Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 16
1 Gengisfall orðanna V ÞEGAR þetta er skrifað er enn <ekki vitað hver sexmenninganna, sém vildu verða prestar í Hall- grímssókn, hefur komizt að eða hvoft yfirleitt nokkur þeirra hafi féngið tilskilið atkvæðamagn. En 5)að má auðvitað einu gilda, turn itin á kirkjunni heldur áfram að hækka fyrir því. Og það breytir heldur'engu þótt menn tali sig ihása kvöld eftir kvöld niðri á Alþingi; krónan heldur áfram að Sækka fyrir því. Svona er það í þessum heimi. Það hækkar sem sízt skyldi, eins •og Hallgrímskirkjuturninn, en •annað lækkar, sem betra væri að öruggt í þessum heimi, en eitt af því sem öruggast er af öllu er að enginn stjórnarþingmaður lætur orðkyngi stjórnarandstæð- inga snúa sér frá stuðningi við stjórnina og enginn stjórnarand stæðingur lætur svo heillast af tungutaki ráðherranna að hann greiði stjórninni atkvæði sitt. — Umræðurnar eru þess vegna ó- þiarfar að því leyti, dð þær breyta engu um úrslitin og hljóta því að hafa einhvern ann- an tilgang en þann að þingmenn- irnir séu að reyna að sannfæra hver annan. Ekki er heldur trúlegt að þær séu til þess að skýra málin. Sé tilgangurinn sá, þá tekst að minnsta kösti hörmulega að fram kvæma þá ætlan. Yfirleitt eru menn aldrei ruglaðri en eftir stjórnmálaumræður í útvarpi. — Þarna ’kemur hver ræðuskörung- urinn á fætur öðrum og talar á svo sannfærandi hátt, að eng- in leið er annað en trúa hverju orði sem hann segir. En þá kemur sá næsti og sýnir fram á það með jafnaugljósum rökum og ekki síðri málsnilld að allt hafi verið reginvitleysa, sem sá fyrri hafði fram a'ð færa. Nei, umræður af þessu tagi eru miklu fremur til að flækja en skýra. En hver er jþá meiningin? Hún hlýtur að vera sú, að mönnunum þyki gaman að tala. En hvers vegna þeir geta þá ekki látið sér nægja að tala yfir hausamót- unum hver á öðrum innan fjög- urra veggja, heldur þurfa að vera að útvarpa orðræðunum yfir allan landslýð, það er satt að segja ofvaxið skilningi Baksíðunn ar. Nema ef vera kynni að það stafi af því að þá langi til þess annað veifið að fá áheyrendur sem hlusta á það sem hlusta á það sem sagt er. flækkaði ekki, eins og kom fyrir krónuna okkar á dögunum. Að því var vikið hér á Sfðunni í gær, að fleiri verðmæti hafi orðið fyrir gengisfalli en krónan. Þegar gengi krónunnar fellur !>arf fleiri ki-ónur en áður til að horga sama verðmæti, en nú er eins og líka þurfi fleiri orð en óður til þess að komast að sama marki. Þegar vantraust hefur *Ungað til verið borið fram á sitjandi ríkisstjórn, 'hefur nægt «ð tala um það eitt kvöld og fella það síðan, en nú þarf allt í einu tvö kvöld. áður en vantraustið verður fellt. Það bendir til þess að ræður þingmanna hafi fallið í verði, nái gengislækkunin þá okki til orða yfirleitt. Það er ýmislegt sem styður fiessa siðari skoðun, að gengis- lækkun hins talaða orðs sé ekki einskorðuð við þingræður. Þróun in hefur verið sú um langan ald- ur, að sífellt þarf sterkari og sterkari orð til að ná sömu áhrif- um. Orð sem í eina tíð voru kraftmikil eru nú einskis virði, olveg eins og krónan, sem einu eirin var mikill peningur. Það í>árf ekki að nefna dæmi um |>etta, þau eru alkunn; meira að eegja orð eins og strákur og stelpa voru eitt sinn skammar- yrði, nú eru þetta gæluorð. En annars ætti gengislækkun á þingræðum ekki að þurfa að Þafa nein áhrif á lengd van- traustsumræðnanna, ef betur er að gáð. Úrslitin eru nefnilega fyr irfram vituð, og það getur engu breytt um þau, hvort talað er íengur eða skemur. Það er fátt — Hvernig kemst akkerið gegnum þetta litla gat? ER MAO AÐ FALU KOM- INN? Fyrirsögm í Mogga. Já, það gerist margt skrýti^S austur í Kína. En hvernig ætli afltvæmið verði? Það er ekkert fútt í þessu hjá stjórnmálamönnunum. — Þeir ættu heldur að rífast á Þing- völlum, eins og þeir gerðu í gamla daga. Er það ekki rétt lijá mér að yfirvaldið í Frakklandi heiti dieu Gaulie?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.