Alþýðublaðið - 30.11.1967, Síða 4
I
Eltsjtjórl: Benedlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml:
149Ó6. — ASsetur: AlþýOuhúsIB vlð Hverfisgötu, RvSc. — PrentsmiSja
AlþySublaSsins. Slml 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausa*
sölu kr. 7.00 elntakiO. — Útgefandl: AlþýOuflokkurlnn.
Kosningar og gengislækkun
i
FORYSTUMENN stjórnarandstöðunnar fluttu til-
lögu um vantraust á ríkisstjórnina og kröfðust þess,
að um hana yrðu útvarpsumræður tvö kvöld. Þeir
riðu ekki feitum hesti frá þeirri viðureign. Eftir um-
l’æðurnar er ríkisstjórnin sýnu fastari í sessi en áð-
ur og skilningur almennings á afstöðu hennar án efa
meiri.
Hér fara á eftir nokkur þeirra meginatriða, sem
fram komu í ræðum Alþýðuflokksmanna:
Bragi Sigurjónsson sýndi mjög greinilega fram á,
;að s|jórnarflokkarnir hefðu löngu íyrir kosningar
Ivarað þjóðina við þeim hættum og erfiðleikum, sem
lian’iindan væru í efnahagsmálum. Hann færði
j.sterk rök að því, að almenningur hefði verið með á
jnótunum um efnahagsmálin, og kenningar stjórnar
pndstöðunnar um blekkingar og kosningavíxla séu
jfjarstæða. Þetta var þó meginástæða Eysteins Jóns-
jsonar fyrir vantraustinu.
\ Gylfi Þ. Gíslason sýndi fram á, að framsóknar-
Imenn og kommúnistaforingjarnir í Alþýðubandalag-
iinu hafi ætlað sér að ganga framhjá úrslitum kosn-
inganna, en nota erfiðleika og verkföll til að komast
í ríkisstjórn: Þeir vildu mynda fjögurra flokka stjórn,
;þannig að samið væri um ráðherrasióla, en ekki um
jmálefni. Úiræði sín ætluðu þeir ekki að nefna, fvrr
jen þeir væru komnir í stjórn.
j
\ Gylfi sýndi ennfíemur fram á, að framsóknar-
menn hefðu alltaf vcrið fylgjandi gengislækkunum,
þegar þeir hefðu verið í stjórn. Gylfi sagði: „Vita í
raun og veru ekki allir, sem þekkja dálítið til Fram-
sóknarflokksins, að það hefði verið lítill vandi að fá
hann til að samþykkja gengislækkunina? Líklega
hefði einn ráðherrastóll dugað. Enginn vafi er á, að
tveir hefðu verið fullnægjandi.“
, Þetta er harður dómur um Framsóknarflokkinn,
en allir þeir, sem eitthvað þekkja til íslenzkra stjórn
Inála, viía að harm er réttur. Og Gylfi sagði ennfrem
ur, að stiórnarflokkarnir hefðu ekki séð ástæðu til
að greiða það verð fyrir stuðning Framsóknarflokks
, ins, sem hann setti upp.
í lok ræðu sinnar sagði Gylfi, að ríkisstjórnin
«íi ’fli leitast við að hafa sem nánast samband við
'stjórn Alþýðusambands íslands og annarra heildar-
sa-mtnka atvinnuveganna til þess að gera þær byrð
rar, sPm gengislækkúnin mun leggja á um si'nn, sem
.Iéttbærastar. Hann kvað stjórnina einnig fúsa til að
.ræða þers’- mál við' stjórnarandjstöðuflokkana, en
sTík samvinná megi ekki byggjast á hrossakaupum,
.heldur á sameiginlegum skilningi á vandamálununi
og vi' j: til að leysa þau.
4 30. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FdSraðir og ófóðraðir
VINNUKLOSSAR KARLMANNA
Hagstætt verð.
Skóhúð Austurbæjar
LAUGAVEGI 100.
Loðfóðraðir
KULDASKÓR KARLMANNA
háir og lágir —
Skóbúð Austurbæjar
LAUGAVEGI 100.
Ódýr skéfatna ður
fyrir kvenfólk — karlmenn og börn.
Skóbúð Austurbæjar Skódeildin, Kjörgarði
LAUGAVEGI 100.
LAUGAVEGI 59
f Austurstræti 18,
★ ENN UM VERÐLAGIÐ
Húsmóðir í Austurbænum kom að máii við
okkur út af verðinu á dönsku eplunum, sem minnzt
var á hérna á dögunum, og staðfesti það sem við
reyndar þóttumst vita, að það væri mjög mismun-
andi í bænum. En hún gat líka um fleiri vörur,
sem væru seldar á ólíku verði eftir vcrzlunum.
T.d. segir hún, að högginn sykur hcfði vérið aug-
lýstur í Kron í tíu kg. kössum á 5 krónur kílóið
og fengizt þar síðustu dagáiia fyrir gengisfelling-
una, en þá hefði liann kostað kr. 13,50 kílóið í
þeirri búð, sem hún skipti aðállega við. Ef til vill
hefur þetta ekki verið alveg samskonar sykúr.
en verðmunurinn er líka mikill. Þá er líka vitað,
að verð á eggjum er ákafléga mismunandi eða allt
frá kr. 75.00 og upp í kr. 100.00 hvert kg. og svona
mætti lengi telja.
★ SNJÓTITTLINGARNIR SPÁ
IÍÖRÐUM VETRÍ
Ég sá ékki betur en snjótittlingarnir væru
lcomnir hérna í garðinn íyrir utan gluggann hjá
mér i gær. Það er óvenjulegL að sjá þá svona
snemma á ferð í baínum ög einhvertímann hefði
líklega verið sagt, að þeir spáðu hörðum vetri. Ég
veit ekki, hvað veðurfræðingarnir okkar segja urn!
það. kannski eru þetta bara gamlar kellingabækur.
En hvað sem. því líður, þá ættum við að minnast
þessara smávöxnu kunningja okkar, þegar harðn-
ar á dalnum og erfitt fer að verða fyrir þá um fæðu'
öflun úti í náttúrunni. Þá leita þeir gjarna til húsa
og mannabústaða í von um eitthvað til að seðja
svangan maga. Það væri kannski ekki úr vegi að
bcnda á, að sólskríkjufóðrið svokallaða fæst í næstu
taúð. :i
Alltaf kemur mér Þorsteinn Erlingsson í hug
þegar minnzt er á sólskríkjuna og aðra smáfugla,
sem leita' heim til okkar á veturna, enda hafa dýr
og fuglar líklega átt fáa skeleggari og áhrifameiri
málsvara en hann og Jónas Hallgrímsson. A. m. k.
hafa ekki aðrir kveðið af meiri. skilningi og nær-
færni um þeirra hag en þessi tvö öndvegisskáld
þjóðarinnar. Ef til vill væri ekki úr vegi, að láta
eftirfarandi hendingar úr kvæðinu Vetur eftír Þoý
stein fylgja þessum línum, þær eiga ennþá erindi
til allra' góðra ísléndinga: Hann leitar því að líkn
í nauð/ að létta þráutum sínum,/ og þú átt, vin-
úr, ærinn auð/ í öllum jötum þínum,/ ef mylsnu-
sáld og salla þann/ þú seðja fuglinn lætur,/ þá
gleymir sínu hungri hann/ og hörmurig kaldra næt
ur. — Steinn. ,