Alþýðublaðið - 09.01.1968, Síða 4

Alþýðublaðið - 09.01.1968, Síða 4
Ritstjórn: Benedikt Gröndal. Símar 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905 :— Áskriftargjald kr. 120.00. í lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflo .kurinn. « Mestu aflaklær veraldar STórilÐJA er eitt af trúarat- riðum flestra íslendinga í dag. Nýjar starfsgreinar, framleiðsla í stórum stíl eins og áburður, sem ent eða ál, munu hafa mikla þýð- ingu fyrir afkomu þjóðarinnar á komandi árum. Stóriðnaður er annað orð, sem ekki er eins oft nefnt. Það má nota um iðngreinar, sem tíðum eru dreifðar á mörg fyrirtæki, en samanlagt hafa svo mikla fram- leiðslu og veita svo mörgu fólki atvinnu, að þær eru stór og þýð- ingarmikill hluti efnahagslífs- ins. Fyystiiðnaður og síldariðnað- ur eru glögg dæmi um þessar greÍRt>'“. Síðastliðinn sunnudag birti Al- þýðublaðið yfirlitsgrein um skipasmíðar á íslandi. Hún leiddi í ljós, að þær eru þegar orðnar að stóriðnaði í landinu, og eru þó möguleikar á aukningu hans og stækkun sýnilega miklir. Hér eru þegar sex stálskipa- smíðastöðvar, sem hafa 350 manns í vinnu. Hér eru tvær tréskipasmíða- stöðvar, sem hafa tæplega hund- rað manns í vinnu. Loks eru í landinu 15 dráttar- brautir, sem eingöngu fást við viðgerðir skipa, og starfar þar mikill fjöldi manna. Það vakti mikla ánægju, er ríkisstjórnin tilkynnti fyrir jól, að Slippstöðin á Akureyri mundi smíða tvö strandferðaskip. Þar starfa nú 136 manns, en verður fjölgað í 200. Hjá Stálvík í Garða hreppi starfa 43 menn, en gætu með fullum afköstum verið 80- 90. Á Akranesi starfa 110 manns, en geta verið um 150. Þannig mætti telja áfram hjá minni fyrir tækjunum. Ríkisstjórnin hefur sýnt mikinn áhuga á að byggja upp aðstöðu skipasmíðastöðva og dráttarbrauta um land allt. Hún hefur greitt fyrir smíði nokkurra skipa innanlands, sem ýmsir töldu hagstæðara að smíða erlendis. Rétt er að fara hægt um að fjölga fyrirtækjum á þessu sviði, en efla heldur þau, sem fyrir eru enda eru þau í öllum landshlut- um. Þyrfti að samhæfa starfsem- ina undir opinberri forustu og tryggja samhangandi verkefni. Til þess þarf m.a. að gera ís- lenzku stöðvunum kleift að veita kaupendum skipa lánakjör sambærileg við það, sem erlend- ar stöðvar veita með aðstoð sinna ríkisstjórna. Ef slík heildarskipu- lagning og heildaraðstoð kæmi til greina, er ekki óhugsandi að smíða fiskiskip fyrir erlenda að- ila vegna þeirrar óvenjulegu reynzlu, sem hér er á því sviði og þeirra meðmæla, að íslenzkir sjómenn eru, maður fyrir mann, mestu aflaklær veraldar. Það hafa orðið snögg um- skirti í átökunum milli frank- ari og dollarsiiis, de Gaulles og Johnsons. Fyi’ir nokkrum vikum var á allra vitorði, að franska stjórnin stóð að meira eða minna leyti á bak við stórfelld guilkaup og aðrar árásjr á steriingspundið og síðar á doll arann. Frakkar settu sig á há- an hest og kröfðust þess, að gengí dollarsins yrði lækkað með því að breyta verði gulls. Það átti að brjóta á bak aft- ur þá stöðu, sem sterljngspund og dollar hafa haft sem skipti skiptimynt flestra þjóða. Nú hefur Johnson forseti gripið til alvarlegra aðgerða til að draga úr greiðsluhalla lands síns. Hann hefur ýmist bannað eða takmarkað fjár- fest.ingu Bandaríkjamanna í flestum löndum, þar á meðal Evróuuríkjum utan Bretlands. Hann hefur og hvatt Banda- ríkjamenn til að ferðast ekki til útlanda, og er talið hugsan legt, að settur verði ferðaskatt ur iil að framfylgja þeirri stefnu. Johnson Nú kernur skyndilega í ljós að ráðstafanir sem þessar koma ekki eins illa við ncina og Frakka sjálfa. Þeir eru þegar búnir að reka aðalstöðvar NATO og bandarískt lið lir landi sínu. Það kostar þá um 200 milljónir dollara. Þá hafa Frakkar þrátt fyrir stóru orð in verið fúsir til að þiggja fjárfestingu bandarískra fyrir- tækja, sem talin er hafa numið De Gaulle. gerir gagnsókn um 300 milljónum dollara ár- lega. Mikill peningur og mikii atvinna fara þar forgörðum. Þá eru eftir ferðamennirnir, sem hafa verið stórfelld tekju lind fyrir Frakka og Ameríku menn hafa ávallt verið sá hóp urinn, .sem mest fé flutti til Frakklands. Hvort sem ráð stafanir Johnsons á þessu sviði bera meiri eða minni árang- ur, er þegar uppi víðtæk hreyí ing meðal Ameríkumannn, sem ferðast til Evrópu, um að sniðganga Frakka, koma þav eklci. Þar tapast mikið fé. Niðurstaðan af öllu þessu er sú, að líklega mun engin þjóð verða fyrir öðrum eins skakkaföllum af róðstöfunum Johnsons og Frakkar. Verður þó ekki sagt, að það hafi ver- ið tilætlunin, því öllum hef- ur verið ljóst síðustu ár, að Bandaríkjamenn yrðu að grípa í taumana fyrr eða síðar og minnka verulega greiðsluhalla sinn. Þeir geta ekki haldið á fram að eyða svo miklu meira en þeir afla hvað gjaldeyri snertir, enda þótt þeir eigi mikið gull grafið í Knoxvirk Jolinson. inu og geta lengi jafnað metin á þann hátt. Það er aðeins athyglisverð hliðarafleiðing þess máls, að risið á hinum mikla Frakk- landsforseta og veldi hans hef ur lækkað, Þjóð hans mundi farnast betur, ef hann sýndi svo sem álíka mikið lítillæti í sefnu sinní og aðrir þjóðhöfð ingjar gera - lengra þarf hann ekki að ganga. 4 9- janúar 1968 — VIÐ I MÓT - MÆLUM VIÐ ætlum okkur að mótmæla ýmsu, sem aflaga fer í þjóðfé- laginu, í þessum dálki Alþýðu blaðsins. Við bjóðum lesendum okkar, sem eru í mótmælahug, að senda okkur pistla, en þeir verða að vera hressilegir og ekki skrifaðir á neinni tæpi- tungu. o Fyrstu mótmæli okkar verða eins og við á, gegn því sem þyk ir æðst og fínast í íslenzku þjóðfélagi. Það er déskotans orðuregnið enda tvær skúrir nýafstaðnar ein rétt fyrir jól, önnur að vanda um áramótin. o Þetta orðustand er ekkert annað en tildur af verstu teg- und, og ætti tvímælalaust að afnema allar orður fyrir íslend inga, en það mætti halda snotr um krossi til að hengja á er- lent fólk, meðan það telst ó- hjákvæmilegt. o Fáar ræður hafa verið flutt- ar eins snjallar á Alþingi í seinni tíð og ræða Skúla Guð- mundssonar gegn fálkaorðunni. Hann dró þetta glingur sundur og saman i háði, en benti í al- vöru á það hróplega óréttlæti, sem falizt hefur í úthlutun krossanna. Sérstaklega sýndi hann fram á, að konur séu yfir leitt ekki taldar hafa ,,eflt hag eða heiður fósturjarðarinn- r“ svo að notuð séu orð lag- anna þær fái svo til aldrei orð ur. o Orðudraslið virðist vera hengt á háttsetta embætismenn okkar eftir einhvers konar kerfi, og fer þá ljóminn af heiör inum þegar þetta verður eins konar kauphækkun, sem iþó ber að skila aftur, þegar menn drep ast. Svo er einstaka bónda og skipstjóra skotið inn á milli til að róa samvizku yfirsnobbanna, sem stýra hinu hefðbundna og fína embættisvaldi í Reykjavík. o Það eru til menn í vinstri- flokkunum sem hafa neitað að taka við orðum. Var til dæm is glæsilegt að sjá Hermann Jónasson forsætisráðherra í tign síns eigin myndarleika, en broslegt að sjá undirmenn hans sinúast ikringum hann skreytt an eins og jólatré með þetta glingur frá mörgum þjóðlönd um. Orðufarganið erlendis er yf- irleitt af hernaðarlegum upp- runa. Orður verða til, þegar þjóðir geta ekki á annan hátt þakkað sonum sínum frækilega baráttu við að verja föðurland ið. Einmitt vegna þess uppruna eiga íslendingar að vera orðu- laus þjóð með öllu. ALÞÝDUBLAÐIÐj

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.