Alþýðublaðið - 08.02.1968, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.02.1968, Síða 2
Frétta- HúsnæSistjón í Vietnam. ★ Áætlað er að sjö þúsund ó- breyttir borgarar hafi látið líf íð í S.-Vietnam undanfarið, 35 þús. húsnæði eyðilagzt, þar af 10 þús. í Saigon. Ósamræmi ★ Fulltrúl Rúmena á afvopnun arráðstefnunni í Genf hefur spurt hvernig unnt sé að rétt læta að atómveldin geti fylgzt með kjarnorkumálum ríkja, sem ekki haf'i þau, en sem á hinn bóginn hafi ekk, aðstöðu til að fylgjast með kjarnorku uiálum stórveldanna. Stjórnmálaöngþveiti í Belgíu k Belgíska stjórnin liyggst biðjast Iausnar vegna tungu- málaóeirða sem upphaf átti í háskólanum í Louvain. Interprisr til Vietnam k Bandaríska herskipið Entcr prise er nú á leið frá strönd um S.-Kóreu og er haldið að stcfnt sé til Vietnam. isvestía affvarar k Isvestía, málgagn Sovét- itjórnarinnar hefur beint at- hygli rikisstjórna Skandinavíu að hættunni á því að leyfa Bant^aríkjamönnum eítírlits).' laust, að fljúga með atómvopn /fir Iandsvæði þeirra. >ingmenn mótmæla k Um hundrað þingmenn ueðrj deildar brezka þingsins íafa skorað á ríklsstjórnina iwæzku að styðja ekki stefnu Bandaríkjamanna í Vietnam. Valdapólitík Rússa k Moslie Dayan hefur lýst yf- r því, að júnístyrjöldin milli israels og Araba hafi verið andanfari valdaskils Rússa í Lrabalöndum. tukin viðskipti í Arabalöndum k Fulltrúj Rússa á ráðstefn- anni S.Þ. um verzlunar og bróunarlönd hefur Iýst yfir á huga á auknum verzlunarvið- skiptum milli austurs og vest urs. \ móti stjórnarmyndun k Fulltrúi Viet-Cong í Moskvu hefur lýst yfir að Viet Cong nuni aldrei fallast á stjórnar inyndun með núverandi stjórn í S.-Vietnam. Wiison til USA k Wiison forsætisráðlierra liireta er farinn til Washing- ton að ræða Vietnammálið við -íohnson forseta. Viðtal við Henry Hálfdónarsson: Fréttamaður Alþýðublaðsins hafði samband við Henry Hálfdánarson hjá Slýsavarnarfélagi íslands í gær varðandi hin hörmulegu sjóslys, sem urðu við strendur íslands um síðustu helgi, þegar illvið'ri gekk yfir Vesturland. Tilefni viðtalsins við Henry er spurn ingin, hvers vegna brezkir togarar urðu fyrir meiri skakkaföllum en togarar annarra þjóða. Henry sagði: — Allur fjöldi brezkra togara, sem stunda veið- ar á íslandsmiðum verða ekki fyrir neinum sérstökum skakka- föllum, en þó eru alltaf nokkrir sem fara iiia í slæmum veðrum. Hins er og að geta, að okkar eigin skip hafa einnig lent í hræðilegum sjóslysum á undan- förnum árum. Þjóðverjar á hinn bóginn bafa mikið til sloppið við alvarlega erfiðleika á miðunum hér við land. Ég þakka það einkum björg unarskipunum, sem alltaf fylgj- ast með þýzku togurunum. Þessi björgunarskip eru ákaflega vel útbúin að öllum tækjum íil að fylgja eftir öryggi þýzku togar- anna. Sérstaklega eru þessi skip vel búin tækjum til allrar hlust- unar, í þeim er læknir og sjúkra klefi. Þessj skip fylgjast með því, að togararnir tilkynni sig reglulega. — Ég tel, að öryggismálum okkar íslendinga hafi hrakað siðusfu ár. Tryggingarfélögin hafa haldið úti skipum til að gæta öryggis skipa á miðum úti, fyrst Goðanesinu, en á því voru einhverjir vankantar og var þá Goðinn keyptur. Hann þykir of lítill og ekki koma að nærri fullu gagni. Það er tvímælalaust nauðsyn- legt að fjölga björgunarskipum hér við land. Ef varðskipin eru til að nefna yzt við útkant land- helginnar, þá vantar björgunar- skip til að fylgjast með skipum innar, nær landi, svo sem á Faxa flóasvæðinu, Breiðafirði og sömuleiðis út frá’ Vestfjörðum. Eftir að togarinn Júlí fórst, þá vaknaði að því er virtist mik- ill áhugí fyrir því hér á landi að búa togarana betur út til varnar gegn ísingu. Var þá mikill á- hugi fyrir því að útbúa alla t.og- ara með íshnöllum, þar sem kom- ið hafði í ljós, að isaxir komu ekki að gagni í baráttunni við ísingu. Mér er ekki kunnugt um það, hvort togararnir okkar eru nú með íshnalla um borð. Brezk stjórnvöld hafa nú á- kveðið tilkynningarskyldu íyrir togara sína. Hins vegar hafa eng- ir íslenzkir fiskibátar slíka til- kynningarskyldu, ef frá eru tald- ir síldýeiðibátarnir sem tóku hana upp hjá sjálfum sér, að til- kynna sig tvisvar á sólarhring. Einnig tilkynna Vestmannaevja- bátar sig til Keflavíkur. Togar- arnir eru öruggir af því að þeir hafa loftskeytamenn og setja þeir upp kerfi og hjálpa, þegar á þarf að halda. Hvað viðvíkur öryggisútbún- aði á brezku togurunum, þá ef- ast ég um að í þeim séu nógu margir gúmbjörgunarbátar og er fullviss um, að á þeim eru ekki björgunarvesfi fyrir alla áhöfnina. Ég býst ekki við því, að brezkir togarar hafj íshnalla úr tré til þess að berja af ís, þegar hann myndast. Ég tel, að þeir hafi í mesta lagi ísaxir úr járni um borð, en þær koma ekki að gagni. Það er voðalegt, þegar ís hleðst upp á skipin. Það er ekki oft, sem það á sér stað, eða ekki nema í allra verstu veðrum. —. Stundum koma vetrar, sem aldr- ei þarf að berjast við ísingu. En þegar slíkt ber við, dugir ekkert nema að berja af látlaust með einhverju, sem er þungt í annan endann og gefur byltu. Hins veg- ar tekst ekki að berja ísinn a£ með svonefndum ísöxum. Það er augljóst að gífurleg ís- ing hefur myndast á brezku tog- urunum sem fórust hér við land. Ég held að íslenzkir sjómenn hefðu tekið árarnar úr björgun- arbátunum, brotið þær og notað þær þannig sem vopn gegn ís- ingunni — til að berja af. Með þessu fást verkfæri handa mörg- um mönnum. Það er einkennilegt með stýri- manninn á Ross Cleveland, sem fórst núna í fárviðrinu. Hann virðist vera einn uppi við að Frh. á 10. síðu. Forsætisráðherra sendir ilson samúðarskeyti í gær sendi Bjarni Bencdikts- son, forsætisráðherra, Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, svohljóðandí símskeyti vegna hinna miklu sjóslysa á brezka togaraflotanum að undanförnu: „Fyrir mína hönd og ríkis- stjórnar íslands tjái ég yður, brezku þjóðinni og þá einkum viðkomandi fjölskyldum dýpstu samúð vegna hins átakanlega manntjóns, sem orðið hefur á brezka togaraflotanum í sjóslys- unum miklu á norðurhöfum að undanförnu". I dag barst svohljóðandi svar Kkeyti frá Wilson forsætisráð- herra: „Ég er mjög þakklátur fyrir vinsamlega samúðarkveðju yðar í t.ilefni af hinu hörmulega mann tióni, sem sjómannastétt okkar hefur beðið að undanförnu. Ég mun bera vandamönnum hinna látnu kveðju yðar, og ég er þess fullviss, að samúðarkveðjur yðar munu verða hinum harmi slegnu fjölskyldum til huggunar, sérstak lega vegna þess, að þær berast frá þjóð, sem þekkir til hlítar hættur og ógnir norðurhafa. Ég leyfi mér að þakka yður og ís- lenzku þjóðinni fyrir' aðstoð, sem veitt hefur verið svo fús- lega við sérlega erfiðar og lífs- hættulegar aðstæður. Sérstakar þakkir vil ég færa ís lenzku landhelgisgæzlunni og yf irmönnum og skipshöfn allri á varðskipinu Óðni fyrir ósérhlífna framgöngu, sem bar svo mikilvæg an árangur. Það hefur hryggt mig mjög, að frétta að líkur séu til, að íslenzkt fiskiskip hafi einnig farizt í sama óveðri. Gerið svo vél að tjá vandamönnum sjómanna, sem saknað er, dýpstu samúð mína og landa minna.“ Harold Wilson, Reykjavík, 7. febrúar 1968. Bjarni Benediktsson. FLOKKSSTARFIÐ Afmælishátíð Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík minnist 30 ára afmælis síns með skemmtun í Átthagasal Hótel Sögu í kvöld 8. febrúar kl. 8,30. Skemmtiatriði verða: Frú Soffía Ingvarsdóttir rekur sögu félagsins. Öperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson syngja. Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason flytja gamanþátt. Kaffidrykkja og fleira. Þáttaka tilkynnist til Katrínar Kjartansdóttur síma 14313, Aldísar Kristj ánsdóttur sími 10488, Kristbjargar Eggertsdóttur sími 12496 eða Skrif- stofu flokksins sími 16724. NEFNDIN. FUJ í Reykjavík. FUJ í Reykjavík heldur almennan félagsfund n.k. laugardag, 10. febrúar kl. 3 síðdegis í Félagsheimili múrara og rafvirkja, Freyjugötu 27. STJÓRNIN. Hádegisverðarfundur Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur efnir til hádegisverðarfundar í Átthaga- sal Hótel Sögu n.k. laugardag, 10. febrúar, kl. 12,15. Jón Þorsteinsson alþingismaður, formaður framkvæmdanefndar byggingaáætlunar ræðir um efnið: Verða byggingarframkvæmdir í Breiðholti of kostnaðarsamar? Þátttaka tilkynnist skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir hádegi á föstudag. STJÓRNIN. Kópavogur — Garðahreppur Alþýðuflokksfélögin í Kópavogi og Garðahreppi halda sameiginlegt spila- kvöld í Félagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 8,30. Spiluð verður félagsvist, myndasýning og kaffidrykkja. 2 I.; febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.