Alþýðublaðið - 30.11.1967, Qupperneq 14
Óskar Jónsson
Framhald af 7. síðu.
hefði ekki verið sem skyldi.
Vógu þau 30-40 gr. þegar þau
voru látin í kerin hinn 20. maí
það ár og veidd í okt. sama ár
og var vigtin 250-550 gr. eða með
altal 400 grömm. Fengust þannig
lim 800 kgr. af regnbogasilungi,
sem gefið er upp að sé fob.verð
mæti um n. kr. 8/- pr. kg. Sumar
stöðvar, sem náðu góðum árangri
fengu jafnvel um og yfir 10/-
kr. n. Miðað við gamla gengið
eru þetta í fyrra tilfellinu ísl. kr.
48/-, en í því síðara 60/- pr. kg.
fob.
Fóðrun á fiskinum er sjálfvirk.
Er fóðrið látið í ílát, sem er tengt
við kerið og með rafmagnsútbún
aði er hægt að tempra matgjöf-
ina, bæði magn og hve oft er
gefið. En nú þykir örugglega
sannað að því oftar, sem fóðrun
fer fram, því örari verður vöxt
urinn, en hvorki ofgjöf eða van
fóðrun má eiga sér stað, því fisk
urinn má aldrei vera soltinn.
Fagmennirnir norsku segja að
aðeins megi nota þurrfóður, sem
■er vísindalega samsett og þar er
fiskimjöl 30-40%. Einnig má nota
affall frá sláturhúsum.
Nú eru Norðmenn að útfæra
þessa reynslu sína bæði við vest
urströndina og austur, og svo í
stórum stíl í vötnum og tjörn-
um og virðist nú að þetta sé að
verða arðbær atvinnuvegur. En
hins má geta að silungur rækt-
aður í sjó þykir meira sælgæti
en sá sem ræktaður er í vatni.
Vinnulaun við þessa ræktun
eru sáralítil, þar sem aðeins þarf
að bæta á „jötuna” á 7-10 daga
fresti, þannig að einn maður
gæti haft eftirlit með mörgum
flottjörnum, 'hvort sem þeim er
fyrirkomið í vötnum inni í landi
eða í víkum og vogum.
Mér er ekki kunnugt um að
nein veruleg tilraun liafi verið
gerð með þessa fiskirækt hér á
landi og ekki heyrt um hana eða
lesið um í blöðum. En þó mun
Skúli Pálsson að Laxalóni í Mos-
fellssveit hafa ræktað nokkuð af
regnbogasilungi og hefir gert í
nokkur á. Hefir hann fengið á-
gfCtt verð fyrir vöru sína erlend
is. Nú hefir hann mikinn áhuga
á að reyna aðferðir Norðmann-
anna, en til að gera það að nokk
ru ráði, þarf nokkurt fé. Mun
lliann þegar hafa lagt nokkiurt
fé í þessar framkvæmdir, en
nokkuð skortir á að nægi. Mun
hann hafa sótt um lán til Fiski
málasjóðs, en þeir lögvitru. sem
leitað var til um hvort lög um
þá stofnun leyfi lánveitingu til
vatnafiskframleiðslu og eðlilega
komust þeir að þeirri niðurstöðu
að slíkt leyfðu lögin ekki og fékk
liann því synjun. Þetta getur ekki
gengið það þarf að breyta lög-
unum um Fiskimálarjóð og leyfa
lánveitingar til stuðnings við
fiskirækt hvort sem er í söltum
sjó eða í ósöltu vatni. Nú mun
vera á ferðinni á Alþingi tillaga
um breytingu á lögum sjóðsins
og væri þá hægt að fella inn í
þau það atriði, sem hér hefir ver
ið drepið á.
Það er ekki vandalaust að þessi
atvinnugrein skuli ennþá lítinn
hljómgrunn hafa fengið hjá þjóð
inni, því þótt virðingarverðar til-
raunir hafi verið gerðar með
aukningar laxastofnins, þá verð-
ur að fara inn á víðara svið og að
stæðurnar hér eru ábyggilega
okkur hagstæðari en bæði hjá
Dönum og Norðmönnum. En mér
skilst að hagkvæmast væri að
tvískipta framleiðslunni þannig,
að klak- og uppeldisstöðvar önn
uðust klak hrogna og fóðrun seyð
anna þar til að þau eru tiltæk
að láta þau í flottjarnirnar, en
svo seldu þær stöðvar aftur þeim
sem ræktuðu fiskinn áfram í flot
tjörnum í vötnum, tjörnum eða
í söltum sjó. Þannig mætti fljót-
ar útbreiða þessa ræktun og hún
yrði hagkvæmari í allri fram-
kvæmd. Eru óteljandi staðir hér
á landi bæði í víkum og vogum
og nóg af vötnum og tjörnum
með tæru og heilnæmu vatni. Og
ekki má gleyma heitu uppsprett
unum, sem hér eru víða um land
sem gætu flýtt fyrir örari vexti
seyðanna við rétt hitastig. En allt
þetta þarf að gera vísindalega
nákvæmlega og kunnáttumenn
einir að fást við starfið, en þeim
myndi fjölga fljótt eftir því sem
reynslan kenndi mönnum.
Það skal svo að lokum fram-
tekið að hér er það leikmaður,
sem þetta ritar og þess vegna bið
ég lesendur að taka viljann fyrir
verkið, en eigi að síður er hér
að framan hreift mikilsverðum
málum, sem eigi má láta lijá líða
að kryfja til mergjar og ég trúi
því ekki að íslendingar þurfi að
vera síðri nágrönnum okkar Dön
um og Norðmönnum, sem við
fyrr og síðar höfum sótt nyt-
saman lærdóm til á ýmsum svið-
um og það getum við gert hér
einnig. (
Óskar Jónsson.
Thames-Trader'64
þriggja tonna með ábyggðrl
loftpressu ttt sölu.
Gaffallyftari Coventry Cly.
max, árgerð ’60. Lítið not-
aður.
Bíla- og
Búvélasalan
v. Miklatorg, sími 23136.
nú bera TVÆ
bragðljúfar sigarettur
nafnið CAMEL
ÞVÍ CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN
, | - ’J-MCt;
i
r-"
r,,-TKltS
l - ' W • '
í •
ARf”rTí:s
§
j sjó og landi, sumar otj veíur
Jlmandi Camel-ogalltgengurbetur
14 30. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID