Alþýðublaðið - 21.01.1968, Blaðsíða 6
í HINU fullkomna þjóðfélagi
er ekki til neitt einmana gamalt
fólk sem ekki á sér athvarí hjá
ástiíkum ættingjum. Eða svo er
okkur að minnsta kosti stóðugt
sagt. Afi og amma eiga aö geta
eytt efri árunum á heimili upp-
konhnni barna sinna og notið
hlý.u og umönnunar þeirra. Og
oft verður einmitt sú raunin á,
öllum til ánægju.
En það er ekki alltaf þannig.
Sumar fjölskyldur eiga erfitt
með að koma gömlu fólki íyrir
á heimilinu. Stundum er ekki
pláss fyrir það í lítilli íbúð, —
stundum er hætta á, að nærvera
þess trufli heimilisfriðinn, og
oft virðist bilið milli kynslóð-
anna vera óbrúanlegt. Því verð-
ur ekki neitað, að sumt gamalt
fólk getur verið erfitt í um-
gengni, nöldurgefið, geðvont og
þreytandi. Og þá er oft stutt í ó-
þolinmæðina hjá öðrum á heim-
ilinu.
Árekstrarnir eru þó ekki allt-
af óumfiýjanlegir. Þeir stafa oft
af vanþekkingu og misskilningi.
Fólk veit ekki nógu mikið um
andleg og líkamleg einkenni ell-
innar, og þess vegna bregzt það
ekki rétt við. Það heldur. að
gamla fólkið sé duttlungafuilt og
þrákelkið af ásettu ráði, en í
flestum tilvikum getur það ekk-
ert að því gert.
UMBURÐARLYNDI ER
NAUÐSYNLEGT.
Við þurfum að hugsa um gamla
fólkið á sama hátt og börn. Þeg-
ar barnið grætur heldur mamma
þess ekki undir eins, að það sé
að gera sér leik að því að vera
erfitt. Hún veit, að það er að
biðja um hjálp — og hún veit-
ir því hjálp. Svo hættir barnið
að gráta, og um leið verður
móðirin aftur róleg. Hún lærir
líka að koma í veg fyrir grát með
því að bæta úr þörfinni áður en
barnið fer að gráta. Þessi þekk-
ing hennar hjálpar barninu til að
verða hamingjusamur fjölskyldu
meðlimur sem veit, að öllum þyk-
ir vænt um hann.
Á sama hátt þurfum við að
læra að skilja þarfir gamla fólks-
ins og hjálpa því. Ellinni eru oft
samfara ýmsar breytingar á per-
sónuleika og hegðun mannsins,
og það verðum við að gera okk-
ur ljóst. Stundum er erfitt að
gera sér grein fyrir því og sætta
sig við það — við höfum kann-
ski þekkt manneskjuna alla ævi,
og hún hefur alltaf hegðað sér
með svipuðum hætti, svo að
okkur finnst breytingamar ekki
eðlileg þróun mála og höldum,
að hún geti ráðið við þær með
viljafestu. En það er nú einmitt
það sem hún getur e k k i.
Það er ekki hægt að benda á
neitt sérstakt aldurstakmark og
segja, að þá byrji fólk að verða
gamalt. Sumt fólk um nírætt er
eins lifandi og ungt í anda og
þegar það var um þrítugt. Aðrir
eru oi'ðnir gamlir um sextugt og
jafnvel fyrr.
Ef fólk er ungt í anda má vara
sig á að telja það gamalt, þótt
árin séu orðin nokkuð mörg. Það
getur skapað gremju og ósam-
lyndi ef við högum okkur gagn-
vart áttræðri manneskju eins og
hún væri smákrakki þegar hún
er enn ern og liefur fulla dóm-
greínd.
Hitt er annað mál, að mann-
eskja sem hefur a 111 a f verið
t. d. eigingjörn og löt eða skap-
stirð og ólundarleg verður sízt
betri í ellinni.
SÁLRÆNAR BREYTINGAR
Hverjar eru þá þessar sálrænu
breytingar sem geta orðið á fólki
þegar það fer að eldast? Það eru
ekki líkamlegu ellimörkin sem
valda mestum vandræðum —
heyrnardeyfð, sjóndepra, þreyta
og ýmiss konar lasleiki. Nei, það
eru breytingarnar á persónuleika
fólksins sem valda helzt misskiln-
ingi og leiðindum.
Þær eru margháttaðar og gera
ekki vart við sig hjá' öllu gömlu
fólki. Né heldur koma þær allar
í einu eða á sama aldursskeiði.
Stundum getur ein breyting orð-
ið og engar aðrar lengi — og þá
allt í einu margar samtímis. Það
er engin algild regla.
Vitræn afturför er algeng
breyting. Hún snertir hugsun-
ina. Stundum á gamla fólkið örð-
ugt með að fylgjast með tíman-
um, það skilur ekki nýjar hug-
myndir og getur ekki lengur
aðhæft sig breyttum krir.gum-
stæðum. Stundum gloymist
merking þess sem sagt befur
verið, en ekki orðin sjálf. Það
getur oft orsakað árekstra. Við
skulum segja, að gamli maður-
inn sé beðinn að reykja ekki
pípuna sína í rúminu á kvöldin,
vegna þess að það sé hættulegt
ef hann missi hana eða sofni út
af frá' henni. Ef hann heldur því
áfram, þó að hann muni, að hann
hafi verið beðinn að hætta,
virðist það tóm þvermóðska. En
það er misskilningur. Hann man
bara orðin sem sögð voru, en
ekki merkingu þeirra.
Þá er títt, að gamalt fólk
gleymi nýafstöðnum atburðum.
Kannski getur öldruð kona rif jað
upp hvert smáatvik sem gerðist
á brúðkaupsdaginn hennar fyrir
fimmtíu árum, þó að hún muni
ekki fréttirnar sem henni voru
sagðar fyrir tveimur klukku-
stundum. Hún man fortíðina vel,
en getur ekki fest sér í minni
líðandi stund.
Svo vill áhugamá’lunum fara
fækkandi, og sjónhringurinn
þrengist til muna. Margt gamalt
fólk hugsar ekki um neitt uema
þarfir sínar í augnablikinu og
gleymir, að hinir á heimiiinu
hafa margs annars að gæta líka.
Það getur verið, að gamla kon-
an nöldri og relli í sífellu út af
prjónadótinu sínu sem hún finn-
ur ekkí meðan ailir aðrir fjöl-
skyldumeðlimir eru í uppnámi
vegna þess að ungbarnið veiktist
skyndilega.
Það er ekki, að hún sé svona
eigingjörn og kærulaus urn aðra,
heldur getur hún ekki gert sér
grein fyrir neinu sem ekki
snertir nærtækustu áhugamál
hennajh.
Vax’andi tilfinningadeyfð fylg-
ir oft éllinni. Gamla fólkið hef-
ur ekki eins næmar tilfinningar
og áður, og samúð þess með öðr-
um verður þess vegna ekki
jafndjúp. Ein fjölskylda ákvað
að senda gömlu ömmuna á elli-
heimili af þeim sökum, að þegar
ungur dóttursonur hennar dó
af slysförum virtist henni standa
nákvæmlega á sama — þó að hún
gæti tárfellt af sorg þegar hún
rif jaði upp minningarnar um lít-
inn kettling sem hún hafði misst
í bernsku. Fjölskylda hennar
fordæmdi hana fyrir tilfinninga-
leysið, en aumingja gamla kon-
an gat ekkert að þessu gert. Hún
gat hvorki skilið fyllilega hvað
gerzt hafði né fundið til sorgar
þegar sljór hugur hennar gerði
sér loks takmarkaða grein fyrir
því.
ÞVERRARNDI HREINLÆTIS-
KENND.
Eitt af því sem erfiðast er við
að eiga er þegar hreinlætis-
kenndin fer að þverra og tilfinn-
ing fyrir velsæmi í umgengni
við aðra. Gamalt fólk hættir
stundum að hirða um að þvo og
greiða sér og stendur á sama
þótt það lykti af sóðaskap. Það
skyrpir á gólfið, ropar og ræsk-
ir sig innan um annað fólk, og
það hefur oft leiðar salernis-
venjur.
Þegar um slíkt er að ræða
verður liúsmóðirin að vera á-
kveðin og kref jast þess, að gamla
fólkið hirði sig sjálft eða leyfi
öðrum að hjálpa sér til þess.
Oft verður hún að athuga, að hún
þarf að hjálpa gamla fólkinu til
að halda sér hreinu alveg eins
og henni finnst sjálfsagt að
hjálpa börnunum.
Það kemur einnig fyrir, að
tilfinningin gagnvart „réttri
breytni” sljóvgast eða jafnvel
hverfur. Ef til vill tekur gamla
konan bara það sem hún girn-
ist án þess að gera sér ljóst,
að hún er með því í raun og
veru að stela. Og kannski ýkir
hún og skrökvar alveg hóílaust
og bálreiðist svo þegar lygasög-
unum er ekki trúað. Þetta er
ekki af neinni illsku, heldur er
gamla fólkinu ekki lengur sjálf-
rátt.
Þá er geðvonzka ekki óalgeng.
Gamla fólkið getur stokkiö upp
á nef sér út af smávægilegustu
atvikum og nöldrað og jagazt í
tíma og ótíma. Það gerir sér
ekki grein fyrir tímanum né önn-
um þeirra sem kringum það eru,
svo að það finnur til ákafrar ó-
þolinmæði ef þörfum þess er
ekki sinnt undir eins. Og það
hefur tilhneigingu til að gagn-
rýna og finna að öllu. Þetta
stafar einnig af því, að það á
erí'itt með að hafa stjórn á hugs-
unum sínum og gera sér grein
fyrir hvað er að gerast.
ÓSVEIGJANLEG VANA- ^
FESTA.
Oft heldur gamla fólkið dauða-
haldi í fastar venjur og vill ekki
með nokkru móti bregða út af
þeim. Ef það fær matinn tíu
mínútum of seint getur það orð-
ið fokvont án þess að skeyta
neitt um að hlusta á hvað valdið
hefur töfinni. Og ættingjunum
til leiðinda neitar það algerlega
að prófa nokkuð nýtt eða víkja
frá sinni venjulegu lífsrás.
Yngra fólkið hatar tilbreyt-
ingarleysi og skemmtir sér við
að fara nýjar slóðir eða rjúfa
vanann með einhverju. En ör-
yggiskennd gamla fólksins er ein-
mitt oft tengd hinum föstu venj-
um daglega lífsins, og það vill
ekki hagga þeim hvað sem í
boði er. Það þráir aðeins að lifa
í sínu friðsæla tilbreytingarleysi.
Sömuleiðis hneigist það til að
lifa í fortíðinni og rifja sífellt
upp sömu gömlu atvikin. Það
segir sömu langlokurnar upp aft-
ur og aftur þangað til hlustend-
unum liggur við að missa stjórn
á sér af leiðindum.
Og það sankar iðulega að sér
alls konar dóti sem öðrum finnst
vera hreint drasl, sem gamla fólk-
inu getur verið það mjög hjart-
fólgið. Það lítur á gömul blöð
og minjagripi sem hlekki við for-
tíðina sem er því miklu raun-
verulegri en líðandi stund.
Hvað fleira? Oft vill gamla
fólkið ekkj viðurkenna veikleika
sinn og líkamlega afturför. Það
ætlar sér ekki af og leggur allt
of mikið á sig, þótt það hefni
sín eftir á. Stundum er því svo
illa við að horfast í augu við
veikleika sinn, að það kennir
öðrum um allt sem aflaga fer.
Við skulum segja, að amma
gamla sé utan við sig og týni
veskinu sínu. Þá getur henni
dottið í hug að segja, að einhver
í fjölskyldunni hafi hnuplað
því. Og ef hún skilur allt eftir
í drasli í herbergi sínu — hún
sem áður hafði alltaf hluiina í
röð og reglu — segir liún kann-
ski að einhver hafi læðst inn á
meðan og ruglað öllu fyrir lienni.
Gamalt fólk getur veriö erfitt í
umgengni, en oftast má leysa vandamálin með skilningi 01
£ 21. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ