Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 1
MiSvikudagur 29. nóvember 1967 — 48. árg. 276. tbl. — Verð 7 kr FRAMSÓKNARFLOKKURINN er alls ekki á móti gengislækkun, þótt hann flytji vantraust á ríkis- stjórnina hennar vegna, sagði Gylfi Þ. Gíslason í út- varpsumræðum frá Alþingi í gærkvöldi. Gylfi sagði ennfremur: „Vita í raun og veru ekki alíir, sem þekkja dálítið til Framsóknarflokksins, að það hefði verið lítill vandi að fá hann til að samþykkja geng- islækkunina? Líklega hefði ernn ráðherrastóli dugað. Enginn vafi er á, að tveir hefðu verið fullnægjándi.“ Gylfi réðist í ræðu sinni harð lega á ábyrgðarlausa stefnu fram sóknarmanna og kommúnistaleið toganna í Alþýðubandalaginu, en aðaltilgangur þeirra hafi ver ið að nota erfiðleika þjóðarinn ar og verkalýðshreyfinguna til að koma sjálfum sér í ríkisstjórn — ná því marki, sem þeim ekki tókst að ná í kosningunum síð- astliðið vor. Merki /ærð ALLFLEST umferðarmerki á þjóðvegum landsins hafa nú verið færð yíir á hægri veg- arhelming og er því ástæða til að vara ökumenn við og brýna fyrir þeim að láta þetta f ekki rugla sig. — En þessar . framkvæmdir eru liður í und- irbúningnum að H-umferð- inni, sem verður tekin upp i ('26. maí næsta vor. Vegamála-1 (Stjóri skýrði frá þessum' (i merkjaflutningi á blaðamanna( fundi í gær, og verður nánar ], sagt frá honum hér í blaðinu ( á morgun. Það þýðir ekki fyrir leiðtoga Framsóknarflokksins og kommun istaforingjana í Alþýðubandalag- inu að bera á móti því, að þetta hafi verið ætlunin. Það var i margar vikur altalað meðal þing manna i stjómarandstöðuflokkun um, að erfiðleikamir framundan væru svo miklir, að ríkisstjórnin kæmist ekki hjá því að leita sam vinnu við stjómarandstöðuna um lausn þeirra. Og jafnframt þótt- ust þá ýmsir vita, að Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson myndu engan kost gefa á sam- starfi um lausn vandans, nema fyrsta sporið yrði myndun fjög- urra floitka ríkisstjórnar. Það átti með öðrum orðum fyrst að semja um ráðherrastólana, áður en nokkuð yrði rætt um úrræðin. Þá fyrst ætluðu þessir lierra- menn að segja, hvað þeir vildu gera til að leysa vandamálin, þeg ar þeir væru orðnir ráðherrar. Og leiðin til þess að komast í þessa aðstöðu átti að vera sú að magna verkföll og ringulreið. Gylfi taldi, að hér væri um alvai'lega hluti að ræða. Stjórn- málamenn reyndu að koma sér undan lýðræðislegum dómi kjós- enda í kosningum með bolabrögð Gylfi Þ. Gislason um og rangindum og ná þannig þeim árangri, sem þeir ekki náðu í kosningunum. Ég er þeirrar skoðunar, hélt Gylfi áfram, að þáð hefði fylli- Framhald á 10. síðu. BSRB fékk fulltrúa EFRI DEILD gerði þá breyt- i1 i ingu á frumvarpinu um verð-(1 lagsmál, að fulltrúum Alþýðu- [ sambands íslands í verðlags-, i nefnd var fækkað úr fjórumi1 ií þrjá, en bætt við fulltrúa1] 1 Bandalags starfsmanna ríkis (i og bæja. Neðri deild féllst ái1 I þessa breytingu og afgreiddi( 1 frumvarpið sem lög Síðdegis í ] i ! gær. <» é FRAMBJOÐENDUR stjórnmálaflokkanna drógru enga dul á það fyr- ir. kosningar síðastliðið vor, hver vandi væri fyrir hendi í efnaliags málum, sagði Bragi Sigurjónsson í útvarpsumræðunum frá Alþingi í gærkvöldi. Alþýð'uflokkurinn sagði kjósendum sínum tæpitungu- Iaust fyrir kosningar, að vaxandi niðurgreiffslur væru neyffarráð- stafanir scm aðeins væru skynsamlegar, meðan ríkissjóður gæti innt þær af hendi án nýrra skatta og beffið væri átekta um, hvort útflutningsafurðir hækkuðu aftur í verffi. Bragi nefndi fleiri dæmi, sem hann taldi sanna, svo að ekki færi milli mála, að almenningur hafi verið með á nótunum um. hvað væri að gerast í efnahags lífi okkar, hvað sem tali stjórn arandstæðinga líður um kosninga víxil niðurgreiðslna og blekkinga. Þá benti Bragi á, að með blekk ingabrigzli sínu sé stjórnarand- staðan að löðrunga alþýðu manna og gefa i skyn, að hún sé svo fákæn og dómgreindarlaus, að hún láti telja sér trú um hluti, sem stangast á við augljósar staðreyndir. Framhald af 10. síffu. Bragí Sigurjónsson Stjórnarandstaöan vildi semja um ráð- herrastóla, en ekki lausn vandamál* anna. ALMENNINGUR VAR MED A NÓTUNUM UM EFNAHAGINN f -sagði Bragi Sigurjónsson í útvarpsumræöum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.