Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 1
Sunmrdagur 18. febrúar 1968 — 49. árg. 37. tbl. — VerS kr. 7 Tólf þingmenn Norðurlandaráðs flytja tillögu um stofnun norrænnar eldfjallarannsóknarstöðvar á ís- landi, eru flutningsmennirnir frá öllum fimm aðildar þjóðum Norðurlandaráðs. Birtist tillagan hér lauslega' þýdd úr sænsku: „Lengi hefur verið vitaðj að Island er eitthvert virkasta eld fjaiialand heims. Hvergi ann- ars staðar er að finna jafnmarg ar virkar og óvirkar eldstöðv ar og má telja, að allflestar eða alla|r gerðir eldstöðva finn ist á íslandi. Rannsóknir síð- ustu áratuga hafa leitt í ljós, að fjölhreytni íslenzkra eid- stöðva er meiri en áður var talið. sína á sviði bergfræði, eldfjalla fræði og almennrar jarðfræði. Síðan árið 1964 hafa slíkar ferðir verið farnar og hafa tek ið J)átt í þeim jarðfiræðingar og bergfræðingar frá öllum Norðurlöndunum, fimm frá hverju landi nema Svíbjóð, sem hefur sent tíu fulltrúa í hverja ferð. Fræðsluferðum þessum hefur dr. Sigurður Þórarinsson stjórnað, en fleiri íslenzkir vísindamenn hafa einnig átt þar hlut að máli. Þess vegna er eðlilegt að vís Framhald á 15. siðu. indamenn á sviði jarðfræða hafi lengi haft áhuga á íslandi. Þessi áhugi hefur aukizt tii muna hin síðari ár, einkum af eftiirgreindum ástæðum. í fyrsta lagi hafa samgöngur milli íslands og annarra landa stórbatnað og ennfremur hafa samgöngur innanlands batnað og þannig er nú miklu auðveld ara að komast til hinna ýmsu eldstöðva en áður var. í öðru lagi hafa síðustu gos á íslandi, einkuan Heklugosið og Sur.ts- eyjargosin, vakið mikla athygli um heim allan. í þriðja lagi hefur á síðustu áratugum vaknað mikill áhugi á rann- sókrium varðandi hið svo nefnda ,,World Rift System“, sem liggur í gegnum heimshöf in og íslenzka eldfjallabeltið er hluti af. Eins og kunnugt er er ísland eina norræna landið, þar sem virkar eldstöðvair er að finna. Þetta er höfuðástæðan til þess, að kennarar í jarðfræði við háskóla á Norðurlöndum itelja nauðsynlegt að senda nemendur í fræðsluferðir til íslands til að auka þekkingu Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur: Fyrir Norðurlandaráðsþingi ur yfir í Osló Iiggur fyrjr til laga um stofnun norrænnar eldfjallarannsóknarstöðvar á íslandi. Fréttamaður átti við- tal við dr. Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, um þetta efni. Sigurður Þórarinsson sagði, að með vaxandi áhuga vísinda manna á hryggjasprungukerf um heimshafanna og síðustu gosunum á fslandi hafi vaknað mikill áhugi á alþjóða- vettvangi meðal jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga, að hér á landi yrði komið upp eld- fjallarannsóknairstöð. Bættar samgöngur bæði til landsins og innan þess hafi mjög stuðl- að að þessu, en Heklugos, gos í Öskju og ekki sízt Surtseyj- argos Ihafi mjög ýtt undir þenn an áhuga bæði íslenzkan og er- lendra jarðfræðinga og jarð- eðlisfræðinga. Sigurður sagði, að undan- fairin fjögur ár hafi verið hald ið uppi hálfsmánaðar fræðslu- ferðalögum fyrir norræna jarð fræðinga og jarðfræðinema. Hafi hann verið aðalstjórnandi þessara ferða, en fleiri íslenzk ir jarðfræðingar hafi stjórnað þessum fræðsluferðum með honum. Sagði Sigurður, að þessi fjögur sumur hafi komið alls 25 aðilar í hvert skipti, fimm firá Finnlandi, fimin trá Danmörku, fimm frá: Noregi, en 10 hafi komið frá Svíþjóð. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.