Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.11.1967, Blaðsíða 14
ÁLYKTANIR UM UMFERÐARMÁL Umferðarfræðsla í skólum. Fyrsti fulltrúafundur klúbb- anna ÖRUGGUR AKSTUR hald inn í Reykjavík dagana 21. og 22. nóv. 1967 álítur skaðlegt að reglugerð um umferðarfræðslu í skólum frá 8. apríl,?1960 sbr. 83. gr. umferðarlaganna frá 2. maí 1958, skuli ekki vera kom- in til framkvæmda nema að mjög litlu leyti. Harmar fundurinn sérstahflega að ákvæði 9. gr. reglugerðarinn- ar, um menntun kennara, skuli ekki vera framfylgt nema að mjög óverulegu leyti, enda er (það undirstaða góðrar umferð- armenningar, að skólabörn öðl- ist fræðslu í umferðarmálum. V II. H-umferff. Fyrsti fulltrúafundur klúbb- <í anna Öruggur akstur, haldinn að Hótel Sögu dagana 21. og 22. nóv. 1967, telur lögin um hægri umferð eðlileg til samræmingar umferð í flestum nágrannalönd- um okkar og alþjóðaumferðar- reglum á sjó og í lofti. Fulltrúafundurinn skorar ein- dregið á alla félagsmenn klúbb- anna Öruggur akstur og lands- menn í 'heild, bæði sem einstak- linga og félaga, að stuðla á all- an tiltækan hátt að sem farsæl- astri framkvæmd H-umferðar- laganna, og ekki sízt með því að skapa se-m mestan einhug meðal landsmanna um þetta þýðingar- mikla mál. III. Gaseitrun vcgrna bifreiffa. Fulltrúafundur klúbbanna Ör uggur akstur, haldinn í Reykja vík dagana 21. og 22. nóv. 1967, ítrekar mjög alvarlega samþykkt þá. er gerð var einróma á fyrsta aðalfundi landssamtakanna Var- úð á vegum í Domus Medica 29. apríl s. 1., varðandi hættu á gas eitrun í og út frá bifreiðum og ráðstafanir gegn henni. Væntir fulltrúafundurinn þess, að stjórn VÁV leggi á- herzlu á skjótar aðgerðir í máli þessu og kynni fyrir almenn- ingi. IV. Varú.ð á vegum. Fulltrúafundur hjá klúbbun- um Öruggur akstur, haldinn að Hótel Sögu 21. og 22. nóv. 1967, Framhald á 15. síffu. Deilur urðu nýlega á þinginu í Bonn í V-Þýzka’andi um þaff hvort V-Þjóffverjar ættu aff leggja fram meira fé til styrktar þróunarlöndunum. Þr itt fyrir erfiðleika í f jármálum, sem Sambands- þingið var sammála um, verður fé veitt til rikja ína sem áður. Á myndinni er Hans-Jurger Wisch- newski ráðherra staddur í þjálfunarstöð og skóla, sem Þjóðverjar hafa stofnsett í Bangkok í Tliai. Iandi. Mikill undirbúnimgur undir vetrar- ólympíuleikana i frönsku Olpunum Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Grenoble í Frakklandi snemma á næsta ári, og mikill og víðtækur undirbúningur undir þá hefur farið fram nú um langt skeið. Auk þess sem gistihús hafa búið sig undir að taka á mótj gestum hefur verið reistur talsverður f jöldi smáhýsa, eins og þeirra sem sjást á neðri myndinni hér aff neð- an. Efri myndin er hins vegar af skíðakennslu, en enginn verður ólympíumeistari í íþróttinni án þess að byrja á upphafinu. Myndin til hliðar er aftur á móti af þýzka skíðamanninum Hans Vogler, en Þjóðverjar binda miklar vonir viff hann í keppninni. X4 29. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.