Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 4
mmm Rltstjórl: Benedlfct Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml: 149Q6. — ABsetur: AlþýÐuhúsið vlð Hverfisgötu, Rvlk. — Prentsmiðja Alþýðublaðslns. Siml 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — 1 laue> Bölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. VERÐLAGSEFTIRLIT EITT ÞEIRRA FRUMVARPA, sem ríkisstjórn- in hefur lagt fyrir Alþingi’ í sambandi við gengisbreyt inguna’, fjallar um breytta skipan á verðlagsnefnd. Er þar gert ráð fyrir, að næsta ár skipi nefndina þrír fulltrúar frá Alþýðusambandi íslands, einn frá Banda lagi starfsmanna ríkis og bæj'a, tveir frá Vinnuveit- endasambandi Islands, einn frá Verzlunarráði Is- landá og lóks einn frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Máli þessu hefur verið hraðað gegnum þing- ið, þár sem ætlunin er að þessi nýskipaða verðlags- nefnd t'aki mikilvægar ákvarðanir' um verðlagningu á margvíslegum nauðsynjavörum. Þarf að taka þær á kvarðanir næstu daga. Þesisi breyting á skipan Verðlagsnefndar er til kom in vegna óska frá Alþýðusambandi Islands. Er hug- m'yndin sú, að verkalýðshreyfingin fái sem bezt tæki- færi til að hafa áhrif á verðlagsmálin og gæta hags- muna neytenda, þegar áhrif frá gengisbreytingunni koma fram í verðbreytingum. Verðlagsmálin eru einn þýðingarmesti þáttur íslenzkra efnahagsvandamála. Þau hafa mikil áhrif á kaupmátt launa og þar með afkomu almennings. Bæði samvinnufélög og kaupmenn hafa um langt árabil haldið fram, að álagning á ýmsum nauðsynjavörum væri hér of lág, en reynt hefur verið að halda henni sem rnest niðri. Á hinn bóginn er haldið fram, að álagning á vöru, sem hefur verið losuð undan verð- lagsákvæðum, hefði við það hækkað óeðlilega. Vegna gengisbreytingarinnar hafa allar vörur verið teknar undir verðlagseftirlit. Ber að vona, að hin nýja skipan verðlagsnefndar leiði til nýrrar ár- vekni. svo að almenningur megi treysta því, að menn séu á verði á þessu sviði og verðhækkanir ekki meiri en framast er nauðsjynlegt. Verðlagseftirlit hefur lengi verið umdeilt hér á laudi. t raun réttri hafa tveir stærstu flokkar lands- ins, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, verið á móti því. Verkalýðsílokkarnir hafa þó komið til leið- ar, að eftirlitið var ekki afnumið, þótt margir vöru- fiokkar hafi verið gefnir frjálsir. Nú eru væntanlega allir s^mmála um, að vegna gengislækkunar iverði að aö hafa sterkt verðlagseftirlit með öllum vöruflokk- ,xlm. Áskriftarsimi | Alþýðublaðsins | ....MMMMMMMMMMMMMMI.I„„M,MIM„,M.„M„,l„„„,|„l.MMMMMMMMMMMMMMM.. 'ú 4 29. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ :::: Mí:.S : ,w-ssj - i í ll§|||| . iáiiíeiá:; ■ 3 1811 ; A Váv/. ■ . m m ..■■ MMNMi ÞESSI mynd cr tekin í nýrri rannsóknastofu í Bandaríkj- unum. Og eins og allir sjá er vísindamaðurinn sem á mynd inni sést með hjálm eins og hann sé aö vinna í lierbergi fullu af gasi. Samt cr ekkert gas í herberginu. Hann notar bara súr efnisgrímu af því að rannsóknastofan er súrefnislaus með öllu, loftið gersneytt súrefni. Slíkar rannsóknir hafa þann kost að það er unnt að rannsaka nákvæmlega ýmiss konar Iíffræðilegan vöxt sem getur átt sér stað við lítið eða ekkert súrefni i loftinu. Og geta má þess að til er sú kenning að munurinn á krabbamcinsfrumu og venjulegri frumu standi fyrst og fremst , sambandi við súrefnisskilyrðin. Þetta er nýjasti skýjakjúfur sem er að rísa í Chicago. Það verður stærsti skýjakljúfur borgarinnar yfir 300 m. á hæð, og er í rauninni borg inni í borginni. Þar verða skrifstof ur sem 1600 manns Vinna og íbúðir fyrir 6000 manns, þar verða bílastæði, og auðvitað flest annað sem í borg er tal ið nauðsynlegt. BÚIÐ er að finna upp nýja tegund af búningi, sem náta má niöri í djúpu vatni. Hann er úr stáli að mestu leyti en veiiir samt mögulcika á hreyfingu og starfi. Meiningin -með þessum búningi, sem enn er á tilraunastigi þar eð notagildi lians hef ur ekki verið fullkannað, gera mönnum kleift að starfa eðli. Iega niðri í sjónum. og á stórum svæðum á hafsbotni. And- rúmsloftkeríi er byggt inn í búninginn og berst að vitum kaf arans blanda af köfnunarefni og súrefni mjög lík því sem eðlilegt andrúmsloft er. Þetta eru nýjar gerðir af fallhlífum, undarlegar í lag- inu, sem farið er að frain- leiða í Bandarikjunum. Er vonazt til að þær muni gefast vel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.