Alþýðublaðið - 13.02.1968, Side 7
BÆKUR
TVÆR KONUR
Ragnheiður Jónsdóttir •
VJLLIELDUR
Skáldsaga. ísafoldarprent-
smiðja 1967. 151 bls.
Katrín Ólafsdóttir:
TVÍMÁNUÐUR
Skáldsaga. ísafoldar-
prentsmiðja 1967. 199 bls.
Ragnheiður Jónsdóttir, hin
geðþekka skáldkona sem lézt
á s.l. ári, lét eftir sig fullgerða
skáldsögu sem út kom hjá ísa-
fold fyrir jólin; og er skyJt að
geta hennar að nokkru þó seint
sé. Villieldur er að ýmsu leyti
ólíkt verk fyrri sögum höfund-
arins. Ekki vegna þess að sag-
an gerist nú á dögum og í
Reykjavík; Ragnheiður Jóns-
dóttir var enganveginn jafn frá-
bitin samtíðinni og ýmsar aðrar
skáldkonur vorar. En þar er fitj-
að upp á nýstárlegri og mjög
svo áhugaverðri sálfræðilegri
og siðferðilegri athugun. Fitj-
að upp á athugun, en því mið-
ur ekki meir; höfundur hefur
ekki megnað að ráða fram úr
söguefni sínu. En tilraun henn-
ar er ekki miður áhugaverð fyr-
ir það.
Sagan gerist á einum og sama
deginum. Þá fer fram jarðarför
Odds, efnaðs kaupsýslumanns í
Reykjavik sem hefur fyrirfar-
izt á bezta aldri, einkum af
drykkjuskap. Sagan greinir frá
þremur manneskjum, nákomn-
um Oddi, nútíð þeirra sem
einkum beinist að upprifjun for-
tíðarinnar; en þau eru kona
hans, Bryndís, Elín, hjákona
hans, ein af mörgum, og vinur
hans, Arnbjörn, sem Oddur tók
frá stúlkuna, sem hann elskaði.
Sögufólkið er efnað yfirstéttar-
fólk sem ekki þarf að bera á-
hyggju út af líðandi stund; auð-
nuniinn er t- d. stéttarmunur
þeirra Bryndísar, sem heita
verður söguhetjan, og Guðlaug-
ar, sambýliskonu hennar. En
Bryndís er ekki einasta hefðar-
kona við vildarkjör í Reykja-
vík; hún er einnig mennta- og
skáldkona. Skáldskapur Bryn-
dísar kemur framvindu sögunn-
ar raunar ekki viö beinlínis, en
sagan gefur fullkomlega í skyn,
að það sé kuldi og tilfinninga-
leysi Bryndísar, hvaða samband
sem er milli þess og liinna
\,,andlegu” áhugamála hennar,
sem hrekur Odd út á æ tæpari
öngstigu unz hann ferst að lok-
um; og er þá Bryndís ekki svifa-
sein að festa kló í nýju fórnar-
dýri — Arnbirni sem elskar hana
frá fyrri tíð. Sagan gefur þetta
í skyn en er jafnframt mikið
í mun að mótmæla þessurn skiln-
ingi, hafna honum með öllu;
öðrum þræði er hún rómantísk
hrollvekja um góðan og göf-
ugan sakleysingja ó valdi „tag- |
urrar skepnu,” óargadýrs í
mannsmynd; ástríðan sem knýr
Otíd áfram er „villieldur” sög-
unnar. Þeim skilningi skilin lofa
sögulokin góðu: ætli réttir elsk-
endur nái ekki saman? En af
hverju stafar þá sektarkennd
Bryndísar í sögunni? Óneitan-
lega saknar lesandi þess að fá
ekki að kynnast sjónarmiði
Odds, lians hlið frásögunnar, en
óvild sögunnar á' Oddi er svo
stæk að hún hefur jafnvel smit-
að yfir á systur hans og móð-
ur. Bryndís er alla tíð í sjónar-
miðju, hlutverk Elínar og Arn-
bjarnar er einkum að skýra og
fylla sögu hennar, en þau breyta
henni í engu. Skilningur hennar,
hinnar köldu konu, án illrar né
góðrar náttúru, er þó forvitni-
legri en sjálf ógæfusaga hennar,
sem er sögð með allmikilli við-
kvæmni og samúð, — en Ragn-
heiði Jónsdóttur auðnaðist sem
sagt ekki nema fitja upp á slíkri
athugun, og virðist raunar hafa
talið það verkefni sift að halda
uppi „vörn” fyrir konuna.
Gísli Jónsson :
MISGJÖRÐIR FEÐR-
ANNA
Skáldsaga. Fyrsta bók:
Botnsheiðar-Gudda
Setberg, Reykjavík 1967.
259 bls.
FYRSTA skáldsaga Gísla
Jónssonar er í alla staði ó-
venjuleg bók. Það er ekki ein-
asta óvenjulegt að aldurhniginn
maður, kenndur við margháttuð
umsvif, forðum Alþingisforseti
og forseti Norðurlandaráðs,
skuli í elli sinni taka upp að
skrifa skáldsögur — og það jafn-
þróttuga sögu og Misgjörðir
feðranna vissulega er. I-Iin
sterka, hugheila rómantíska
sem fyrst og fremst auðkennir
sögu Gísla er einnig óvenjuleg
nú á dögum, jafnvel meðal
þeirra sveitasagna sem henni
svipar þó helzt til. Óvenjulcgt er
líka, og stingur í stúf við slík-
ar sögur, að söguhef ja Gísla, ung
og fögur stúlka, heitir barasta
Gudda, en hvorki Linda né Iris
né öðrum slikum nöfnum að nú-
tíðarsmekk; og áður en sagan er
öll gengur hún aftur og gerir
af sér marga skráveifu í bezta
þjóðsagnastíl. En að lokum fær
hún friðinn í vígðri mold fyrir
spíritiska milligöngu og fyrir-
sögn, og sýnir þetta dæmi, þó
Önnur skáldsaga fjallaði um
misheppnað hjónaband í haust,
Tvímánuður Katrinar Ólaísdótt-
ur, sem er fyrsta skáldsaga höf-
undar. Þyki Villieldur ósennileg
saga, einkum sálfræðilega, þá
er Tvímánuður umfram allt
sennileg, — hún er þessleg, að
hún gæti beinlínis verið dag-
sönn. Þetta er ekki lof um bók-
• ina; sagan er svo sennileg að
vart er unnt að tala urrf nein
eiginleg sögusnið á henni.
Tvímánuður greinir frá ungri
íslenzkri konu sem hefur vorið
gift og búsett erlendis á stríðs-
árunum, missti mann sinn í
stríðslokin, dauði hans og hrakn-
íngar þeirra mæðgna batt endi
á hjónaband sem áður var komið
úr reipunum; nokknim árum
eftir stríðslokin ferðast konan
um fornar slóðir í Evrópu ásamt
dóttur sinni til að rifja upp þau
fornu kynni. Eins og Villield-
ur gerist Tvímánuður í nútið,
litlu varði, að smekkur nútíðar
hefur haft sitt að segja fyrir
sögu Gísla Jónssonar.
Gísli Jónsson skrifar um
sterkt og stórbrotið fólk, mann-
kostafólk til líkams og sálar,
fólk, sem bognar ekki heldur-
brestur eins og fyrr var kveðið.
Þetta fólk er einpig gætt stór-
um og sterkum t'lfinningum,
miklum manndyggðum, en
sterkust af öllu er að líkindum
tilfinning þess fyrir „rétti” sín-
um. Þegar Gísli sagði frá raun-
verulegu mannlífi í bók sinni
Frá foreldrum mínum, í fyrra,
var það „baráttan fyrir bættum
lífskjörum” sem var honum efst
í hug; hvað sem fólkið tók sér
fyrir hendur var það að „taka
upp” þessa baráttu. í skáld-
sögunni í ár er það barátta fólks
fyrir rétti sínum sem skipar sama
fyrirrúm í sögunni. Og „réttur”
fólksins í sögunni er annars veg-
ar réttur lífsins oi tilfinning-
anna, hinnar óspilltu ástar, hins
vegar réttur auðs og valda, ætt-
ar og erfða; misgjörðir sögunn-
ar eru fólgnar í yfirgangi hins
seinni réttar yfir hinum fyrri;
rómantíska sögunnar er þann-
ig bæði mannúðleg og alþýðleg.
Að góðri og gegnri epískri hefð
eru það hins vegar „örlögin” sem
öllu ráða; ekki má sköpum
renna; sögufólk hefur jafnan
. -m
en sagan beinist að upprífjun
fortíðar, sem báðar sögurnar
leysa af hendi með alveg mekan-
ískum hætti; ferðalag Hönnu í
Tvímánuði er sams konar tilefni
sögunnar og jarðarför Odds í
Villieldi. En þar sem Villieldur
reynir til að flétta saman nú-
tið og fortíð, greina rök nútíðar
í fortíðinni, eru tímasviðin að-
greind í Tvímánuði og eínvörð-
ungu lagt upp á fortíðinni;
ungu lagt upp úr fortí'ð-
inni; ferðakonan í sögunni
kemur ekki lesanda við og
hefur ekki hlutverk í sögunni
nema rifja upp sína fyrri ævi,
sjálfrar hennar einnar vegna.
Sagan er þessleg að hún gæti
verið sönn, fólk í sögunni, at-
vik hennar, þau örlög sem hún
greinir frá. En sagan lætur sér
nægja yfirborð hlutanna, atvikin
sem ber að höndum; hún megn-
ar ekki að snúa efnivið vcru-
leikans upp í skáldskap. Mikill
fjöldi fólks kemur við söguna,
en fæst af því hefur eiginleg
einstaklingseinkenni; það varð-
ar einstök atvik hennar, hvert
fyrir sig, en ekki framvindu
hennar í heild sinni. Hans, eig-
inmaður Hönnu, er sannarlega
ekki haldin neinum „demón” í
líkingu við Odd eiginmann Bryn-
dísar í Villieldi, en þar fyrir er
hann að sínu leyti á'Iíka óskýrð-
ur og Oddur; hvorki Hanna né
Bryndís megna að gera neina
samfellda grein fyrir manni sín-
hugboð um það, og lesandi þar
með líka, sem fram muni koma
í sögunni. Átök sögufólksins
eru jafnan sterk og stórbrotin,
dramatísk að öllu eðli, hvort
sem er í ást eða hatri; og það
ra^ðist jafnan við í mjög form-
legum ræðustíl, mál þess einatt
íborið líkingum og öðru skrúði.
Það er að öllu eðli örlagadrama,
harmleikur sem Gísli Jónsson er
að semja. Þetta drama hinna
gjósandi tilfinninga reynist hins
vegar torvelt að samsama raun-
sæilegri þjóðlífslýsingu frá oían-
verðri öldinni sem leið, og stafa
af því ólíkindi sögunnar; ættar-
dramb og þótti, ósveigjaniegar
erfðavenjur Kambverja vestra,
drottningarbragur, reisn og gerð-
arþokki hinnar ættsmáu sjó-
mannsdóttur af suðurnes.ium,
hinn afdráttarlausi sterki vilji og
tilfinningar sem takast á í sög-
unni, ættu heima undir hærri
himni, í heimi sagnhetja og
harmleikja, en koma miður heim
við umhverfi annarra og hvers-
dagslegri sagna og veruleikans
sjálfs án- liins hetjulega and-
rúms sem sagan þarf við. Öllum
atvikum, hversdagslýsingu sög-
unnar verður að haga svo að ör-
lögin nái fram að ganga, harm-
leikurinn verði leikinn, og
verður ýmislegt broslegt í þeim
sambreysking hins „háa” og
ETJUR Á SV
um og ást þeirra; en örlög
beggja ráðast af manni og(hjú-
skap. Hins vegar bregður; sag-
an upp svipmyndum Eviópu,
fólks og lífshátta fyrir stnð, á
striðsárum og í stríðslokin sem
e.t.v. verða gleggri en ella.j trú-
verðugri fyrir það hve lítil skáld-
skaparlíking er á verkinu, hyers-
dagslýsing sögunnar hefur trúleg-
an svip það sem hún nær y þó
torvelt sé að greina hvað, það
sé sem gerir, eða gera ,,eigi,
þennan hversdag frásagnarverð-
an. „Ég er fegin að ég fór þessa
ferð. Margt hefur skýrzt . sem
áður var flókið — margt í^ngið
á sig mildan blæ sem áður var
hart og þungt. Það er eins og
hringur hafi lokazt. Kaflí úr
lifi mínu er á enda. Hann Ijefur
átt sitt upphaf, fengið sína fyll-
ingu, átt sín endalok. Ég, hef
lærþ margt, og ég sé margt í
nýju ljósi. Þessi ferð hefur lok-
að hringnum, og ég sé heild-
ina, og í hjarta mér er fri^Sur.”
Þetta - er niðurstaða sogukonu
að ferðalokum, að sögu sinni
sagðri, og ef til vill höfimdar
af verki sínu; ‘en lesandi nýtur
því miður ekki þessarar endur-
lausnar með henni fyrir , sitt
leyti. En báðar saman l;unna
þessar bækur að votta þau vand-
kvæði sem eru á að lýsa í áþuga-
verðum skáldskap hug og hög-
um íslenzkrar nútímakonu, —
báðar eru þær að minnsta kosti
tilraunir í þá átt. — Ó. J.
Gísli Jónsson
„lága” í sögunni; en aðdáanleg
er um leið hneigð hennar til að
skipa saman stórum efnum í
skáldskap, segja stórbretna
sögu; og sögu kann Gísli Jóns-
son afdráttarlaust að segja.
Bróðir hans, Guðmundur Kamb-
an, varð skáld, skrifaði stórbrot-
in dramatísk verk: var fróðlegt
að lesa í fyrra um upphaf þeirra
bræðra. Af bók Gísla Jónssonar
í ár verður ekki annað ráðið en
hann hefðj einnig getað ætlað
sér hlutverk á sviði skáldskapar,
og ekki orðið minni maður þar
en hvar annars staðar. — Ó. J.
13. febrúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J