Alþýðublaðið - 05.01.1968, Síða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1968, Síða 7
I í borginni Murkula, fimm mílu veg frá ferðamannaborg- inni Suchumi, býr Micha Amb kuab. Þótt hann sé 106 ára að aldrei ríður hann á hverjum degi 12 km. veg niður að Svartahafi til þess að fá sér bað. Hann étur allt sem að kjáfti kemiir, og er enginn bind indismáður á vín. Og hann lif ir eftir meginreglunni: „Kven- mannsláus er ekki hægt að vera“. Kona hans sem er önnur í röðinni er nú á áttræðisaldri og yngri sonurinn 25 ára. Annar heljarkarl í félagsskap þeirra, sem komnir eru á aðra öldina var Sjaangeri Besjani frá Tamsj, borg rétt hjá Sue- humi, en þar er allt vafið í suð rænum gróðri. Hann varð 146 ára. Fyrst gekk hann í hjóna- band;þegar hann var fimmtug- ur. eignaðist átta börn og fékk sér svo tvær konur seinna. En elztur allra þessara gömlu karla varð víst Shirali Mus- leuov sem átti heima í lítilli borg í Aserbajzjan. í marz 1966 nokkru áður en hann andaðist átti blaðamaður tal við hann: — Ég er 161 árs. Ég er oft spurður hvað sé leyndardómur- inn sem liggur til grundvallar þessu mikla langlífi. Og ég er vanur að svara: Ég hef lifað á mjólk og osti, smjöri, brauði, ávöxtum og grænmeti. Mér hef ur aldrei verið kalt. Ég hef aldrei reykt og aldrei drukkið áfengi. En kvenmannslaus hsf ég aldrei verið. Alla ævi dvaldist Shirali Mus limov í ættborg sinni. Hann giftist þrisvar og eignaðist 23 börn, og þegar hann andaðist voru afkomendur hans yfir 200 talsins. Það er ekki óalgengt að menn nái hundrað ára aldri í mörg um Sovétlýðveldunum, í Úkra- ínu, Úral, Síberíu. En frægast ir eru öldungarnir í Georgíu og á slóðunum kringum Kákas us. A Karabakhsvæðinu þar sem eru- 144 meira en hundr að ára karlar á 'móti 1000 íbú- um hafa ekki allir verið jafn varkárir með tóbak og brenni vín og Shiratli Muslinov. í hinum fræga öldungakór í Georgíu eru 19 yfir hundrað ára. Einn duglegasti dansarinn er fjallabúinn Tatrakan. Á nít ugasta afmælisdaginn sinn dans aði hann sóló eins og ungur strákur marga hina hröðu káka sísku dansa. ’ Alla sína daga hefur Tatrak an notið lífsins lystisemda. — Hálfa ævi hefur hann setið að veizluborðinu, sagði blaðamað- ur frá Tbilisi sem ég ræddi við. Hann er eftirsóttur „tolum basj“, eiginlega veizlustjóri og sá maður er mælir fyrir skái- um við brúðkaup og önnur há- tiðleg tækifæri. Hann getur haldið áfram að háma í sig veizlumat og drekka góð vín tvo daga samfleytt ef tilefni er til. Það lífsviðhorf sem einkenn ir hinn glaða Tatrakan virðist hæfa Grúsum bezt eins og mað ur kynnist þeim heima í fjöll unum þeirra í Georgíu. Þeir eru glaðir menn og reifir sem elska konur og vín. En er eftir allt saman óhætt að treysta öllum þessum sögn- um um háaldráða menn. Dr. N. Saehuk hjá gerontól ógísku * stofnuninni í Moskvu bendir á nokkrar skekkjur. Flestir þeirra eru fæddir löngu áður en farið var að skrá og tímasetja fæðingar, og auðvitað skortir öll vitni um hvenær þeir fæddust. Þegar reynt er að komast að raun um hversu gamall maður er sem segist vera meira en hundrað ára er reynt að grnf ast fyrir um hvað viðkomandi man af staðreyndum úr lifi sínu: hvenær hann var í skóla, hvenær hann gekk í hjónaband, hversu gamall hann var þegar hann eignaðist fyrsta barn sitt, hvenær stríðið milli Japan og Framhald á 11. síðu. íldri en annarstáðar Kvenfélag Ásprestðkalls " heldur sýna árlegu JÓLASKEMMTUN laugardaginn 6. janúar (þrettándayium) kl. 3. ' Aðgöngumiðar frá kl. 1 í Laiigarásbíói. Stjórnin. Sólþurrkaður saítfiskur BÆJARÚTGERÐ REYKJAVÍKUR við Grandaveg. Sími 24345. vanfar börn til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Álfheima i Barónstíg j Gnoðavog Háaleitisbraut Höíðahverfi Kleppsholt . .i Laugarás Rauðarárholt ♦ Sörlaskjó! ALÞÝÐUBLAÐIÐ, sími 14S00. Skrifstofustarf Hafnarfjarðarkaupstaður óskar 'að ráða stúlku til skrifstofustarfa. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. AU6LÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU 4 janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ y íiiá r i '«k iý- .<. Áia.i.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.