Alþýðublaðið - 24.01.1968, Side 10
Hægri aksturinn enn
Flest virðist ógert, en fæst
gert af því sem gera þarf fyr-
ir 26. maí n.k., ef úr umferða-
breytingu verður,
Æfingabrautir,
í Svíþjóð voru byggðar flókn
ar umferða- og æfingabrautir.
þar sem fólk gat æft sig í
hægri umferð fyrir H-dag. Að
sjálfsögðu voru þessar brautir
þannig gerðar, að þær höfðu
upp á að bjóða mismunandi
erfið akstursskilyrði. ,
Þar voru lögregluþjónar, lög
gæzlumenn og aðrir, þeir, er
áttu að stjórna umferð eftir
H-dag, látnir æfa sig á því
að stjórna H-umferð og læfa
að leysa úr umferðahnútum og
umferðaflækjum, sem ætíð geta
myndazt við viss skilyrði á erf
iðum umferðaræðum.
Eru líkur til þess að búið
vefði að byggja slíkar æfinga
brautir hér, í tæka tíð til þess
að ökumenn og löggæzlulið
gefi æft sig í hægri umferð
við fyrrnefnd akstursskilyrði?
Hvenær ætli þessar brautir
verði byggðar og hvar?
Eiga íslenzkír ökumenn og
aðrir vegfarendur, og löggæzlu
lið sem á að stjórna umferð,
kannski ekki að éiga kost á
•því að vita hvað hægrí umferð
er, fyrr en búið er að breyta
umferðareglunni, Ætli þetta
verði allt kennt bara á papp
írnum.
Okuhraði.
í Svíbjóð varð að takmarka
ökuhraðá, bæði í borgum og
á þjóðvegum, vegna umferða-
brevtingarinnar Nú, að fjórum
mánuðum liðnum hafa Svíar
ekki aflétt þessum hraðatak-
mörkunum.
Að sjálfsögðu voru og eru
slíkar hraðatakmarkanir óhjá-
kvæmileg afleiðing umferða-
breytingarinnar til þess að auka
öryggi umferðarinnar.
En í kjölfar þeirra hafa siglt
aðrir erfiðleikar, sem ennþá er
ófyrirséð hvað muni kosta
sænsku þjóðina. T. d. má
nefna að það tekur langferða-
rútur bæði fólks- og vöruflutn
inga þriðjungi til helmingi
lengri tíma að fara sömu vega-
lengd nú en fyrir umferðabrey!
ingu.
Þetta orsakaði það, að rúiu-
bílar á langleiðum svo gott sem
tæmdust.
í stað þess flykktist fólkið
í járnbrautarlestir og flugvélar,
svo vart varð við ráðið.Það gef
ur því auga leið að þessir flutn
inga aðilar liafa orðið fyrir gíf
urlegu tjóni.
Ef af umferðabreytingu verð
ur liér. þá hlýtur ökuhraði hér
að vérða takmarkaður með til-
liti til þess og að sjálfsögðu
þá mikið meira en í Sviþ.ióð
vegna hins ófullkomna vega-
kerfis sem við eigum við að
búa.
Hvað munu þeir segja sem
þurfa að ferðast með langferða
bífreiðum. ef þeir þurfa að
vera þriðjungi til helmingi leng-
ur í hverri ferð eftir breyringu
en áður?
Hvað munu þeir segja, sem
hafa vöruflutninga út um land,
ef þeir burfa þriðjungi til lielm
ingi lengri tíma til að flytja
sama vörumagn eftir breytingu
en áður?
Ifvað munu bændur segja, ef
þeir þurfa 5 bíla til að flytja
sama mjólkurmagn á jafn löng
um tíma eftir breytingu og þeir
þurftu 3 áður?
Svipað hlytur að gilda með
flutninga frá mjólkurbúum til
GERÐU LÍKAN AF NÚPSSKÓLA
MYNDIN ihér að ofan er af lík
ani því, sem eldri og yngri nem
cndur Núpsskóla létu gera í
fyrra af gamla skólahúsinu og
fiáíu Núpsskóla á 60 ára afmæli
Sians. Ákveðið var á fundi nem
en)daj, sem (haldinn var hc't' í
Rvik í fyrra, að láta gera litla
e/ftirmynd úr málþni aif líkani
þessu. Skyldi það vera bréfa-
'pressa og þá minjagripur um
leið.
Nú hefur þessu verið komið í
framkvæmd. Líkan þetta er hinn
snotrasti gripur, nákvæm eftir-
líking gamla hússins.
Vinir og velunnarar Núpsskóla
gefa nú fengið grip þennan hjá
nefndinni er sá um þessa fram-
(kvæmd og ennfremur í verzlun
unum Rafiðju, Vesturgötu 11, ís-
torg, Hallveigarstíg 10, Guðmundi
Þorsteinssyni, Bankastr. 12 og
G. B. Silfurbúðinni, Laugavegi
55.
Nefndin hefur ákveðið að kalla
Núpverja búsetta hér syðra, sam
an á fund bráðlega þar sem ekki
vannst tími til þes fyrir jólin.
Þar verður skýrt frá þessum
framkvæmdum og öðru sem
nefndinni var falið og nánar
verður auglýst síðar.
dreifingarstöðva í þéttbýli. Að
sjálfsögðu hlýtur þetta einnig
að koma niður á allri landbún
aðarvöru t. d. kjöt, fóðurvöru
og áburði. Og allri annarri
vöru sem dreift er um landið
með bifreiðum.
Hvað munu Reykvíkingar
segja, ef strætis-vagnaíerðir^
sem nú taka 30 mínútur, taka
eftir breytingu 50, jafnvel 60
mínútur? Hvað þarf þá að
fjölga strætisvögnum t. d.
Reykjavíkur, Kópavogs og Hafn
arfjarðar mikið til þess að full
nægja fólksflutninga þörfinni
eftir breytingu? Frumvarpið
um frestun og þjóðaratkvæða
greiðslu er því bæði eðlilegt og
sjáífsagt, til þess að fólk geti
sagt til um það, hvort það viil
fá yfir sig illa undirbúna og
algjörlega óþarfa, hættulega og
rándýra umferðabreytingu með
öllu því ófyrirsjáanlega sem
henni kann að fylgja.
Hvaða kjósandi mun t.d. tiaia
því að óreyndu á sinn þing-
mann, að hann verði til þess
að neita honum um þennan
sjálfsagða rétt, án tillits til þess
livort þingmaðurinn eða kjós-
artdinn er með eða móti um-
ferðabreytingunni?
Þannig ætti þjóðaratkvæða-
greiðsla hér að geta orðið ráð
gefandi fyrir þingið, alveg eins
og hún var það á sínum tíma
í Svíþjóð.
Þó er langtum eðlilegra að
þjóðaratkvæðagreiðsla fari
fram hér heldur en í Svíþjóð
t.d. vegna legu landsins, sem
eylands, og einnig vegna þess
að við eigum enga sérfræðinga
í umferðamálum.
Ekki skal því heldur trúað
að umrætt frumvarp fái ekki
þinglega meðferð, því það yrðí
sá smánarblettur á yfirstand-
andi Alþingi sem seint mundi
af því þveginn.
Reykjavík, 10. janúar 1968.
Ingvi Guðniundsson,
bifrelðastjóri á B.S.R.
Daníel Pálsson,
bifreiðastjóri Bæjarl.
T rúlof usiarhrinsgar
Sendum gcgn póstkröfu.
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður,
HARÐVIÐAR
OTIHURDIR
TRÉSMIÐJA
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
FASTEIGNIR
FASTEIGNAVAL
Skólavörðustíg 3A. — 1L Bsaeðp
Símar 22911 og 19255.
HÖFUM avallt til sölu úrval af
2ja-6 herb, íbúðum, einbvlishús-
um og raðhúsum, fullgerðum og
I smíðum i Reykjavik, Kópa-
vogi, Seltjarnarnesi, Garðahreppi
og víðar. Vinsamlegast hafíð sam
band við skrifstofu vora, ef þér
ætlið að kaupa eða selja fasteign
ir
JÓN ARASON kdL
Til sölu
Höfum ávallt til sölu ár-
val íbúða af flestum
stærðum og gerðum,
ýmist fullbúnum eða £
smíðum.
FASTEIGNA
SKRIFST0FAN
AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆD. SlMI: 17466
Uofum jafnan til sölu
fiskiskip af flestum stærðum.
Upplýsingar í síma 18105 og i
skrifstofunni, Hafnarstræti 19.
FASTEIGNAVIÐSKI PT I 1
BJÖRGVIN JÓNSSON
Þeir sem óska nánari upplýs-
inga fyrir þann tíma geta snúið
sér til nefndarinnar m. a. í sím
um 51559 (Stefán Pálsson),
82464 (Laufey Guðjónsdóttir),
30321 (Jónína Jónsdóttir) og
33621 (Ingimar Jóhannsson).
Nefndin.
Eiginmaður minn og faðir okkar
TÓMAS G. MAGNÚSSON,
Skeiðarvogi 77
verður jarðsettur frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 25.
janúar kl. 13.30.
Sigríður Sigurðardóttir og börn.
10 24. Janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐI0