Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 11
fcsRitsfióri Qrn Eidsson (JXþXRS6Kt wiws’s R. meistari vann Víking 15:11 FRAM sigraði Reykjaví'kurmótið í þriðja sinn í rö’ð og hlaut þar með til eignar hinn forkunnar- fagra bikar, sem Tryggingamið- stöðin gaf á sínum tíma. Fram er vel að sigrinum komið og er áreiðanlega bezta handknattleiks liðið í mfl. karla í Reykjavík. — GÞeir léku mótið án þess að tapa stigi, en segja má me;ð sanni að heppnin hafi verið þeim hliðholl er þeir léku gegn KR á sunnudag- inn var. Valur varð númer tvö í mót- inu og sýndi framfarir svo að segja með hverjum leik, og verð ur gaman að vita hvort það end- ist eitthvað í íslandsmótinu. Mest á óvart kom frammistaða Ármanns, sem lenti í þriðja sæti mótsins, en margir höfðu álitið að þegar Armann féll í II. deild í fyrra, þá væri öllu lokið hjá þeim, en raunin er önnur. Þeir ha'fa fengið nýja og efnilega menn, sem eiga áreiðanlega eftir að láta frá sér heyra. ★ Fram - Víkingur 15:11. Framanaf var leikurinn mjög jafn og fóru bæði liðin að með varkárni enda alfmikið í húfi. Á 12. mín. var staðan jöfn 3:3, en smám saman síga Framarar á og fjórum mínútum síðar er staðan orðin 6:3 og hélzt sá munur til hálfleiksloka. Mörg falleg mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, en Framhald á 10. síðu. Valur Reykjavíkur meistari kvenna FRAMARAR SIGURSÆLIR í YNGRI FLOKKUM VALSSTULKUR urðu Reykjavík- urmeistarar í handknattleik 1967. Úrslitaleikur Vals og Ármanns fór fram á sunnudag og lauk með sigri Vals, 7 mörkum gegn 6, en x hléi var staðan 4:4. Lið Ár- manns er í mikilli framför, en liðinu bættist góður liðsauki, þar sem er Valgerður Guðmundsdótt- ir, sem áður lék með FH. Lolústaðan í meistaraflokki kvenna: Valur 4 4 0 0 29:13 8 Ármann 4 3 0 1 29:16 6 Víkingur 4 1 0 3 16:19 2 Fram 4 10 3 11:21 2 KR 4 1 0 3 15:26 2 í öðrum flokkum urðu úrslit þessi: 1. fl. kvenna: Fram. 2. fl. kvenna: Víkingur. 1. fl, karla: Frarn. 2. fl karla: Valur 3. fl. karla: Fram. íslandsmófið 7. des. íslandsmótið í handknattleik hefst í íþróttahöllinni í I.augardal 7. desember nk. í I. deild leika að þessu sinni, Fram, FH, Haukar, Valur, Víkingur og KR. Á myndinni sést Geir Hallsteinsson, FH, einn bezti handknattleiksmaður landsins. KFR sigraði ÍS með 87:65 í gær léku Fram og Víkingar síðasta leik Reykf xvíkurmótsins í handknattleik. Frá úrslitum leilt^ ins segir hér á síðunni. Á þessari mynd skorar Gunnlaugur Hjálmarsson fyrir Fram. F J Ó R I R leikir voru háðir í Reykjavíkurmótinu í körfukjnatt- leik um helgina. Á laugardag sigraði KFR KR í 3. flokki í jöfnum og skemmtileg- um leik, 21 stig gegn 20. — Þá vann ÍR KR í 1. flokki karla, einn ig í jöfnum leik, skoraði 56 stig gegn 53. Á mánudagskvöid voru háðir tveir leikir, Ármann vann ÍR í 2. flokki með 28 stigum gegn 12 og er það óvenjuleg stigatala í 2. floldks leik. Loks fór fram leik- ur í meistaraflokki. KFR sigr'lli íþróttafélag stúdenta með nokkr- um yfirburðum og í allgóðum leik með 87 stigum gegn 65. Á morgun kl. 8.15 lieldur Reykjavíkurmótið áfram og verða þá leiknir tveir leikir í meistara- I flokki karla. Fyrst leika KFR og KR og síðan ÍR og Ármann. Bú- ast má við, að leikirnir verði anjög skemmtilegir, ekkíi sízt leikur IR og Ármanns, en lið Ármenninga er í mikilli framför. Búlgaría sigraði BÚLGARÍA sigraði Portúgal me® 1 marki gegn engu í 8. riðli Evr- ópukeppninnar í knattspyrnu og hafa þar með tryggt sér rétt til að leika í átta liða úrslitum, þú að einum leik sé ólokið milli Búlg ara og Portúgala. Búlgaría hefur hlotið 9 stig, Portúgal 5, Sviþjóð 5 og Noregur 3. 29. nóvember 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.