1967 ER NÝKOMIÐ ÚT TÍMARITIÐ tígulGOSINN fæst á næsta útsölustað. Útgefandi. Kópavogur Blaðberar óskast í Kópavog, Austurbæ. Alþýðublaðið, sími 40753. •w * 10 15. nóvember 1967 - ALÞYÐUBLAÐID J .¦¦-¦•¦

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.