Alþýðublaðið - 13.02.1968, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 13.02.1968, Qupperneq 1
Þriðjndagur 13. febrúar 1968 — 49. árg. 35 tbl. — Verð kr. 7 fyrir því, hvers vegna hann sæti hjá. Tveir aðrir þingmenn neðri deildar gerðu grein fyrir atkvæðum sínum, en þeir voru: Halldór E. Sigurðsson og Ragnar Amalds. Sex þingmenn, sem eiga fasta setu í neðri deild Alþing is, sitja ekki þing um þessar mundir og sitja vara:nenn í þeirra stað. í stað Birgis Kjar an situr Þorsteinn Gíslason, í stað Bjartmars Guðmrndsson- ar situr Eyjólfur Konréð Jóns son, í stað Friðjóns Þórðar- sonar situr Ásgeir Pétursson, í stað Magnúsar Kjartí.nssonar situr Jón Snorri Þorleiisson og í stað Skúla Guðmunds son- ar situr Jón Kjartansson. Þess skal getið, a£ Jón Snorri Halldórsson situr nú í fyrsta sinn á Alþingi og tók sæti Magnúsar Kjartanssonar á fundi neðri deildar í ga^r. Togar'inn fiotts County á strandstað. Mikið rætt um öryggi togaranna Brezku blöðin hafa að vonum ritað margt um öi'yggismál togara í kjöl- far sjóslysanna um síð* ustu helgi. Virðast blöðin telja að öryggisráðstafan ir þær, sem brezka stjórn in gerði í síðustu viku. séu til bóta, en nái of skammt, og eru settar fram ýmsar tillögur og kröfur um úrbætur. M. a. kemur þar fram krafan um að fyrirskipa hleðslu- takmarkanir á togurunum og tillaga um að breyta launakjörum togarasjó- manna á þá leið, að þeir aðrar fiskveiðiþjóðir, Frakkar, Rússar, Þjóðverjar og íslendingar yrðu fáanlegir til þess að hætta fiskveiðum á sama tíma líka? Og ef þeir féllust á það, hvernig ætti þá að líta eftir því, að það sam komulag væri haldið? Blaðið bend ir einnig á það, hvaða afleiðingar slíkt veiðilbann ákveðjn tíma áirs hefði fyrir bæi eins og Hull. Fimm þúsund verkamenn í Hull starfa við fiskveiðar og fiskinðað, en við síðustu talningu voin þar Framhald á 2. síðu. í gær fóru fram í neðri deild Alþingis atkvæðagreiðsla um frumvarp, sem fyrir nokkru var lagt fyrir þingið af nokkrum þingmönnum, þess efnis, að breytingunni yfir í hægri um- ferð skyldi frestaff um eitt ár og áður en hún kæmi til fram- kvæmdar færi fram þjóffaratkvæffagreíðsla um málið. Frestunarfrumvarpið var fellt með 29 atkvæðum gegn 10, en einn þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óskað var eftir nafnakalli við at- kvæðagreiðsluna og verða hér taldir fyrst upp þeir, sem ijáðu frumvarpinu um frest hægri umferðar já-atkvæði: Ágúst Þorvaldsson, Björn Páls son, Gísli Guðmundsson, Hail dór E. Sigurðsson, Jónas Árna son, Sigurvin Einarsson, Jón Kjartansson, Stefán Valgeirs- son, Steingrímur Pálsson og Þórarinn Þórarinsson. Á móti frumvarpinu voru: Sigurður Bjarnason, Benedikt Gröndal, Birgir Finnsson, Þor steinn Gíslason, Bjarni Bene- diktsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Bragi Sigurjónsson, Ragnar Arnalds, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson, Ágúst Péturs son, Geir Gunnarsson, Guðlaug ur Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimarsson, Ing- ólfur Jónsson, Ingvar Gísla- son, Jóhann Hafstein, Jón Skaftason, Jónas Pétursson, Lúðvík Jósefsson, Jón Snorri Þorleifsson, Matthías Bjama- son, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Sigurðsson, Sigurður Ingimundarson, Sverrir Júlíus son, Vilhjálmur Hjálmarsson. Páll Jónsssnn greiddi ekki at kvæði í málinu, en gerði grein Nýjung i þjónustu heimilislækna: TVEIR Tveir nngir læknar eru um þessar mundir að opna lækningastofu í Reykjavík og hyggjast þeir stunda heimilislæknisstörf með því nýstárlega sniði, að í stað þess að hvor þeirra um sig hafi sinn ákveðna sjúk- lingahóp, munu þeir koma fram sem einn aðili gagn- vart sjúklingum sínum. verði minna háðir afla- brögðnm. í grein í brezka blaðinu The Guardian fyrir helgina er þeirri spurningu varpað fram, hvort það gæti ekki orðið til að auka öryggi togaraflotans, ef launakerfinu yrði brpytt þannig, að föst laun væru aukin, en aflahlutur minnk aður. Blaðið bendir á að laun tog arasjómanna séu góð miðað við laun landmanna, enda vinni þeir svo sannörlega fyrir kaupinu, og togaraskipstjórar hafi allt að 10 þúsund punda árslaun. En þessi laun eru alveg undir aflamagni ^komin, og blaðið gerir þvi skóna, að þctta fyrirkomulag kunni að fá þá stundum til að tefla á tæp asta vaðið. Þá ræðir blaðið nokkuð þá hug mynd að banna togurum veiðar við ísland ákveðinn tíma árs, og varpar fram þeim spurningum, hvort nokkrar líkur væru til að Um helgina hafa birzt auglýs ingar í blöðum frá laaknunum ís ak Hallgrímssyni og Guðmundi B. Guðmundssyni, þar sem þeir tilkynna, að þeir hafi opnað sam an lækningastofu í Reykjavík og segir síðan í auglýsingunni: ,,Tökum sameiginlega að okkur heimilislækningar fyrir sjúkra samlag og gefst þeim samlags mönunm, sem okkur velja fyrir heimilislækna, aðeins kostur á að velja okkur saman, og eiga þann ig að jöfnu aðgang að hvorum sem er“. Alþýðublaðið hafði samband við annan þessara lækna, Guð mund B. Guðmundsson, en hann mun fyrst um sinn starfa einn á stofunni, þar eð ísak gcgnir emi embætti héraðslæknis á Raufar höfn. Guðmundur sagði, að hér væri um nýlundu að ræða; lieim ilislæknar hefðu ekki áður starf að á þennan hátt, og hefði s’amn ingur Læknafélags Reykjavíkur við Sjúkríisamlagið raunar ekki heimilað slíkt, því að þar hefði beinlínis verið gert', ráð íyriír að hver heimilislæknir hefði sjúkl ingahóp út af fyrir sig. Til þess Framhald á bls. 14 Fé til höfuðs morðingjanum? SÚ FREGN HEFUR FLOGIÐ FYRIR, aff leigubíls.jórar og e.t.v. ýmsir fleiri hyggist leggja nokkra fjárupphæð til liöfuðs morðingja Gunnars Tryggvasonar. Á slíkt sér margar hí'h stæð- ur erlendis frá. Alþýðublaffið hefur reynt að afla sér stað- íestingar á þessari flugufregn, en þaff hefur enn ekki tekizt. Verður málinu fvlgt eftir næstu daga.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.