Alþýðublaðið - 08.02.1968, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1968, Síða 3
zku togararnir voru allir í vari Þýzku íogararnir hér við land munu hafa verið í vari undan Snaefellsjökli í óveðrinu undanfarið. Þýzka björgunar- skipið Meerkatze, sem undan- farið hefur íyigt togaraflotan um þýzka liggur nú í Reykja- víkurhöfn og fóru blaðamenn Alþýðublaðsins um borð í það í gær. Um borð náðu blaðamenn- irnir tali af Sander skipstjóra. Sagði hann, að þýzki togara- flotinn hér við land, sem nú telur um sex togara, hefði á- kveðið, að leita vars undir Snjómanninum, eins og þýzkir sjómenn kalla Snæfellsjökul, áður en óvcðrið um heigina skall á. Heíðu þýzkir togarar verið að veiðum suðvestur af íslandj undanfarið og hefði það ef til vill orðið til þess, að enginn þýzkur togari hefði far- izt í óveðrinu. Þýzka ríkisstjórn in gerir nú út þrjú björgunar- skip og hefði hún gert það frá stríðslokum, en fyrir þann tíma hafi þýzki sjóherinn gegnt hlut- verki þeirra. Auk þess rekur stjórnin tvö rannsóknarskip, sem jafnframt eru björgunar- skip. Sagði Sander skipstjóri að hann vissi til þess, að Hol- lendingar og Portúgalar liefðu sérstök björgunarskip, sem fylgdi fiskiflota þeirra, en hjá Bretum sæi Sjóherinn enn um þau mál. Björgunarskipin þýzku væru byggð á þann háít að lestir þeirra væru hólfaðar og stæðu þess vegna vel að vígi, þótt gat kæmi á lestina. Sander sagði, að eitt björgunarskip værj staðsett við Grænland og annað í Norðursjónum. Meer- katze er 20 brúttólestir og hef- ur 27 manna áhöfn og væri þar af einn læknir, einn hjúkrunar- liði og tveir loftskeytamenn. Áður fyrr hefðu þeir einnig haft kafara um borð, en und- anfarið hafi verið hörgull á köfurum, bæði vegna þess, að þeir fengju betra kaup annars staðar og auk þess væri reglu- gerðin um endurhæfingu þeirra slík, að næstum ókleift væri fyrir þá' að vera á sjó. Kvað hann það þó tvímælalaust hag- kvæmara fjárhagslega, þegar Frh. á 10. síðu. Aöeins 4 af 45 gátu séð Keflavík I DESEMBER VORU gerðar , niælingar á 45 stöðum í R- vík, livort Keflavíkursjónvarpið sæist þar. Framkvæmdu íslenzk ir sjónvarpsvirkjar athugun þessa off kom í ljós, að móttökuskilyrði amerísku stöðvarinnar voru við. unandi á aðeins 4 stöðunj, en á öllum liinum óhæf. Frá þessu skýrði Emil Jónsson utanríkisráðherra í Sameinuðu þingi í gær, er hann svaraði fyr- irspurn frá Magnúsi Kjartans- syni. Emil sagði, að tækniörðug- leikar á’ takmörkun Keflavíkur- sjónvarpsins hefðu reynzt meiri en búizt var við, en unnið hefði verið að lausn á málinu. Hefði | varnarliðið fengið ný tæki tii að j setja á loflnet stöðvarinnar, en vegna veðurs hefði enn ekki reynzt unnt að setja þau upp. Taldi Emil, að mál þetta hefði fengið þá afgreiðslu, sem vænzt var. Magnús rakti gang sjónvaþs- málsins og taldi, að um van- efndir væri að ræða á loforðum Ameríkumanna um takmörkun stöðvarinnar. íslenzkir sjónvai’ps- virkjar auglýstu, að þeir gætu gert breytingar á loftnetum og útbúnaði manna, sem gerðu beim kleift að sjá ameríska sjónvarp- ið. Ýmsir fleiri tóku til máls. Jó- hann Hafstein taldi, að Ríkisút- varpið ætti að halda skoðana- könnun- um það, livort oskað væri eftir opnu Keflavikursjón- varpi eða ekki. Jónas Árnaso,i hóf áróðursræðu um svik og blekk- ingar í sambandi við varnarmál- in yfirleitt og missti brátt stjórn á sér, en bjargaðist af því, hve takmarkaður ræðutími er í um- ræðum um fyrirspurn. Eysteinn Jónsson kvaðst/ vilja mega treysta því, að þessu máli verði komið í það horf, sem lofað hafði verið. 8. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ALA - UTSALA

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.