Alþýðublaðið - 08.02.1968, Side 11
Starfsmannafélagr ríkisstofnana
AÐALFUNDUR
Aðalfundur SFR verður haldinn í samkomuhúsinu Lido Í
Reykjavík fimmtudaginn 14. marz 1968 og hefst kl. 20.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf skv. félagslögum.
2. Kosning 19 fulltrúa og jafn margra til vara á
þing BSRB 1968.
3. Önnur mál.
Athygli félagsmanna skal vakin á 11. gr. félagslaga, en þar
segir m.a.:
. „Heimilt er 25 eða fleiri fullgildum félagsmönnjun aff
gera tillögu um einn eða fleiri stjórnarmenn. Skulu til-
lögurnar vera skriflegar og berast stjórn félagsins a.m.k.
25 dögum fyrir aðalfund. — Öllum tillögum skal fylgja
skr’iflegt samþykki þeirra, sem stungið er upp á. Vanti
samþykki aðila, skal uppástunga teljast ógild að því er
hann varðar. Tillögum skulu ennfremur fylgja glöggar upp-
lýsingar um heimilisfang.”
Stjórn félagsins skipa 10 menn; formaður, 6 meðstjórn-
endur og 3 menn í varastjórn.
Um kjör fulltrúa á þing BSRB gilda hliðstæðar reglur
um uppástungur og við stjórnarkjör, sbr, 29. gr. fél-
agslaga.
Reykjavík, 8. febrúar 1968.
Tryggví Sigurbjarnarson, formaður.
FrystlSiús
Framhald af 6. síðu.
ið, og þó benda sterkar likur til,
að hér sé of hátt áætlað og hækk
unin muni vera nær 5 til 6%.
Menn eiga sjálfsagt ekki að
leita aðstoðar eða leita sér'skjóls
þó þeir sjái að þeir séu í bráðri
lífshættu, slíkt telst e. t. v. hjá
einhverjum kveifarskapur og lít-
il öryggisráðstöfun.
Hraðfrystihúsamenn hafa kom
izt að þeirri skoðun, að rekstur
fyrirtækja þeirra sé vonlaus við
þær aðstæður sem að ofan grein
ir. Ríkisvaldið he.ir sett á stofn
mjög þarfa og nytsama stofnun,
Efnahagsstofnunina. Hefir hún
gert ýtarlegar og mjög gagnleg
ar athuganir á efnahag frystihús
anna I landinu. Niðurstöður þær,
sem stofnunin hefir komizt að,
virðast benda til að skoðun og
álit hraðfrystihúsamanna eigi
nokkurn rétt á sér. Þegar málin
lágu þannig fyrir gripu lirað
frystihúsamenn til þcirrar nauð
varnar að loka fyrirtækjum sín-
um ,hætta að frysta fisk. Þeir
kusu heldur að snúa lykli í skrá
fyrirtækja sinna sjálfir í stað
þess að skuldheimtumenn hefðu
gert það á útmánuðum. Hér var
um nauðvörn að ræða.
Ljóst dæmj um versnandi af-
komu sjávarútvegs og fiskiðnað-
ar á Vestfjörðum á árinu 1967
er að skuldir bankaútibúanna á
ísafirði við aðalbankann hafa
stpraukizt á árinu. Allir vita að
megin ástæða fyrir þessari
skulda aukningu útibúanna er
versnandi afkoma sjávarútvegs-
og fiskiðnaðar í fjórðungnum.
Mál manna er þó, að ekki sé
þessum málum verr stjórnað
þar, en annarsstaðar á landinu.
Ekki skal því neitað, að mis-
munandi sjónarmið geti gilt um
athafnir og gjörðir einstaklinga.
Tel ég ekki óeðlilegt þó sagt
væri, að ástæða til algerrar
stöðvunar frystihúsanna hafi
ekki verið fyrir hendi, fyrr en
séð var hvað ríkisváldið vildi
leggja á sig til að gera rekstur
iðnaðarins færan. Var ég einn
á meðal þeirra. Þegar það væri
séð, væri eðlilegt að taka af-
stöðu til þess boðs, taka því, ef
boðlegt þætti, eða liafna ef boð
ið' fUHnægði ekki þeim lágmarks
þorfUm, sem farið væri frim á
og þá að stöðva. Reksturinn var
vonláus við þáu skilyrði sem fyr
ir hendi voru. Við síðasta boð
ríkisstjórnarinnar má segja, að
rofað hafi til. Ég tel, að r.auð-
varnaraðgerðir frystihúsamanna
hafi flýtt fyrir afgreiðslu máls-
infe lijá ríkisvaldinu og raunhæf
ara mat hafi verið lagt á hlut-
ina, en annars hefði verið gert.
Atvinnurekstur sem byggir til
veru sína á útflutningsfram-
leiðslu á hag sinn að veruiegu
leiti kominn uhdir markaðsað-
stæðum og hvaða mat lagt er á'
þáu verðmæti, sem fást fyrir
útflutninginn. Ríkisvaldið fram-
kvæmir það mat með gengis-
skráningunni, það skyldu menn
hafa í huga.
í nóvember sl. var mat það
sem lagt hefir verið á verðmæti
útflutningsíramleiðslunnar tekið
til endurskoðunar. Getur það gef
ið tilefni til árása á hraðfrysti-
luisamer.n, að r.ýja matið full-
nægði ekki þörfum liraðfrystiðn-
aðarins. Við athugun kom í ljós,
að ekki hefir verið tekið tillit
til allra staðreynda. Um endup
matið, gengisskráninguna, var
var ekki fjallað af frystihúsa-
mönnum, Getur það verið thefni
til árása á forsvarsmenn hrað-
frystihúsamanna, ef þeir sem
halda um stjórn þjóðfélagsins og
efnahagsmál þess, hafa taliff
það þjóðfélaginu og efnaliags-
líff hentugra að hraðfrystiiðnað
urinn fengi bein framlög úr sam
eiginlcgum sjóði þegnanna í
stað þess að fella gengið svro að
það fullnægði iðnaðinum. Þess-
ar aðgerðir geta átt rétt a sér,
ef gengisskráningin fullnægir
öðrum greinum útflutnings fram
leiðslunnar, en það getur ómögu
lega verið hraðfrystihúsamönn-
um til lasts að sú leið er farin,
þeir hafi ekki valið hana.
Fyrir skömmu síðan taldi stjórn
eins fyrirtækis í mínu byggða-
lagi, að tekjur fyrirtækisins
nægðu ekkj fyrir þörfum þess
og því þyrfti að auka þær.
Tekjuaukinn til handa fyrirtæki
þessu er fenginn með einfaldri
samþykkt stjórnarmanna, 2
millj. krónum, 20% tekjuauka;
Hverjir eiga svo að koma með
þennan tekjuauka? Það er hinn
almenni neytandi, sem fyrirtæk
ið selur framleiðslu sína eða
þjónustu. Það er ekki á svona
einfaldan hátt, sem hraðfrysti-
iðnaðurinn í landinu getur auk-
ið tekjur sínar.
Orðhvatir menn ásaka frysfl-
húsaeigendur og segja að athafn
ir þeirra hafi verið langar, skipu
lag iðnaðarins öðruvísi en það
eigi að vera, verktilhögun megi
vera öðruvisi o.s. frv. Þegar um
slíkt er rætt skulum við hafa í
huga orð þau, sem kennd eru
Bismark hinn þýzka. Hann á að
hafa sagt; að það sé ljóta starf
ið að þurfa sífellt að vera að
taka ákvörðun, takist vel til með
framkvæmd sé stjórnvizku hrós-
að, takist illa sé heimska stjórn-
andans höfð í hámæli, þó svo sé
að samskonar vitneskja og sama
stjórnvit liggi að baki báðum á-
kvörðunum.
Með rökum verður því ekki í
r.ióti mælt að hraðfrystiiðnaður
inn í landinu og síldveiðarnar
Jiafa skilað þjóðinni meiri hag-
vexti en nokkrar aðrar starfs-
greinar, þar hefir framleiðni
aukningin verið mest. Ný tækni
við síldveiðar hefir gefið aukna
veiði, aukin hagræðing tækni og
nýjar vinhsluaðferðir hafa hald
ið innreið í hraðfrystiiðnaðinn.
Ef ég nota sömu rökhyggju
og liggur baki þeirra orða Sig-
urðar Guðmundssonar í upphafi
þessarar greinar, gæti ég sett
upp dæmi, hliðstæðu við það
sem hann talaði um;
Ég veit ekki, hver laun starfs
fólks eru hjá stofnun þeirri, sem
Sigurður Guðmundsson vinnur
við, en segjum að það sé saman-
lagt 300 þús. kr. um mánuðinn.
Um næstu mánaðamót samþykk-
ir stjórn stofnunarinnar, að þar
sem hún hafi ekki fé handa í
milli ákveðj hún, að skrifstofu-
stjórinn fengi 200 þús. kr. til '
greiðslu launa starfsfólksins, en
þau skilyrði fylgi, að hann verði
að greiða sama fjölda og sömu 1
upphæð hverjum og hann
greiddi með 300 þúsund krónun-
um. Ég velt ekki, hvort Sigurð
ur teldi það kverkatak um háls
yfirmanna sinna, þó hann til-
kynnti þeim, að þetta væri sér
ómögulegt, og ef svo ætti að
vera, yfirgæfi hann starfið. Ég
veit ekki, hvort hann teldi sig
„brjóstmylking” stjórnendanna
þótt hann fengi leiðréttingu og
varla teldi hann, að sér væri
færð -upphæðin á silfurfati, þeg
ar leiðréttingin væri gerð.
Ég vildi, að hinir orðhvötu
menn kæmu hér til Vestfjarða
og skoðuðu rekstur hraðfrysti-
húsanha, athuguðu hvernig
þeim fjármunum hefði verið
varið, sem fyrirtækin hafa haft
með höndum. Hvaða áhrif það
hefir á byggð Vestfjarða, ef al-
varlegur kyrkingur og fjárhags-
vandræði ná að hrjá hraðfrysti-
iðnaðinn í fjórðungnum. Jafn-
framt mættu þeir gefa því gaum,
hve margir eru uppistandandi í
sjávarútvegi og fiskiðnaði, af
þeim sem þar hösluðu sér völl
á fyrri helm. þ. aldar. Þeir hafa
lagt starf sinna beztu ára að
bandi við hann, en oftast að lok-
sjávrútvegi og fiskiðnaði í sam-
badni við hann, en oftast að lok
um staðið í rústum fyrirtækja
sinna niðurbrotnir á sál og lík-
ama sökum aðstæðna, sem þeir
á engan hátt hafa getað haft
áhrif á, aflabrögð, tíðarfar, mark
aðsaðstæður o.fl.
Hraðfrystiiðnaðurinn er mikil-
vægasta grein útflutningsfram-
leiðslunnar. Á árinu 1966 voru
afurðir hans seldir til 25 landa
í tugum mismunandi paklcninga.
Framleiðsluverðmæti var 1650
millj. krónur. Útflutnings skýrsl
ur segja, að árið 1966 hafi 92,5%
af útflutningi landsins ver-
ið sjávarafurðir, af heildar út-
flutningi 25,8% frystar afurðir.
Auk þess á' frystiiðnaðurinn
nokkurn þátt í söltun, skreiðar-
framleiðslu og mjölsölu sem hlið
argreinum og betri nýtingu hrá-
efnis. Hraðfrystiiðnaðurinn hef-
ir náð lang lengst í sölustarfi all
ra greina útfl. framleiðslunnar.
Af þessu má sjá að hér er um
að ræða eina þýðingar mestu
grein ísl. atvinnulífs, sem snert
ir hvern þjóðfélagsþegn, ekki
hvað sízt, fólkið sem býr út um
hinar dreifðu byggðir landsins
og á alla sína afkomu undir því
að þessum atvinnuvegi vegni vel,
samfara því að útgerð og sjó-
sókn haldist.
ísafirði, 30. jan. 1968.
Marías Þ. Guðmundsson.
Kvikmyndir
Framhald af 5. síffu.
maríu, sem er nemandi hans,
þar sem 'hann kennir við skóla
í Vín, en embættisins veana
geta þau ekki gengið í hjóna-
iband.
Tom Tryon er Stefán kardináli
og hefur Preminger tekizt með
ágætum að laða fram hjá hon-
um ýmga prestlega ejginleika,
en fýlusvipurinn er ekki beint
viðeigandi. Einnegin er Carol
Linley bærjleg í hlutverki syst
urinnar, en hún hefur vist -jald
an fengið góð tækifæri. Sá sem
vekur þó mesta at'hygli af leik-
endum er John Huston (Glenn-
on kardínáli), en hann er ann
ars þekktari sem leikstjóri. Þá
er hin geðfellda og fagra leik-
kona, Romy Sehneider, í hlut-
verki Önnumaríu, sem hún leik
ur af alkunnum þokka.
Vegna þessa yfirgripsmikla
söguefnis verða sumar aukaper
sónur ekki eins skýrt dregnar
og ella. Preminger fellur líka
í þá gryfju að skipía pei-sónum
í góðar og vondar. Vegna þess-
arar yfirborðskenndar og grunn
hyggni verður húmanisminn,
sem ekki kemur einungis fram
hjá Stefáni, heldur og mörgum
aukapersónum, helzti bragðdauf
ur og óraunverulegur. Þó er
myndin hlessunarlega laus við
alla væmni, að undianteknum
halleljújasöng austurrísks æsku
fólks.
Anníirs er myndin H heild
þokkalega unnin og lítið sem
ekkert um dauða kafla. Breið-
tjaldsmyndun Shamroys er vel
úr garði gerð, en Preminger
virðist betur kunna að notfæra
sér breiðtjaldið en margir sam
landar hans.
Þgtta er sem sagt ósköp þægi
leg mynd og engan veginn leið
inleg, þrátt fyrir lengdina, og
Iþess virði að vera gerð að kveld
eyði, geri menn ekki of háar
‘kröfur.
*** LAUGARÁSBÍÓ:
Arabesque. Bandarísk frá 1966.
Leikstcóri ! og framleiðandi.
Stanley Donen. Kvikmyndun:
Christopher Challis. Klipping:
Frederick Wilson. Tónlist:
Henry Mancini. 105 mín.
Sagt er, að kvikmynd eigi
fyrst og fremst að vera fyrir
augað, og er það líklega sann-
mæli, svo langt sem það nær.
Þá má segja um þessa mynd,
að hún sé að öllu ley>ti fynir
augað. Kvikmyndatökumaðurinn
Ihefur brugðið á leik með myndb
vélina og gerir jú marga hluti
skemmíilega, en þegar til lengd
ar lætur verður þetta óstöðv-
andi ,,fótógrafíufyllerí“ hálf-
þreytandi. Þó skal ekki á móti
því borið, að það er myndatak-
an, sem heldur þessari kvik-
mynd uppi, fyrst og fremst, því
að efnið er í sjálfu sér ekkert
sérstakt.
Henry Mancinf stendur fyi'ir
sínu að vanda, og Gregory Peck
og Sophia Loren í aðalhlutvea-k
um skyggja ekki á heildarsvip-
inn.
Sigurffur Jón Ólafsson;
4 _ - -
SKIPAUTGCRB RiKlSlNS
M.S. ESJA
fer austur um land í hringférff
13. þ.m. Vörumóttaka á fimmtu
dag og föstudag til Djúpavögs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis
fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna-
fjarðar, Þórshafnar, R.aufarhafn
ar, Húsavíkur, Akureyrar og
Siglufjarðar.
M.S. BALDUR
fer til Vestfjarða 13. þ.m. Vöru
móttaka á fimmtudag og fösth-
dag til Patreksfjarðar, Tálfctta-
fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Suðureyrar, Bolungfi
víkur og ísafjarðar.
8 febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLA0IÐ