Alþýðublaðið - 18.01.1968, Blaðsíða 9
Hljóðvarp og sjónvarp
HUÓÐVARP
Fimmtudagur 18. janúar.
7.00 IMorgunútvarp.
Veðurfregnir. Tónleikar. 7.30
Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00
i Morgunleikfimi. Tónleikar. 8.30
Fréttir og veðurfregnir. Tónleik-
ar. 8.55 Fréttaágrip og útdráttur
úr forustugreinum dagblaðanna.
' 9.10 Veðurfregnir. Tónlelkar. 9.30
Tilkynningar. Húsmæðraþáttur
Dagrún Kristjánsdóttir húsmæðra
kcnnari talar öðru sinni um um
gengnishætti í sambýli. 9.50 l>ing
fréttir. 10.10 Fréttir. Tónleikar.
12.00 Hádegisútvarp.
Tónleikar. 12.15 Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðuríregnir. Til
kynningar. Tónleikar.
13.00 Á frivaktinni.
Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óska-
lagaþætti sjómanna.
14.40 Við, scm hcima sitjum.
Svava Jakobsdóttir talar um dag
legt líf hjá Aztekum.
15.00 Miðdegisútvarp.
Fréttir. TiLkynningar. Létt lög.
Philharmoniu Promenade hljóm-
sveitin leikur valsa eftir Wald-
teufel. lan og Sylvia syngja og
leika lög í þjóðlagastíl.
Peter Kreuder og félagar hans
leika syrpu af gömlum lögum.
16.00 Veðurfregnir.
Síðdegistónleikar.
Maria Markan syngur „Nótt“ eft-
ir Árna Thorsteinsson. Eileen
Croxford og David Parkhouse
leika sónötu í g-moll fyrir selló
og pianó op. 19 eftir Rakhmanin
off.
16.40 Framburðarkennsla í frönsku
og spænsku.
17.00 Fréttir.
Á hvítum reitum og svörtum.
Ingvar Ásmundsson flytur skák-
þátt.
17.40 Tónlistartími barnanna.
Egill Friðleifsson sér um tím-
ann.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Endurtekið leikrit:
„Konungsefnin" eftir Henrik
Ibscn. — fyrri hluti áður fluttur
á annan dag jóla.
Þýðandi: Þorsteinn Gíslason.
Leikstjóri: GísU Halldórsson.
Leikendur:
Rúrik Haraidsson, Hildur Kalman, Ró-
bert Arnfinnsson, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Helga Bachmann,
Guðrún Ásmundsdóttir, Þorsteinn
Ö. Stephensen^ Guðmundur Er
lendsson, Pétur Einarsson, Klem
enz Jónsson, Erlingur Svavars-
son, Jón Hjartarson, Baldvin
Haildórsson, Jón Aðils, Sigurður
Skúlason, Sigurður Hallmarsson,
Jón Júliusson.
Þulur: Helgi Skúlason.
21.30 Útvarpssagan:
„Maður og kona“ cftir Jón Thor-
oddsen. Brynjólfur Jóhannessoa
leikari les (13).
22.00 Veðurfregnir.
22.15 Minningabrot.
Axel Thorsteinsson rithöfundur
talar um Einar H. Kvaran og les
úr ljóðum hans.
22.40 Frá samkeppni í fiðlulcik.
haldinn í Varsjá á liðnu ári til
roinningar um pólska tónskáldij
Wieniawski.
23.25 Fréttir stuttu máli.
Dagskrárlok.
Ofnkranar,
Tengikranar.
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3.
Sími 38840.
ÓTTAR YNGVASON
héraSsdómslögmaSur
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHLfÐ 1 • SÍMI 21296
Smíðum allskonar innréttingar.
gerum föst verðtilboð, góð
vinna, góðir skilmálar.
Trésmíðaverkstæði
Þorv. Björnssonar.
Símar 21018 o*r 35148.
SMURT BRAUÐ
SNITTUR . ÖL - GOS
Opið frá 9-23,30. — Pantlð
tímanlega í veizlur.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími 1-60-12.
LAUSALEIKSBARNID 26
— Þetta var skemmtilega
boðið, sagði hann. — Mér fannst
gaman að borða með þér í gær.
— Eigum við að hittast á sama
stað? Klukkan eitt?
— Ég kem, lofaði hann.
Tony hringdi til móður sinn-
ar og bað hana að hitta sig
klukkan rúmlega eitt á' Mel-
chester. Það var enn auðveld-
ara fyrir hann að fá hana til
að játa, því að lífið hafði'ekk-
ert gildi fyrir Emily Harridge
án Tonys. Þegar hann hafði
lagt á, sagðj hann við Irene:
— Ég skammast mín. Ég
held, að hún hafi grátið.
— Við viljum vel, sagði Ir-
ene. — Ef þau skilja það að-
eins. Og það gæti líka hent sig
að þau kæmust ekki að því, að
við gerðum þetta viljandi.
— Nei, sagði Tony. — Þau
eru alltof skynsöm til þess.
Irene fór í laglega silkidragt
og hvíta blússu og setti á sig
perlufestina, sem Bramley Burt
hafði gefið henni. Þegar hún
beið eftir honum í anddyrinu,
kom hann hlaupandi til hennar.
— Ég sé að þú ert með perl-
urnar. Finnst þér þær fallegar?
— Ég hef aldrei átt mun, sem
mér þætti vænna um.
— Litli lygari! sagði hann
hlæjandi. — En unnusta þinn?
— Það er allt annað.
Þau voru rétt setzt, þegar Ir-
ene sá' að Tony og Emily lcomu
inn. Hún gætti þess vandlega
að líta ekki á þau og henni
fannst eilífðartími líða, þangað
til hún heyrðí Tony segja:
— Ertu hérna, elskan mín?
Og þér, hr. Burt! Irene sagði
mér, að hún ætlaði að borða með
yður, en mig dreymdi aldrei
um. ....
— Þekkizt þið ekki?
— Jú, við höfum sézt áður,
tautaði Bramley Burt. Hann
virti fyrir sér konuna, sem
hann hafði forðast í 21 ár. Síð-
an spratt hann á fætur og rétti
henni höndína. Frú Harridge
roðnaði og þetta kom henni
mjög á óvart. Hún tók eins
laust í höndina á honum og
hún gat, sagði eins fátt og henni
var unnt og leit undan.
— Þar sem við erum öll hér,
getum við borðað saman, sagði
Tony. — Við skulum setjast
þarna.
Irene fann að Bramley Burt
virti hana fyrir sér og hún varð
að líta í augun á honum. Hún
las úr þeim skilning. Hún vissi
allt! Hún leit biðjandj á hann.
til að biðja um fyrirgéfningu
og um stund hélt hún að hann
myndi hreyta einhverju út úr
sér, en svo leit hann á Eimly
Harridge.
— Það er langt síðan við sá-
umst, Emily, sagði hann rólega.
Það fór hrollur um hana og
hún yppti öxlum, en hún svar-
aði engu. Þjónn rétti þeim mat-
seðil og Tony virtist feginn.
— Sérðu hvað er á matseðl-
inum, Emily? spurði Bramley
Burt. — Steikt akurhænsni. —
Manstu hvenær við borðuðum
saman síðast?
— í Torquisy.
— Og við sögðum þjóninum,
hvað okkur hefði þótt hænurnar
góðar og hann kom til okkar með
tvær fjaðrir. Hann hló. — Ég
held, að ég eigi mína fjöður
enn.
— Mamma líka, sagði Tony,
ég sá hana í skartgripaskríninu
hennar, og ég hef oft undrazt að
hún skildi geyma hana. Éigum
við að fá okkur akurhænsni öll
fjögur?
En örlögin voru Irene and-
snúin þennan dag.
Þau voru rétt búin að borða
súpuna, þegar þjónninn kom
með dagblað til Bramley Burts.
— Þér misstuð þetta, herra.
Bramley Burt leit vingjarn-
lega á Irene. — Ég keypti það
á leiðinni til að vita, hvað væri
sýnt í leikhúsunum. Ég ætla
að bjóða þér í leikhús á næst-
unni.
Svo hann var hvorki reiður
né móðgaður og Irene var feg-
in yfir því sem hún hafði gert.
Samt vildi hún ógjarnan líta
í augun á Emily Han-idge yfir
borðið og til að forðast það, leit
hún í dagblaðið og sá nafn sem
skar sig úr öllu öðru.
Thiskey Warren.
Dagblaðið lá þannig, að hún
sá' greinina og hún v a r ð að
lesa hana.
„í morgun gróf lögreglan upp
kjallaragólf í „Galtarhausnum’'
í Thockey Warren, Sommerset
og þar fannst mannslík. Ástæða
er til að álíta, að þetta sé lík
ungs bónda, Franks Westons, en
lögreglan hefur rannsakað hvarf
hans í fleiri vikur. Frekari rann-
sókn málsins er yfirvofandi
bæði þar og hér í London. .”
Irene sagði ekki orð, en hún
varð kríthvít og þegar Tony leit
á hana til að brosa til hennar,
sá hann hve illa hún leit lít.
— Hvað er að, elskan mín?
Bramley Burt leit á hana. —
Þú ert veik, Irene.
— Mér líður illa. Ég ætla að
fá mér ferskt loft.
Hún reis á' fætur og Tony
stökk strax til hennar. Hún.
reyndi að koma í veg fyrir það,
en hann greip fast um hand-
legg hennar og hefði hann ekkl
gert það, hefði hún dottið ú gólf-
ið.
— Segðu mér, ef ég get eitt-
hvað gert, sagði Bramley Burt.
Svo leit hann á Emily. — Hún
virtist heilbrigð fyrir skammri
stundu. Hvað getur verið að?
— Ég sá, að hún var að lesa
eitthvað í blaðinu, sagði Emily
Harridge stíft.
Bramley Burt tók blaðið og
þau lásu saman greinina, sem
Irene hafði lesið. Hvorugt beirra
hafði matarlyst lengur og þau
gengu fram 1 anddyrið, en þar
voru Tony og Irene. Bramley
Burt rétti Tony dagblaðið og leit
á Irene.
— Þetta er alvarlegt mál,
sagði hann. — Vissir þú um
það?
— Já', hvíslaði hún.
— Þetta virðist vera morð-
mál.
Frú Harridge spurði tilfinn-
ingarlaust: — Ert þú blönduð í
þetta mál?
— Já, svaraði Irene örvænt-
ingarfull og reyndi að verjast
gráti. — Ég ætlaði ekki að vera
hér! Ég átti aldrei að tala við
ykkur! Eg veit ekki hvernig ég
á að segja ykkur, hve leitt mér
þykir þetta. Það gerast hræði-
legir atburðir út af þessu og
ekkert ykkar má‘ blandast i mál-
ið. Þið verðið að yfirgefa mig!
Gleyma að þið hafið nokkru
sinni þekkt mig! Eg er farin!
Hún gekk til dyra, en Tony
stóð við hlið hennar.
— Vertu hjá þeim, sagði hún.
Það er það eina rétta, Tony. En
hún vissi að hún gat ekki hrint
honum frá sér og í hjarta sínu
elskaði hún hann meira en
nokkru sinni fyrr. Hún hafði
aldrei þarfnazt ástar jafn mikið
og nú.
Hann studdi hana út fyrir og
inn í bíl sinn. Fyrsta áfallið var
.um garð gengið og roðinn litk-
, aði kinnar hennar.
— Hvert á ég að aka þér?
spurði Tony.
— Fyrst heim, sagði hún. Ég
vildi að ég væri hjá mömmu.
— Ég skal aka þér þangaS,
ef þú vilt!
— Þú ert svo góður, Tony og
ég eíska þig svo heitt!
— Þú verður að segja mér
alit af létta, núna. Viltu það
ekki sjá’lf?
— Jú.
Þau óku upp að húsinu og
sáu að það beið bíll fyrir utan
dyrnar.
— Gestir! sagði Tony. — Ilver
getur það verið?
Tveir menn komu út iir hús-
inu og biðu á tröppunum þegar
Tony nam staðar. Þeir voru í
bláum fötum og með svarta
hatta.
— Lögreglumenn? hvíslaði
Irene.
— Það er greinilegt.
Þeir gengu að bílnum og tóku
sér stöðu sinn við hvora hliO
hans.
— Ungfrú Bruton? spurði
maðurinn, sem stóð þeim megin,
sem Irene sat. — Ég er frá Scot-
land Yard og ég geri ráð fyrir,
að þér vitið, hvers vegna við
erum komnir hingað.
- Ég .... var að lesa blöð-
in .... sagði Irene.
— Lík Frank Weston fannst á
fyrrverandi heimili yðar. Ég
vara yður við því, að allt sem
eftir J.M.D. Young
18. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Q,