Alþýðublaðið - 08.02.1968, Síða 12

Alþýðublaðið - 08.02.1968, Síða 12
'h ÞJÓÐSKÁLD Sú var tíð, að allvel gátum við ort og áttum þó nokkur frambærileg nöfn, en nú er farið að taia um skáldaskort og skilningsleysi á vísur og kvæðasöfn, og illa gengur að útnefna þjóðskáld vort og ósýnt að málinu verði komið í höfn. En þjóðskáldaleysið auðvitað illa fer íslendingum sem gamalli bókmenntaþjóð, og vitaskuld hugsar margur meö sjálfum sér um sína verðleika og ættgöfugt skáldablóð. Ég get til dæmis tíundað hvenær sem er tuttugu þúsund meiriháttar Ijóð. Ég komst reyndar ekki í skólaskáldskapinn, þótt skylt hefði verið að birta þar kvæði eftir Lóm, en það voru fleiri, sem ekki komust þar inn af öndvegisskáldum og máttu þola sinn dóm, þó mun ég síðastur atyrða hann Erlend minn, en ábending skal þetta vera, saklaus og fróm. Þeir eru skrýtn'ir þessir stjórn- mátamenn, það má nú seffja. Nú virðast Jíeir halda að Jiað nægi til að gera íslendinga að góðum búmönnum að taka upp búmanns kiukku árið um kring ... Iss, ekkert fer maður fyrr í rúm ið þótt þeir flýti klukkunni... Það er nú mc’iri flýtirinn á cllu nú til dags, og mi ætla þeir að fara að flýta klukkanni líka ... í HAFT í HÓTUNUM SKÁLDSAGA EFTIR ERLING ÚR TEIGI HEIFTARÚTGÁFAN 1968. Sannast sagna liefur framlag sveitamanna til íslenzkra nú- tímabókmennta verið heldur klént síðustu áratugi. Þess vegna gætti hjá mér nokkurrar forvitni, þegar ég opnaði þetta nýja verk úr þeim jarðvegi sprottið. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Bókin er öskuhaugamatur og hefði verið nær að fara þangað beint með handritið, held- ur en að þvæla því í gegnum prentsmiðju fyrst. Þá er þar fyrst að taka að nafnið er út í hött því að bók in, eða ,,sagan“ fjallar um ung hjón í litlu koti á sjávar- strönd og uppáfallandi skipbrot þar úti fyrir. Ekkert það er fyrir hendi í efni bókarinnar, sem réttlætir slíka nafngift. Hinsvegar gæti það verið sprottið annaðhvort af því að les- endur hafa í hótúnum við sjálfa sig fyrir að vera að lesa þessa vitleysu, eða þá þeirri ástríðu íslenzkra sveitamanna að láta allar setningar standa í stuðlum. í sem allra styztu máli, mætti skilgreina efni bókarinnar svo, að hún fjalli öðrum þræði um harða lífsþaráttu þeirrar ikynslóðar, sem gaf okkur landið í arf, en hinum þræði um baráttu Sólveigar húsfreyju við hoppiskoppið 1 hjartanu frammi fyrir útlendum strandkafteini. Frammistaða hennar í þeirri þöglu, en þrúngnu orrustu, er ekki betrj en svo, að liöfundi þykir hæfa að velja henni nafnið dækja undir bók- arlok. Bóndi Sóiveigar, Vandráður, er myrtur í byrjun annars kafla og er dauður út í gegn. Þannig vergur hann næsta tor- ræður persónuleiki og lýsing höfundar á honum nokkuð í molum. Þetta atriöi er einmitt einn af verri göllum bókarinnar. 3ja aðalpersóna í slcáldsögu hefur hingað til fengið að tóra aftur undir bókarlok. Ekki leynir sér, að höfundur hefur ætlað að skapa ákaf- lega dramantísk persónu, þar sem Sólveig er. Hún birtist fyrst sem stolt og mikillát fjallkona, þegar hún reynir að klóra augun úr strandkafteininum, meðan hann er að kála bónda hennar uppi á baðstofulofti. En sú dýrð stendur ekki lengi. í umgengni við kafteininn missir hún liverja fjöðrina af annarri úr englavængjunum, þar til hún stendur uppi í bókarlok öllu rúin og höfundur gefur hana á báíinn, og vís- ar allri ábyrgð frá sér. Um strandkafteininn er það að segja, að honum er ekki lýst öðruvísi cn með því sem hann tekur sér fyrir liendur, þar eð höfundur treystir sér ekki til atlögu við það mál, sem hann talar. Þess vegna ér hann í bókarlok jafn ókunnur og í byrjun. Hann er þó látinn mæla eina setningu við liögg- stökkinn á þessa leið: Det har veret mig en stór paanþjelse at have veret be- kent með dig herr reppsbestýrer. Þannig ber allt ao sama brunni. Ilöfundur veldur ekki persónunum. Þær taka af honum ráðin og skvetta upp rass- inum líkt og kálfar á vordegi og láta sem þær lystir. Þaraf- leiðandi lendir allt éfni bókarinnar í hrærigraut svo að enginn botnar í rauninni upp eða niður og allra sízt höfund- urinn. Ég vildi svo ljúka þessum ritdómi mcð þökkum til útgef- anda fyrir að kaflaheiti eru skráð aftan við bókina í réttri röð. - — Gaddur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.