Alþýðublaðið - 03.12.1967, Page 9

Alþýðublaðið - 03.12.1967, Page 9
Sunnudags Alþýðublaðið • 3. desember 1967 9 „ÓPERA er ómöguleg.” Þessa fullyrð- ingu hefur mátt heyra af vörum heim- spekinga, fræðimanna og jafnvel tónlistar- manna, sem hafa fyrirlitið og hatað þetta tónlistarform frá upphafi. Óperan hefur orð- ið fyrir tókasti alla sína tið. Því hefur ver- ið lýst yfir, að hún væri dauð og búin að vera, væri blátt áfram hlægileg og í alla staði forkastanleg. Hvernig er hægt að þola þessa vitleysu? er sagt. Hvenær hefur nokk- uð í þessum hroðalegu textum verið sungið? Hvemig getur fólk afborið að hlusta á sömu, crðin endurtekin aftur og aftur í sömu arí- unni? Hver getur ímyndað sér að tveir hat- ramir óvinir geti sameinast’í fallegum tví- söng, áður en þeir leggja til atlögu hvor við annan? Hver hefur nokkru sinni heyrt dauð- vona manneskju rísa upp við dogg og syngja flókna coloraturaríu, áður en hún gefur upp andann? Hvers vegna dettur fólki sem er á flótta undan óvinum, í hug að syngja og syngja þindarlaust og beina með þvi óvininum á slóð sína? Þetta eru aðeins nokkur atriði sem komið hafa fram sem gagnrýni á óperuna. Aðrir hafa ekki deilt á hana vegna lítillar rökhyggju (hún á reynd- ar sína eigin rökvisi), heldur frá fagur- fræðilegu sjónarmiði. En ekkert hefur megnað að koma óperunni á' kné. Þessi „ómögulega” ópera lifir enn góðu lífi og er jafnvel fastari í sessi og lifir betra lifi en nokkru sinni fyrr og á að fagna rneiri og almennari hylli siðmenntaða heims hafa verið reist sérstök söngleikahús og í meira en þrjú hundruð ár hafa óperusöngv- arar verið með dáðustu listamönnum í heimi og margur áhorfandinn fellt höfugt tár í áheyrendasal vegna hrikalegra og örlög- þrunginna átaka uppi á sviðinu. Óperusöngv- arar eru sagðir hafa svimandi háar tekjur og ævintýral. sögur eru sagðar af deilum og togstreitu í heimi þeirra. Óperuaríur eru sennilega vinsælasta tónlistarefni, sem um getur. ■>; Ópera — hvílíkt töfraorð! Samræmi allra iistgreina. Snilld á öllum sviðum. Heiilar augað engu síður en hún kætir eyrað og andann. Skáldleg andagift, leikræna og tón- gleði. Akur skálda orðsins Jistar og tónlist- ar, hljómsveitarstjóra, leikhússtjóra, hljóð- færaleikara, málara, teiknara, leikstjóra, dansara og statista. Bak við þetta fólk er svo annar her manns, sem ekki kemur fram á sviðið. Klæðskerar, hárgreiðslufólk, skó- smiðir, leiksviðsmenn, ljósameistarar og fleiri og fleiri. Þeir strita og erfiða, en þeirra er ekki dýrðin. Frægðin fellur aðeins þeim í skaut, sem syngur. Og til þess að tryggja sér þann heiður þarf þrennt til, ef við eigum að trúa Rossini: Rödd, rödd og aftur rödd. Og Rossini ætti að vita hvað hann söng. íslendingar hafa fengið orð fyrir að vera söngvin þjóð og hafa íslenzkir söngvarar getið sér góðan orðstír úti í hinum stóra heimi og landar þeirra glaðzt af og fundið til stolts. Nú gefst tækifæri að heyra og sjá íslenzka óperusöngvara á heimavelli og reynir nú á söngelskt fólk að þeim sé sköp- uð frambúðaraðstaða hér heima svo að við getum notið krafta þeirra hér í framtíð- inni, en þurfum ekki að láta okkur nægja reykinn af réttunum í gegnum blaðaum- mæli frá útlöndum. Það ætti engan að svíkja að koma við í söngleikaliúsi borgarinnar, Tjamarbæ og bergja af Ástardrykk íslenzkra óperu- söngvara. — G. P. HHPPDEUEUI SiBS DREGIÐ Á ÞRIÐJUDAG Hæsti vinningur 1 milljón krónur Samtals tvö þúsund vinningar EnouRnvjun evkur n hRdegi nnftiTRRDica setting lotion cleansing milk bubble bath hand-lotion eg-shampoo Halldór Jónsson ” Hafnarstræti 18 simi 22170-4 línur Jólasveinar einn og átfa Verzlanir, félagsjheimili, starssmannahópar og allir þeir sem hug hafa á að ráða JÓLA- ^ SVEINA til starfa, hafi samband við skrif- stofuna sem allra! fyrst. Vinnumiðlunin veitir alla þjónustu í sambandi við ráðningu skelmmtikrafta. Viljið þér ráða skemmtikrafta þá vinsam- legast hafið sambánd við skrifstofu vora. Opið frá kl. 9-5. VINNUMIpLUNIN Austurstræti 17, 2. hæð — Sími 14525. 'T Alþýðublaðið Gnoðarvog Voga Rauðarárholt Laugarás i Kleppsholt Höfðahverfi Bræðraborgarstíg Túngötu ALÞÝÐUBLAÐIÐ, sími 40753.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.