Alþýðublaðið - 01.12.1967, Qupperneq 7
JÓIablað Alþýðublaðsins — 1967
7
HAHISKIPTI . . .
Framhald af 3. síða.
aði um gólfið eins og æstur
köttur. Nýr, athyglisverður eig-
inleiki: en hann var ekki til
þæginda fyrir mig við að klæða
mig. Loks komst. ég þó í fötin
og stóð uppgefinn með halann
í hægri buxnaskálm, þar sem
hann kipptist til öðru hvoru
svo buxurnar bunguðu út. Það
leit út eins og ég væri með
kanínu falda í buxunum. Ég var
án efa yfirmáta hlægilegur, en
ég hafði engan tíma til að hugsa
um slíkt. Ég dreif mig út til
starfa.
2.
i
Ég vann hjá Caeglevich um
þær mundir. Flestir vita hver
það er: eigandi fyrirtækisins
„Caeglevich & Co.” Þetta fyrir-
tæki framleiddi alls konar
snyrtivörur og eigandinn var
einn af auðugustu mönnum
landsins. Þar voru búin til púð-
ur og varalitir, hormónakrem
og ~ handáburður; ilmvötn og
sápa, sólarolía og hreinsunar-
krem. Það var löngu viður-
kennt, að aliir sem eitthvað
vildu láta að sér kveða, urðu
að líkjast Caeglevich-fyrirmynd-
inni. Auglýsingaslagorð fyrir-
tækisins var: Fögur? Já, ef
þ é r v i 1 j i ð — og flestir
markaðskönnuðir álitu, að Ca-
eglevich gæti þakkað þessu slag-
orði velgengni sína að .miklu
leyti. Alls staðar blasti boðskap-
urinn við; á auglýsingaspjöld-
um, kvikmyndatjöldum og sjón-
varpsskermum; í öllum viku-
blöðum voru hinar gríðarstóru
auglýsingar Caegleviehs; stjórn-
málamenn notuðu töfraorðin í
ræðum sínum, vísnasöngvarar
bættu þeim inn í viðlög sín sem
eins og menn 'vita er sjaldgæfur
hápunktur á framabraut auglýs-
ingaslagorðs.
Eigandi fyrirtækisins, herra
Caeglevich, lét sér þó á sama
standa um hina ytri fegurð, sem
hann mælti svo fagurlega með.
Hann fór aðeins að litlu leyti
eftir sínu fræga vígorði. En hvers
vegna leyfði hann sér að van-
rækja sitt eigið útlit? Hin gíf-
urlegu auðæfi hans voru næg
skýring. Hann hafði ekkert með
það að gera að vera fallegur.
Hann var kiumpslegur, lágfætt-
ur og sköllóttur. Hann var hrif-
inn af góðum mat og dvaldist til
skiptis í húsum sínum, sem öll
stóðu í gríðar stórum görðum.
í öllum þessum görðum voru
hundahús og fjöldi geltandi og
urrandi hunda. Caeglevich var
hundavinur. Hann hafði ekki
eins mikla ánægju af neinu eins.
og að sjá hóp af hvolpum veltast
um á jörðinni, bítandi og gléfs-
andi. Ekkert vissi hann yndis-
legra en reika um skóginn með c
hóp veiðihunda á undan sér og
ekkert vakti lvjá honum eins
mikla blíðu og írskur veiðihund-
ur, sem nuddaði sér upp við
hann. Þessi ástríða hans, ásamt
með auðlegðinni, var ástæðan
til þess, að hann hafði ráðið
einka-dýralækni. Ég var ráðinn
hjá honum alveg eins og garð-
yrkjumennirnir, kokkarnir og
stofustúlkurnar, en hafði sér-
stöðu að því leyti, að ég þurfti
daglega að ganga fyrir hann og
gefa skýrslu um hina ferfættu
vini hans, svo hann gæti vitað
hvernig hverjum og einum þeirra
liði.
3.
. M
Þennan dag var ég semsagt
á eftir áætlun. Þegar ég hafði
barið gætilega að dyrum á hinu
glæsi?eg,a vmndliérbergi • hans
og var kominn inn, sá ég að
hann skálmaði fram og aftur um
parketgólfið, illilegur á svip.
Hann stanzaði og snéri sér við,
og ég fékk að sjá framan í eld-
rautt fésið á honum. Hann
muldraði einhvers konar kveðju.
Ég tók auðmjúkur við ávítum
hans og hlustaði á orðaflaum-
inn um áríðandi fundi, ástand
og verðbréf; ég muldraði ein-
hvers konar afsökunarbeiðni,
meðan ég braut .heilann um
hvernig í ósköpunum ég ætti
að útskýra fyrir ’honum hina
raunverulegu ástæðu fyrir þess-
ari töf. En hann varð fyrri til.
„Hvern djöfulinn eruð þér með
þarna?” Iíann benti á hægri
buxnaskálm mína, þar sem efn-
ið bungaði út á mjög einkenni-
legan hátt. Ég roðnaði og
tautaði eitthvað. Útstæð augu
Caeglevichs störðu á mig og það
kom enn meira fát á mig og
við það urðu hinir undarlegu
kippir í hægri buxnaskálminni
enn ákafari. „Getið þér ekki
svarað, maður?” hreytti hann
út úr sér og stamaði og rugl-
aði enn meira. Ég var ruglaður
— skömmustulegur og fullur
örvæntingar. Spennan jókst.
Caeglevieh krafðist skýringar.
Ég varð að finna upp á ein-
hverju, sönnu eða lognu, eitt-
hvað varð að gerast. Það gerð-
ist líka og við urðum báðir jafn-
undrandi: Halinn kipptist nefni-
lega upp úr buxunum. Beinn
og rennilegur eins og vatns-
súla í gosbrunni reis hann upp
og vingsaðist létt og frjálslega
fram og aftur — og gaf til kynna
innstu hugsanir mínar betur en
nokkur orð hefðu getað.
Það varð þögn í stofunni.
Ekkert heyrðist nema þyturinn
í halanum. Caeglevich jafnaði
sig þó brátt og æpti: „Hvern
íjandann á þetta að þýða?”
„Ekkert,” sagði ég, sannleik-
anum samkvæmt, ,,en náttúran
krafðist réttar síns.”
Caeglevich hélt áfram að æpa:
„Hvað haldið þér að ég sé, með
leyfi.” -
„Ég held þér séuð hr. Caeg-
levich, snyrtivöruframleiðandi.”
„Viljið þér hætta þessu taf-
arlaust.”
„Það skyldi ég gera með á-
nægju, ef ég gæti. En því miður
hefur mér ekki enn tekizt að ná
valdi á þessum líkamshluta.”
Caeglevich starði á mig. Síðan
sagði hann ógnandi á svip: „Þér
ætlið semsagt að halda því fram
að þetta sé .... sé raunveru-
legt?”
„Já,” sagði ég, hálfergilegur
yfir því, að líka skyldi vera
dregin í efa tilvera halans, eins
og hann bakaði mér ekki nægi-
leg óþægindi og erfiðleika. Mér
tókst að ná taki á honum og ég
beindi brúskinum að Caeglevich.
„Gjörið þér svo vel, þreifið á
honum.”
Caeglevich hörfaði undan og
fórnaði höndum i skelfingu. —
„Komið yður út, þetta er við-
bjóðslegt,” stundi hann hálf-
kæfðri rödd.
Ég yppti öxlum — ég gát ekk-
ert gert annað. Reyndar var ég
móðgaður yfir því, að Caegle-
vich skyldi verða svona lirædd-
ur við halann. Ég hafði óneit-
anlega sýnt honum einstakt fyr-
irbæri og enginn gat mótmælt
því að halinn hafði til að bera
sérstakan þokka. Og hann, sem
var óþreytandi talsmaður feg-
urðarinnar, var svona blindar
fyrir sönnum yndisþokka.
„Út með yður, ég vil ekki
sjá yður oftar í mínum húsum,”
stundi Caeglevich. Ég sleppti
halanum og spurði: „Hvers
vegna ekki?”
„Mitt líf er fegurð. Ég get ekki
haft svona viðbjóð innan minna
veggja,” sagði hann og hélt á-
fram að stynja.
Þá fór ég. Án þess að kveðja
og bitur í lund gekk ég á vit
öryggisleysisins. Þegar ég kom
fram í íorstofuna, sem tii allr-
ar hamingju var mannlaus, kom
ég halanum við illan leik ofan
í buxurnar aftur; ég tók hatt
minn og frakka, gekk út úr hús-
inu og niður malarstíginn, sem
marraði undir fótum mínum, og
heyrði hundana gelta eftir mér.
Ég varð að taka eitthvað til
bragðs. Halinn ógnaði tilveru
minni, það hafði ég þegar komizt
að raun um. Ég varð að losna
við hann sem fyrst. Samt fann
ég til mótþróa, þegar ég hugs-
aði um að skiljast við halann.
Því olli ekki einungis hinn fyrr-
nefndi ótti við sársauka, heidur
einnig söknuður. Ég var farinn
að venjast halanum, hvort sem
hann var ógeðslegur og óþægi-
legur eða ekki. Hann var hluti
af sjálfum mér, og enginn get-
ur saknaðarlaust sagt skilið við
hluta af sjálfum sér.
4.
Ég fór til hins fræga skurð-
læknis, Dr. Suffé. Ég varð að
bíða nokkuð lengi á biðstofu
hans. Á borðinu voru vikublöð
og þar blasti við auglýsingin:
Fögur? J á, ef þér vilj-
ið. .. Ég lokaði augunum beisk-
ur í skapi, og fór aftur að hugsa
um Caeglevich. Þótt ég skildi
hann að vissu leyti, fannst mér
framkoma hans gagnvart mér
miskunnarlaus. Þarna gekk
hann um gólf í hinu ríkmann-
lega húsi sínu og var alveg sama
um mig, sem ekki átti annað
en halann minn. Ég hafði unn-
ið hjá honum, og hann rak mig
á dyr. Ég reyndi að horfast í
augu við staðreyndirnar.
Hvort sem ég hafði hala eða
ekki var framtíð mín óviss. Ég
var af fátæku fólki og ég hafði
ráðið fnig hjá Caeglevich ein-
ungis vegna þess, að ég hafði
ekki efni á að kaupa dýralækn-
ispraxís; ég h^fði gert ráð fyr-
ir að leggja dálítið til hliðar af
mánaðarlaunum mínum og spara
þannig á nokkrum árum það fé,
sem til þurfti. Nú var sá draum-
ur búinn. Ég hafði ekki getað
lagt nema lítið fyrir, og eitt-
hvað af því mundi ég þurfa að
nota til að borga fyrir upp-
skurðinn, sem átti að losa mig
við lialann.
Suffé bauð mér inn. Ég skýrði
í fáum orðum frá því, sem gerzt
hafði, sagði honum frá athugun-
um mínum á eðli þessa nýja lík-
amshluta, og því með, að ég vildi
gjarnan losna við hann. Lækn-
irinn starði vantrúaður á mig,
hann hélt sýnilega að ég væri
genginn af göflunum. Ég fullviss-
aði liann um að ég segði satt,
enda gæti hann fengið að sjá
það sjálfur. Hann skipaði mér
byrstur í bragði að fara úr bux-
unum. Nú var auðsæ fagleg for-
vitni hans, hann reif mig næst-
um úr nærbuxunum. Svo fór
hann að skoða á mér bakhlut-
ann. Hann hlustaði, bankaði,
mældi- og spurði og skrifaði allt
hjá sér. Loks sá ég framan í
hann aftur. Augu hans ljómuðu
og hann hrópaði: „Þetta mun
gera okkur báða fræga.”
„Nei,” orgaði ég skelfingu lost-
inn og sagði honum skjótlega, að
ég yrði að leggja alla áherzlu
á þagmælsku og skýrði fyrir
honum með fáum vel völdum orð-
um, að þetta gæti hæglega eyði-
lagt líf mitt. Hinn frægi skurð-
læknir hristi höfuðið og mót-
mælti, skírskotaði til vísinda-
legrar menntunar minnar, talaði
um þau verðmæti, sem ég gæti
gefið læknavísindunum. En ég
gat einnig komið fyrir mig rök-
um, ég gat líka skírskotað til
hans: — hann var bundinn þagn-
arheiti scm læknir. ég færði að
þvi meginrök, að þar sem líkami
minn væri lagalega séð mín einka
eign, væri það ég sem ætti hal-
inn, og gæti einn gert við hann
það sem mér sýndist. Við stóð-
um þannig langa hríð og rifumst
og halinn vingsaðist svohtið á
meðan. Hreyfingar hans æstu
Suffé enn meira og tilraunir hans
til að fá mig á sitt band urðu
æ ofsafengnari. Loks sagði hann
óþolinmóður, að ef hann ætti að
skera mig upp yrði það með því
skilyrði, að um væri að ræða
sjúklegt fyrirbæri. En þá hefði
hann líka rétt til, meira að segja
væri'það skýlda hans, að greina
stéttax-bræðrum sínum frá því,
svo læknavísindin gætu haft
gagn af. Ef • ég á hinn bóginn
vildi ej>ki,fallast á, að þetta væri
sjúklegt fyrirbæri, gegndi öði-u
máli og honum bæri engin skylda
til að hjálpa mér. Þá missti ég
alveg móðinn. Ég andvarpaði og
kom bæði sjálfum mér' og halan-
um í fötin og fór í vondu skapi
frá hinum fræga skui-ðlækni
Suffé.
Ég fór inn á næsta veilinga-
hús til að fá' mér eitthvað i
svanginn og íhuga ástandið. Yfir
kaffinu og rúnnstykkinu lifði ég
upp aftur atburði morgunsins.
Ég skalf af bræði og örvænt-
ingu. Til þess að sýna í verkj
hugaræsingu mína, skauzt hal-
inn lit um rennilásinn á buxun-
um. Tvær konur, sem sátu við
næsta borð, ráku upp skerandi
vein, þjónustustúlkan missti
bakka með kaffi og rjómakökum.
Ég stökk á fætur, þreif frakk-
ann minn, reyndi eftir beztu
getu að hylja halann og þaut út
úr kaffihúsinu. Ég veit varla
sjálfur, hvernig ég komst upp
á herbergið mitt. Ég veit bara,
að ég þaut eftir götum, sem voru
fullar af fólki og á endanum
hafði ég auk míns eigin hala
halai'ófu af flissandi og skrækj-
andi unglingum á hælunum al-
veg að dyrunum. Ég skellti.
hurðinni í lás, náði í flösku í is-
skápinn og þambaði allt úr henni
á fimmtán mínútum. Síðan sofn-
aði ég út af frá óliamingju
minni.
Ég vaknaði við að barið var
að dyrum. Tveir laglegir og prúð-
mannlegir menn stóðu fyrir utan
dyrnar. Annar kvaðst skrifa um
vísindi í stórt dagblað, hinn var
sýnilega blaðaljósmyndari: —
hann var sljólegur á svip og þétt-
settur blossalömpum og mynda-
vélum. Blaðamaðurinn gei'ði
mér hæverskiegt tilboð. Hann
vildi gjarnan kynna halann fyrir
lesendum sínum í máli og mynd-
um. Ég æpti ofsareiður: „Nei,”
en hann bauð stöðugt betur. —
Loks var upphæðin sem hann
nefndi orðin svo há, að mér varð
lióst. að draumurinn um eigið
dvralæknisstai'f gæti oi’ðið að
veruleika. Því skyldi ég ekki slá
t'1? Því skyldi ég ekki hafa eitt-
hvað raen af bessum hala, sern
hingað til hafði einungis verið
méi' til skammar og skapraunar?
Næsta morgun vai'ð .ég var við
stóran hóp forvitins fólks, fram-
an við dyrnár. Það veifaði í æs-
ingi dagblöðum mcð myndum af
halanum. Það lá við að ég sæi
eftir því að hafa lát.ið til leiðast
kvöldið áður; halinn dinglaði
háífóstýrkur til og frá, en þegar
ég leit á álitlegah seðlabunkann
á borðinu fór mér að líða bet-
ur. Til að dreifa huganum opn-
aðí ég útvarpið. Það fyrsta sem
ég heyrði var frétt um halann.
Um liádegisbilið í'unnu stórir
bílar upp að húsinu þar sem ég
bjó. Menn með kvikmyndavélar
og lampa stigu út, börðu að dyr-
um hjá mér, kröfðust inngöngu,
veifuðu tékkheftum og kepptust
við að bjóða mér sem stói'kost-
legastar fjárupplxæðir. Ég fékk
aftur stórfé, á ný var lxalinn fest-
Framhald á blaðsíðu 15.