Alþýðublaðið - 24.11.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 24.11.1967, Side 4
Bltstjórl: Benedikt Grðndal. Simar 14900—14903. — Auglýslngastml: 14906. — ABsetur: AlþýQuhúslð vi0 Hverfisgötu, RvDc, — Prentsmlðja Alþýðublaðsins. Slml 14905. — Askrlftargjald kr. 105.00. — t 1«ng» ■ölu kr. 7.00 elntakiO. — Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn. 200.000 ALLAR LÍKUR benda til, að íslendingar séu orðn ir 200.000 talsins. Ekki er hægt að fylgjast nákvæm- lega með íbúatölu landsins frá degi til dags, og verð ur því að áætla eftir manntali, hvenær þjóðin muni ná þessu marki. Enda þótt ísland sé sagt vera á yztu mörkum hins byggilega heims, er landið lífvænlegt og mun reyn- ast íbúum sínum því betur, sem þeir beita meiri tækni og þekkingu við nýtingu á auðlindum þess. Þess vegna eru Islendingar einir þeirra fáu þjóða, sem get sagt, að þeim muni vegna því betur sem þeim fjölgar meir, því hér gætu nokkrar milljónir manna lifað góðu lífi. Þrátt fyrir slíka framtíðarsýn verða landsmenn að Iíta raunsæjum augum á samtíð sína. Fjölgun þjóðar- innar um 3-4.000 manns á ári gerir miklar kröfur, fyrst til skólakerfis síðan til atvinnulífs og almennrar þjónustu. Sjávarútvegur og landbúnaður eiga fyrir sér mikla framtíð, en svo getur farið vegna aukinnar tækni, að ekki verði þörf fyrir mikla fjölgun starfs- fólks í þessum greinum. Þess vegna verður að byggja upp nýjar atvinnugreinar, iðnvæða þjóðina og efla þjónustu, svo sem samgöngur og ferðamennsku. Þetta verður að gerast svo hratt, að næg atvinna verði jafnan fyrir hina nýju árganga við hagnýt störf, sem styrkja efnahag heildarinnar. Er þetta mik ið verkefni, sem ekki þolir úrtölu eða afturhald heilla stjórnmálaflokka, svo sem vart varð í sambandi við kísilgúr- og álverksmiðjurnar. Þær leiðir, sem þjóðin þarf að fara, bæði í hinum gömlu og traustu atvinnuvegum og nýjum, mun krefjast vaxandi sérmenntunar alls vinnandi fólks. Þess vegna er brýn nauðsyn stóraukinna átaka á sviði menntamála, ef vel á að fara. íslendingar hafa aldrei skorazt undan fórnum til að mennta börn sín og munu ekki gera í framtíðinni. Þótt íslendingar verði 200.000, og okkur finnist sjálfum það vera nokkur tímamót, breytist ekki sú staðreynd, að við erum í tölu dvergríkja. Rétt er að hafa þetta í huga, þótt ekki sé ástæða til minnimáttar kenndar. Við höfum þegar unnið oklcur virðingu ann arra, sem er meiri en stærðin gefur til kynna. Með því að beita viti, ábyrgð og sönnum samhug við lausn á vandamálum þjóðarinnar mun okkur ávallt geta vegnað vel í landi okkar. WILSON UNDANFARIN ÁR hefur Tíminn oft haldið því fram, að eiginlega séu framsóknarmenn skyldastir jafnaðarmönnum nágrannalandanna af íslenzku flokk unum. Á þann hátt hefur verið talað um menn eins ■og Wilson og fleiri sem eins konar framsóknarmenn. Nú er annar tónn í Tímanum. Nú er ekki gefið í skyn, að Wilson sé framsóknarmaður. Nú kalla þeir hann „íhaldssaman hagfræðing“! 4 24. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ •V*':r>x j ) SNYRTING | FYRIR HELGINA ANDLITSBÖÐ KVÖLD- SNYRTING DIATERMI HAND- SNYRTING BÓLU- AÐGERÐIR STELLA ÞORKELSSON snyrtisérfræðiugur. Hlégerði 14, Kópavogi. Sími 40613. Skólavörðustíg 21a. — Sími 17762. IIÁRGREIÐSLUSTOFA. ÓLAFAR BJÖRNSDÓTTUR. Hátúni 6. — Sími 15493. MZfcraTET REYKiAVÍK, á marga ágæta mt og skemmtistaði. Bjóðið unnustunni, ciginkonunni eða gestum á einhvern eftirtalinna staða, eftir þvi ftvort þár viijið borða, dansa - eða hvort tveggja. NAUST við Vesturgðtu. Bar, mat- salur og músik. Sérstætt umhverfi, sérstakur matur. Sími 17759. ÞJÖÐLEIKHÚSKJALLARINN við Hveri IsgStu. Veizlu og fundarsalir - Sestamóttaka ~ Sími 1-96-36. KLÚBBURINN við Lækjarteig. Wlat- ur og dans. ftalski salurinn, veiði kofinn og fjórir aðrii skemmtisalir. Sími 35355. HÁBÆR. Kfnversk restauration. Skólavörðustfg 45. Leifsbar. Gpið frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 a. h. tií 11.30. Borðpantanir f víma 213G0. Opið aiia daga. INGÖLFS CAFE við Hverfisgðtu. - Sðmlu og nýju dansarnir. Simi 12826. HÖTEL BORG við Austurvðll. Rest uration, bar og dans í Gyiita saín- um. Sfmi 11440. HÓTEL L0FTLEIÐIR: BLÚMASALUR, opinn alla daga vik- unnar. VÍKINGASALUR, alia daga nema miðvikudaga, matur, dans og skemmtikraftar eins og auglýst «r hverju sinni. Borðpantanir I síma 22-3-21. CAFETERIA, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opinn aila daga. HÓTEL SAGA. Griliið opið alla daga. Mímis- og Astra bar opið alla daga nema miðvikudaga. Sfmi 20600. ÞÓRSCAFÉ. Opið á hverju kvðldL SÍMI 23333. * MISMUNANDI VERÐLAG i Verölagið í bænum er ákaflcga mismunandi. Um það væri hægt að nefna mörg dæmi. T.d. hafa ýmsir komið að máli við okkur og skýrt okkur frá mismunandi verði á dönsku eplunum, sem víða fást hér í verzlunum. M.a. var okkur bent á tvær verzlanir við sömu götu, í annarri kostaði epla- kílóið kr. 24.50, í hinni kr. 28.00 sama magn. Svipað mun gilda um ýmsa aðra vöru. Kaupmenn hafa slundum haldið því fram, að mismunandi vöruverð stafaði fyrst og fremst af því, að verzlanirnar leggðu í mismunandi mik- inn kostnað, hvað húsnæði, umbúðir og aðra þjón- ustu snerti, í því lægi munurinn, en ekki virtist þvi Iiér til að dreifa. Gæði búðanna og afgreiðsiu- máti var með svipuðum hætti og ekki hægt að gera þar upp á milli á neinn hátt. í sjálfu sér er kannski ekkert við þetta að athuga frá viðskiptalegu sjónar- miði. Álagningin er óbundin og að öllu farið að logum. Hins vegar skiptir þetta kaupandann auð- vitað miklu máli, ekki sízt þá sem hafa lítið fé handa á milli. Það er þess vegna ástæða til að benda fólki á að fylgjast með verðlaginu eftir því sem aðstæður leyfa. Með því móti er áreiðanlega hægt að spara margan skildinginn. ★ EKKI GÓÐGERÐARSTARF- SEMI Ef til vill hugsar einhver sem svo að nú séu sízt af öllu tímar til að eltast við svona smá* muni, þegar gengisbreyting sé í þann veginn að skella yfir og miklar verðhækkanir framundan. Þetta er þó fijótfærnisleg ályktun. Aldrei er meirl þörf á að athuga sinn gang í þessum efnum en ein mitt á slíkum tímum. Ekkert er líklegra en tölu- verðs ósamræmis gæti í verðlagningu á næstu vik um og mánuðum eftir gengislækkunina. Álagningin er frjáls á mörgum vörum og gera má ráð fyrir, að kaupmenn notfæri sér það á mismunandi hátt. Hins vegar eiga viðskiptamennirnir erfiðara með að átta sig á hlutunum fyrst í stað eftir verðlags- breytinguna, meðan allt er á ringulreið í viðskipta- iífinu. Ég held þess vegna, að hver og einn ætti að athuga sinn gang, þegar liann fer út að verzla og hyggja vel að, hvar hann fær mest fyrir krónuna og gerir hagstæðust kaupin. Það er nú einu sinni svo, að verzlun er viðskipti tveggja aðila, þar sem hvou reynir að sjá sem bezt borgið sínum hagsmunum, en ekkj nein góðgerðarstarfsemi í venjulegri merk- ingu þess orðs. Þetta er ekki sagt neinum til hnjóðsí heldur aöeins bent á eðli og slaðreyndir viðskipt anna. i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.