Alþýðublaðið - 08.02.1968, Blaðsíða 10
HAPPDRÆTTI HASEOLA ISLANDS
Á laugardag verður dregið í 2. flokki.
2.000 vinningar að fjárhæð 5.500.000 krónur.
Á morgun eru síðustu forvöð að endurnýja.
Happdrætii Hásköla tsiands
2. flokkur: 2 á 500.000 kr. 1.000.000 kr.
2 á 100.000 — 200.000 —
50 á 10.000 — 500.00,—
242 á 5.00 — 1.210.000—
1.700 á 1.500 — 2.550.000—
Aukavinningrar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr.
2.000
kr. 5.500.000,—
ÓTTAR YNGVASON
héraðsdómslögmaður
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296
SMURT BRAUÐ
SNITTUR-ÖL - GOS
Opið frá 9 til 23.30. - Pantið
tímanlega í veizlur.
Leitin
Framhald af 1. sí'ðu.
um utan nokkurra lóðabelgja.
Menn eru nú orðnir vonlitlir að
báturinn komi í leitirnar. A Heið
rúnu II. voru sex menn. Heiðrún
II. er 154 brúttólesta tréskip,
smíðað á Akranesi árið 1963. Eig
andi bátsins er Einar Guðfinns
son h.f., Borlungarvík.
Öryggi
Framliald af 3. síðu.
berja af. Hinir virðast svo illa
klæddir að þeir hafi ekki íarið
upp. (Hins vegar hefur komið
í ljós með framburði stýrimanns
ins, að hann var við þriðja mann
uppi að berjast við ísinguna» og
vissulega er hugsanlegt að Bret-
arnir séu ekki eins viljugir til
að berja af eins og íslenzku sjó-
mennirnir til dæmis. Eina ráðið
er samt, þegar ísing m.vndast,
að berja af með öllum þeim
krafti, sem til er að dreífa.
Veikleikinn lijá brezku togur-
unum er kannski ekki eingöngu
í útbúnaði skipanna, heldúr og
hjá' skipshöfnunum. Oft er
klæðnaður ekki sem skyldi.
Brezk yfirvöld, sem fylgjast
með fogurum og öðrum fiskiskip-
um, Bording Trade, hefur mjög
strangt eftirlit með sjómönnum.
Þannig þurfa allir brezkir sjó-
menn að hafa „kort” upp á vas-
ann um, að þeir hafi fullkomna
þekkingu á meðferð björgunar-
tækja. Tryggingarfélögin í Grims
by og Hull halda alltaf nám-
skeið í þessum efnum fyrir sjó-
rnenn. En þess ber auðvitað að í
geta, að Bretarnir hafa átt í érf-
iðleikum að manna togarana
sina engu síður en við íslend-
ingar.
— íslenzk yfirvöld virðast
vera afar sofandi í öryggismál-
um togara og annarra skipa. Það
hefur komið fyrir, að ísl. fiskiskip
hafa strandað og yfirmenn hafa
þá borið því við að jafnvel allt
í senn, áttaviti, radar og talstöð
hafi verið í ólagi.
Mér er ekki kunnugt um, að
rannsóknir fari fram hér á iandi
á slíkum tilvikum sem þessum,
en auðvitað ber skipaeftirliti og
hafnaryfirvöldum að kæra slíkt
mál sem þetta, Hins vegar krefð-
ust Bretar rannsóknar þegar í
stað, er slíkt kæmi fyrir hjá
brezkum skipum.
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25. Sími 1-60-12.
Réttingar
Ryðbæting
Bílasprautun.
Tímavinna. — Ákvæðisvinna,
Bílaverkstæðið
VESTURÁS HF,
Ármúla 7. — Sími 35740.
Þýzkir togarar
Framhald af bls. 3.
á heildina væri litið að hafa
kafara um borð, þar sem oft
festist net í skrúfum skipanna
og væri dýrt að þurfa að draga
þau í land, sem tæki marga
sólarhringa.
Að Iokum sagði Sander skip-
stjóri, að vanalegur útivistar-
tími væri einn mánuður og
væru björgunarskipin úti jafnt
vetur sem sumar og sagðist
liann með vorinu aftur fara á
sitt gamla skip, Friðþjóf, sem
staðsett er í Norðursjónum.
_____________________-'i,____
Frú Eddon
Framhald af bls. 1.
skoðun, upphófst mikill elting
arleikur, því að áfram liéldu
gestgjafar frúarinnar feluleik
sínum. Eltu fréttamenn frúna
og þá Sun-menn vítt um flug
hafnarbygginguna. Fyrirliðar
þeirra Sun-manna hrópuðu
upp, þegar fréttamenn vildu fá
skýringu á því, hví þeir fengju
ekki að tala við frú Eddon:
„Konan vill ekkert segja við
ykkur, fréttamenn“.
íslenzkur sjónvarpsmaður
beindi þá spumingu til sömu
manna: „Á Eddon ekkí íslend
ingum líf sitt að launa? Lét
frúin þeirri spurningu ósvar-
að. Hélt fylkingin sem leið lá
til Reykjavíkur og mun hafa
átt náttstað á Hótel Sögu.
Harry Eddon liggur enn á
sjúkrahúsj á ísafirði. Búizt er
við, að eiginkona hans komi
þangað í dag.
Alþýðublaðið
vantar börn til blaöburöar í
eftirtalin hverfi:
Skipasund
Langagerði
Miklubraut
Laugateig
Voga
ALÞÝÐUBLAÐIÐ, sími 14900.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR
HÁDEGISVERÐARFUNDUR
verður haldinn n.k. laugardag í Átthagasal Sögukl- 12,15.
FUNDAREFNI:
„Verða hyggingarframkvæmdir í Breiöholti of
kostnaðarsamar?"
Jón Þorsteinsson alþingismaður, formaður fram kvæmdanef'ndar byggingaráætlunarinnar talar.
Alþýðuflokksfólk er hvatt til þess að taka með sér gesti. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Alþýðu-
flokksins fyrir hádegi á föstudag. STJÓRNIN,
Jón Þorsteinsson
10 8 febrúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐIð