Alþýðublaðið - 24.11.1967, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.11.1967, Síða 3
NKUR A ALÞINGI Minkurinn skaut upp kollin- um á Alþingi- í gær. Kom til fyrstu umræðu frumvarp, sem Jónas Pétursson og fleiri flytja þess efnis að minkarækt verði leyfð aftur. Hefur hún verið bönnuð síðan 1951. Jónas Pétursson fylgdi mál- inu úr hlaði og taldi minka- eldi hinn vænlegasta atvinnu- veg, ef rétt væri á haldið. Veitti íslendingum ekki af fjölbreytt ari atvinnugreinum, þótt það yrði að vísu að játast, að mik- ið verðhrun hefði orðið á minka skinnum síðustu ár. Taldi hann eðlilegar aðstæður til þessa at- vinnuvegs hér, enda væri ís- land eina landið við íshafið, þar sem ekki væri minkarækt. Benedikt Gröndal mótmælti frumvarpinu harðlega. Kvað hann þetta mál hafa verið fyrir Alþingi öðru hverju síðustu 40 ár. I 20 ár hefði minkarækt ver ið leyfð, en hún hefði ekki reynzt sú gullnáma, sem menn héldu. Þegar hún var afnum- in voru 7 bú í landinu og hag- ur þeirra slæmur. Nú væri ris in ný alda með þjóðinni um aukna náttúruvernd, og mundu þúsundir manna, sem hafa gert sér grein fyrir þýðingu þessa máls, snúa á móti því, að minkur verði aftur fluttur inn. Hefði sú landplága gert nóg tjón til þess að hún ekki verði mögnuð á ný. FLOKKSSTARFIÐ Um miðnætti í fyrrinótt varð dauðaslys við brúna á Kiðafellsá í Kjós. Vöruflutningabifreið, sem var á leið úr Reykjavík, ók ut- an í brúarhandriö og steyptist niður í gljúfrið fyrir neðan. Lenti bifreiðin á vinstri blið niðri í gljúfrinu og mun bifreið- stjórinn hafa beðið bana sam- stundis. Vöruflutningabifreiðin lagði af stað úr Reykjavík um tíuleytið í fyrrakvöld. en ekki hafa fengizt upplýsingar um, hvert ferð lnf_ reiðarinhar var lieitið, né heldur ur nafn bifreiðastjórans. Staðhættir eru þannig við brúna á Kiðafellsá, að þar er aðlíðandi beygja að brúnni og handan við liana tekur við brekka. Áður hafa orðið bana- slys við brúna, en þá miðað við gagnstæða stefnu, það er leiðina til Reykjavíkur. Bifreiðin mun hafa farið of utarlega í vegarbrúnina og mun bifreiðarstjóranum hafa fipazt í tjórn hennar, þegar hann kom inn á brúna. Skipti engum togum im, að bifreiðin lenti úti í liand riði brúarinnar og steyptist hun KJOS niður í gljúfrið fyrir neðan. Bif reiðarstjórinn mun hafa látizt samstundis. Bifreiðin var stór vöruflutningabifreið af Mereed- es Benz gerð, frambyggð. Unnið var í gær að því að bjarga bifreiðinni upp úr gljúfr- inu. Tók um það bil sex klukku stundir að ná hennj upp. Þurfti að afhlaða hana áður en unnt var að draga hana upp. Bifreiðin var með u.þ.b. 8 tonna farm. Margir aðilar komu á vettvang, meðan unnið var að- bjarga b'f reiðinni upp, og eiga þeir þakkir skilið fyrir aðstoð við björgunar starfið, að því er • Skæringur ; Hauksson lögreglumáður tjáði blaðinu í gær. - JOHANN GYLFI AXEL OSKAR Fundur um iSnaðarmál Almennur félagsfundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur, verður í Iðnó mánudaginn 27. nóv. Umræðuefni: Iðnaðarmál. Gestur fundarins verður Jóhann Hafstein ráðherra. Aðrir ræðumenn verða Gylfi Þ. Gíslason ráðherra, Axel Kristjánsson forstj. og Óskar Hall- grímsson borgarfulltrúi. Bridgefélagar Spilum bridge í Ingólfskaffi laugardaginn 25. nóvember kl. 2 e.h. stund víslega. Gengið inn frá Ingólfsstræti. Stjórnandi verður Guðmundur Kr. Sigurðsson. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Alþýðuflokkskonur Reykjavík KONUR í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Reykjavík. Munið bazarinn í Iðnó 2. des. n.k. Þær konur er ætla að skila munum og eins taka með sér heimavinnu eru beðnar að muna eftir vinnu- kvöldum á fimmtudagskvöldum kl. 20.00 á skrifstofu Alþýðuflokks- ins Alþýðuhúsinu II. hæð. — Bazarnefndin. Ésafjöréur 1 Kvenfélag Alþýðuflokksins á ísafirði heldur basar í Alþýðuhúsinu á ísafirði sunnudaginn 26. þ. m. og hefst hann kl. 16. Pétur Thorsteinsson Talar á hádegisfundi Pétur Thorsteinsson, ambassa- doi', ræðir um störf sendiherra fyrr og nú á hádegisfundi, sem Varðberg og Samtök um vest. ræna samvinnu lialda á laugar- dag. Pétur Thorsteinsson er nú sendiherra íslands í Bandaríkjun um, Kanada, Mexikó, Kúbu, Braz ílíu og Argentínu. Hann hefur verið í utanríkisþjónustu íslands frá árinu 1944 og m. a. verið ambassádor í Moskvu, Bonn og París, auk þess sem hann hefur verið fulltrúí íslands hjá NATO, OECD, UNESCO og gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu. Fundurinn verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 12,10. Rithöfundasambðnd islands 10 ára Rætt við Stefán Júlíusson formann Rithöfundasamband íslands minnist í dag 10 ára afmæiis síns, og hefur stjórn sambands ins boð innj í tilefni dagsins í Þjóðleikhúskjallaranum. Al- þýðublaðið náði snöggvast tali af formanni sambandsins, Stef áni Júlíussyni í gær, og spurði fregna af starfi þess á þessum tímamótum. — Afmælisdagurinn sjálfur er iiðinn fyrir nokkru, sagði Stefán Júlíusson, Rithöfunda- sambandið var stofnað 22. október 1957 að undangenginni tilraun til að sameina bæði rit höfundafélögin að nýju. Sú til- raun fór út um þúfur, og vel má vera að í upphafi hafi gætt nokkurrar tortryggni gegn sam bandsstofnuninni, er fyrst og fremst ætlað að vera tengiliður beggja gömlu félaganna. Sú tor tryggni hefur áreiðanlega horf- ið með árunum, samstarfið hef- ur gengið ágætlega í rithöfunda sambandinu, og bæði félögin hafa starfað með góðu lífi á þess um árum ásamt því. Samband- inu er stjórnað á þann hátt að stofnfélögin, Rithöfundafélag Stefán Jálíusson. íslands og Félag ísl. rithöf- unda fara með meirihluta í sam bandsstjórninni og tilnefnir for mann sitt árið hvort, og hefur þetta gefizt vel, svo vel að í fyrra var samþykkt að kjósa stjórnina liér eftir til tveggja ára í senn í stað eins áður. — Fyrsti formaður- Rithöfunda- sambandsins var Gils Guð- mundsson, frá Rithöfundafél- agi íslands, en stjórn sem kjör in var í fyrra skipa Stefán Júl- íusson, frá Félagi ísl. rithöf- unda, formaður, Björn Th. Björnsson, varaformaður, Þor- steinn Valdimarsson, ritari, Ing ólfur Kristjánsson, gjaldkeri. Indriði Indriðason meðstjórn- andi, en varamenn eru þeir Jón Björnsson og Kristinn Reyr. — Eitt helzta verkefni sam- bandsins þessi 10 ár hefur ver ið samnigsgerð við ríkisútvarp ið fyrir hönd rithöfunda, bæði um höfundarlaun og almennt um kynningu islenzkra bók- mennta í útvarpi. Þetta er vita- skuld eitt af föstum verkefn- um þess. Um samninga við bóka útgefendur hefur sambandið gert leiðbeiningar handa fél- agsmönnum, en ennþá höfum við ekki treyst til að koma á einhvers konar lágmarkssamn- ingi höfunda og útgefenda eins og víða tíðkast annarsstaðar. Sambandið er aðili að norræna rithöfundaráðinu, og sækja jafn an tveir fulltrúar okkar fundi þess. Fundur ráðsins hér á landi 1961 var í rauninni eins konar prófsteinn á sambandið, en næst verður ráðsfundur hér eftir tvö ár. Félagið hefur sam eiginlega skrifstofu ásamt Blaða mannafélagi íslands að Vestur götu 25, og er Kristinn Reyr starfsmaður þcss þar, en áður fengum við inni hjá Kristni Ó. Guðmundssyni lögfræðingi sem var lögfræðilegur ráðunautur þess unz hann gerðist bæjar- stjóri í Hafnarfirði. — Rithöfundasambandið hef ur stöðugt reynt að hafa áhrif á hvers konar löggjöf um mál- efnt listamanna, sagði Stefán Júlíusson ennfremur, að sjálf sögðu í samstarfi við önnur lista mannasamtök, en sambandið er aðili að Bandalagi íslenzkra listamanna. Mesti sigur okkar vannst með setningu laganna um greiðslu til rithöfunda fyrii' bækur þeirra á almennum bóka söfnum, sem samþykkt voru í fyrra eftir fimm ára baráttu sambandsins. Samkvæmt þeim er stofnaður Rithöfundasjóður fslands sem í ár hefur minnsta kosti hálfa millj. króna í tekj- ur. Ég tel þessa greiðslu tví- mælalaust réttlætismál ís- lenzkra rithöfunda. Og aðal- Framhald á 15. síðu. 24. nóvember 1967 • ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.