Alþýðublaðið - 13.02.1968, Page 8

Alþýðublaðið - 13.02.1968, Page 8
★ OLÍUDREGGJAR. Önnur aðalorsök olíu&kemmd- anna er hreinsun á' tönkum olíu- skipa. Þegar stór olíuskip eru búin að tæma tanka sína ioðir enn mikil olía við barmana. Þar getur verið um að ræða 200 — 300 tonn, og öllu þessu magni er skolað brott. Það er þó venju- lega ekki látið fara í sjóinn nú orðið. Önnur vinnubrögð hafa verið tekin upp. Olíulagið er spúlað með vatni innan úr tönk- unum en síðan er þeim vatns og olíugraut er þá liggur r.iðri í botni tankans dæit- yfir í ein- hvern tank, þar sem hann er látinn standa og setjast. Olian flytur smátt og smátt upp og myndar lag ofan á, og þegar svo er komið, er vatninu dælt undan með mikilli varkárni. Það er þá mikils til eða alveg hreint. Ol- ían fer þá heldur ekki til spill- is, því næst þegar látið er í tank- inn er hún bara sett ofan á ol- íuna sem eftir var, þegar vatn- inu var dælt undan. Útgerðar- menn finna raunar þessari að- ferð það Ul foráttu, að solt úr sjónum sem notaður hefur verið til að hreinsa tankana með, sefj- ist með þessu móti að í olíunni og komí af stað tæringu í t&nk- börmunum. ★ SLYS. Þá eru að lokum slys. Þau eru fleiri á hverju ári en menn gera sér í hugarlund. Á árunum 1964 -—1967 strandaði níutíu og eitt sfórt olíuskip og 238 lentu í á- rekstrum, og þetta gerist þrátt fyrir miklar ráðstafanir til ör- yggis, því einmitt á þessu sviði eru útgerðarmenn fúsastir til samvinnu. í 39 tilfellum af þess- um slysum fór öll olían viðstöðu- laust út í sjóinn. borði sjávar, kannski örþunnt lag — nokkrar sameindir á þykkt, gengur uppleysingin ört. Bakter- íurnar dreifast um olíuna á hálfri annarri viku eða svo og eftir svo sem tvo eða þrjá mán- uði er olíulagið í rauninni upp- leyst. Sérfræðingar hafa mikinn áhuga á þessum gerlagróðri og miklar rannsóknir eru í gangi til þess að finna þær tegundir sem hraðast koma olíunni í lóg. í þessu sambandi er unnt að hafa gagn af rannsóknum á þeim bakteríutegundum sem fundizt hafa í olíutönkum og þar valdið tjóni í oliunni. Og nú eru sér- stakar bakteríutegundir ræktað- ar í stórum stíl til þess að hafa til taks, ef olia missist í sjóinn og dreifa yfir olíuflekkina með það fyrir augum að olían leysist upp sem allra fyrst. Næsta stig á þessum breytingum er það að einfrumungar í sjónum nær- ast á bakteriunum og svo aftur önnur dýr á einfrumungunum. Með þessari aðferð er talið fært að hraða uppleysingu olí- unnar til mikilla muna. Ýmsar aðrar aðferðir eru reyndar. Talað er um að setja í flekkina efni sem valda storkn- un. Einnig hefur komið ril tals að smíða sérstök skip, sem íleyti olíuna af sjónum. En bakteríu- aðferðin þykir álitlegust. ÞAÐ er verið að gerspilla höf- unum með olíu og olíuefnum sem í þau fara. Þetta er orðið alvar- legt vandamál sem sífellt verð- ur erfiðara viðfangs. Um þetta hefur verið til alþjóðasamning- ur síðan 1954, en ekki hafa allar þjóðir undirritað hann, og það er staðreynd, að þrátt. fyrir ýmsa góða viðleitni hefur enn sigið á ógæfuhlið í þessu efni. Álitið er að kæruleysi og slys valdi mestu um það að á ári hverju fer um hálf milljón tonna af olíu í sjóinn. Þetta þýð- ir að óskaplegt magn af sjó breytist í vökva sem er baneitr- aður bæði fyrir fisk og fugl. Og þessi olía er líka að eyði- leggja baðstrendur bæði við Miðjarðarhaf og Atlantshaf. ■ i ★ SPURNING UM SAM- VIZKUSEMI. Upp á síðkastið hafa menn reynt að skoða vandann með ol- íumengun sjávarins frá öllum husganlegum hliðum. Hvaðan kemur olían? Hvað verður af henni? Sekkur hún til botns eða heldur hún áfram að reka um sjóinn? Hvernig er unnt að losna við hana? Menn vita hvaðan hún kem- ur. Alls konar olíuúrgangur sem koma þarf frá í vélarrúrnum skipa er alltaf sú uppspretta sem drýgst reynist. Og ef út- gerðin og vélstjórarnir eru ekki á verði er hætt við að lítið verði af úrbótum. Þetta er spurning um samvizkusemi. Flesta rekur enn minni til Tor- rey-Canyon slyssins við Eng- landsströnd í fyrra er 100 þús- und tonn af hráolíu fóru í sjó- inn. Og nokkrum mánuðum síð- ar fór álíka magn af olíu í sjó- inn úr tönkum sem voru eyði- lagðir í óeirðunum í Aden. ★ HVAÐ VERÐUR UM OLÍUNA ? Spurningin um hvað af olí- unni verður hefur nýlega verið athugað rækilega. Hluti af olíu- magninu leystist fljótara upp en menn hugðu. Þessi sjálfhreinsun hafsins gerisf með ýmsu móti. Sumt gufar strax eða fljótlega upp, það sem er gufukenndast. Menn skyldu hafa þetta í huga, ef þeir hyggjast kveikja í olíu sem í hafið hefur runnið, því að olían fær að hrekjast á liafinu þó ekki sé nema nokkra daga — er mjög erfitt að kveikja í henni sakir þess að eldfimasti hlutinn er þá gufaður upp. ★ BAKTERÍUR EYÐA OLÍUNNI. Þar næst fer olían að sökkva, og getur það tekið marga mán- uði. Framan af, meðan ljóss nýt- ur, eru alls konar bakteríur að Starfi í olíunni. Og á meðan olí- an flýtur eða er rétt undir yfir- g 13. febrúar 1967 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.