Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 3
ngar umræour um efnahagsmálin FRUMVARPIÐ um efnahagsað gerðir kom til annarrar umræðu í Neðri deild í gær. Stóð umræð an fram til kvöldverðar og varð ekki lokið. Matthías Á. Mathie- scn hafðj framsögu fyrir meíri- hluta og greindi frá breytingartil lögum, sem fluttar eru í samráði við ríkisstjórnina. Skúli Guð- mundsson og Lúðvík Jósefsson mæltu fyrir minnihluta, en"síðan itöluðu Sigurvin Einarssón, Björn Pálsson og Hannibal Valdirnars son. Lúðvík Jósefsson kom víða við í langri ræðu, en lýsti meðal ann ars gangi þessara mála, eins og hann býst við að þau verði. Sagði hann, að léti ríkis,stjórnin af- greiða þetta frumvarp, mundi verkalýðshreyfingin svara með verkföllum og hækka kaupið. Það gæti stjórnin ekki hindrað. Þá mundi stjórnin svara með gengislækkun, sem vafalaust yrði framkvæmd á þann hátt, að henni fylgdi kjararýx-nun. Mundi verkalýðsh reyfingin þá aftur svara með verkföllum og hækka Kvöldvaka rithöfunda KVÖLDVAKA verður haldin í Naustinu, uppi, á vegum Félags ísl. rithöfunda fyrir félaga þess og gesti í dag, miðvikudaginn 15. nóv. og hefst kvöldvakan kl. 20.30. Guðmundur Daníelsson, Bragi Sigurjónsson og Ingimar Erlend- ur Sigurðsson lesa úr verkum sín um. kaupið á ný. Og hvað hefur stjórnin þá leyst, spurði Lúðvík, Hann sagði að eina lausn vand- ans væri samstarf við verkalýðs hreyfinguna. NÁMSKEIÐ I FINNSKU Finnski sendikennarinn við Há- skólq íslands, hum. kand. Juha K. Peura, rnun halda námskeið í ' i finnsku fyrir almenning í vetur. V-entanlegir nemendur eru beðn- ir að koma til viðtals miðviku- daginn Í5. nóv. kl. 20.15 í stofu IV, 2. hæð. Fyrirlestrar í Háskólanum Prófessor Pierre Naert frá Ábo í Finnlandi, sem um þessar mund ir er staddur hér á landi í boði Háskóla íslands, mun flytja tvo fyrirlestra við Háskólann. Sá fyrri fjallar um Mismunun sam- hljóða í samstæðuröðum lengd- armunar í íslenzku og færeysku, og verður fluttur í 1. kennslu stofu miðvikudaginn 15. nóv. kl. 17.30. Síðari fyrirlesturinn verð- ur haldinn daginn eftir, fimmtu dag 16. nóv., á sama tíma og sama stað, og nefnist hann Spjall imi áhrif finnsku á Yfirkalixmál- ið í Norður - Svíþjóð. Báðir þess ir fyrirlestrar verða fluttir á ís- lenzku, og er öllum heimilt að hlýða á þá. Aðalfundi /res/oð Af óviffráðanlegum orsökum verffur affalfundi FUJ í Hafnarfrffi frestaff til miffvikudagsins 22. nóvember 1967. Fundurinn verffur haldinn í Alþýffuhúsinu og hefst kl. 20,30. Venjuleg affalfundarstörf. Péfur Gautur 100 ára Oslo 14. 11. (ntb) S. L. þriðjudag voru 100 ár iiðin frá því norska skáldið Henrik Ibsen iauk yið hlðt fræga leikrit sitt ,,Pétur Gaut“. í tilefni þessa hélt Gyldendal bókaútgráfan í Osló afmælishá- tíð, þar sem boðið var leikur- um, sem leikið hafa í leikrit- inu ásamt ýmsum framámönn- um norskra bókmennta, rithöf undun? og fræðimönnum. Pétur Gautur er af mörgum talinn skærasti gimsteinn norskra bókmennta og hefur selzt í hálfri milljón eintaka. — Forstjóri bókaútgáfunnar flutti ávarp á bátíðinni og sagði m. a., að þótt Pétur Gaut ur væri mjög tengdur norsku þjóðerni, ætti hann hiklaust sæti á bekk frægustu söguper- sóna heimsbóbmenntanna svo sem Hamlet og Faust. Allmargar ræður aðrar voru fluttar. M. a. talaði Francis Bull prófessor. — Taldi hann Henrik Ibsen. snilli leikritsins fyrst og fremst byggjast á fljúgandi í- myndunarafli höfundarins. — Þetta mikla hugax-flug gæfi leikritinu sterkan og viðfelld- inn blæ. Prófessorinn taldi það rangt að dæma söguhetj- una á siðferðilegum grundvelli eins og margir gagnrýnendur hafa gert. í tilefni þessa merka afmæl is hefur Gyldendal-bókaútgáf- an ákveðið að gefa út bók Um Henrik Ibse.n Þróun alþýðusam taka í yfirlitsriti ÁR og dagar nefnist bók eftir Gunnar M. Magnúss sem kom út hjá Heimskringlu í fyrradag. — Bók þessi er yfirlitsrit í frétta- formi, söm í sniðum og Öldin okkar, um þróun alþýðusamtaka á íslandi, stiklað á helztu atburð- um frá því verkalýðsfélög og sjó- mannasamtök urðu til, laust fyrir síðustu aldamót og fram á þenn- an dag. Rakin er réttindabarátt- an frá fyi-sta áfanga og þar til unnust æ stærri sigrar með efl- Félagsvist Alþýffuflokksfélag Reykjavíkur heldur spilakvöld í Lídó annaff kvöld kl. 8,30 stundvíslega. Stjórnandi: dr. Gunnlaugur Þórðarson. Árni Gunnarsson fréttamaffur flytur ávarp. Dansaff til kl. 1 eftir miffnætti. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svan- hildur leika og syngja fyrir dansinum. Athygli skal vakin á því aff þer sem koma fyrir kl. 8,30 þurfa ekki að greiffa rúllugjald. Arni GUnnarsson. ingu samtakanna og myndun Al- þýðusambands íslands, en ritið er gert í tilefni af hálfrar aldar afmæli þess. Ár og dagar verður í tveimur bindum, og nær hið fyrra fram til ársins 1934 og lýk- ur þegar verkal;!(ðssamtökin fengu í fyrsta sinn aðild að rík- isstjórn, þegar Haraldur Guð- mundsson varð ráðherra Alþýðu- flokksins. Bókin er prýdd mörg- um myndum frá þessu tímabili af forustumönnum og atburðum. — Gert er ráð fyrir að síðara bind- ið, um tímabilið 1935 — 1967 komi út að ári. A fundi með fréttamönnum sagði Gxinnar M. Magnúss, að Björn Jónsson alþingismaður hefði átt hugmyndina að því að segja sögu alþýðusamtakanna í landinu með þessum hætti og hefði fyrirmyndin verið rit um sögu sænsku alþýðusamtakanna. Hóf höfundur verkið fyrir nokkr- um árum, en hlé varð á um skeið, þar til ákveðið var í tilefni af 50 ára afmæli Alþýðusambandsins að taka það upp að nýju. Hafa verkalýðsfélögin safnað áskrifend um að bókinni. Gunnar kvað við- leitni sína hafa verið að láta söguna tala sjálfa í ritinu og lýsa jöfnum liöndum mönnum og at- burðum sem koma beinlínis við sögu verkalýðshreyfingarinnar og umhverfi þeirra, landshögum, at- vinnulífi og menningu. Ár og dagar er 208 bls. að stærð í stóru broti og kostar 484 kr. í verzlun- um en í| 3 kr. tii óskrifenda. Þá kom út í fyrradag hjá Heims kringlu ný skáldsaga eftir Drífu Viðar, Fjalladalslilja, og er það fyrsta bók höfundar, iýsir lífi Reýkjavíkurstúlku í sveit. Hún er 313 ibls. að stærð og kostar 344 kr. Allmargar bækur eru áður' komnár út hjá Heimskringlu í haust, síðast Endurminningar um r Lenín eftir Ki-upskaju, konu hans, sem gefin var út í tilefni af 50 _ ára afmæli byltingarinnar í Rúss > landi. — Á næstunni er von á 4 þremur bókum frá forlaginu, — Kviðum af Gotum og Húnum eft- ir Jón Helgason, Þremur Eddu- kvæðum í sams konar útgáfu og Tvær kviður fornar, sem Jón gaf út fyrir nokkrum árum, Skyggnzt umhverfis Snorra eftir Gunnar Benediktsson sem er framhald * fyrri bókar hans um Snorra 4 Sturluson, Snorrj skáld í Reyk- liolti og Jarðfræði eftir Þorleif Einarsson. v 15. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.