Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 9
Að vísu kom slangur af kúrd- ■ískum flóttamönnum til Sýr- llands á árunum milli heimsstyrj- -aldanna að afloknum uppreisnum ií Tyrklandi, þar sem þeim var lofað sjálfstjórn eftir heims- styrjöldina fyrri, hvað aldrei var efnt. Þessir flóttamenn námu þó ekki nema örfáum prósentum íbúanna, er íyrir voru, og síðan eru liðnir þrír áratugir og meira, og sýrlenzkur borgararc-ttur þeirra ekki verið dreginn i efa fram til þessa. ★ OFBELDI í STAÐ .HEIMSVALDASINNA”. Á þessum tíma var Sýrland undir umboðsstjórn Frakka, sem leyfðu Kúrdum (um 10% íbúa Sýrlands) að búa við menningar- legt frelsi, gefa út blöð og bæk- ur. Eftir að hinir frönsku „beims valdasinnar” (orð nú mikið not- að af Aröbum) hurfu fra' Sýr- landi og stjórnarvenjur þær, er þeir komu á, m. a. nokkurn veg- inn starfhæft þingræði, hefur smám saman verið ýtt til hliðar, þá hefur aðstaða Kúrda farið sí- versnandi. Þeir hafa sent bæna- skjöl og senainefndir til yfir- valdanna bæði vegna hins ,,ara- bíska beltis” og hinnar stórfelldu sviptingar borgararéttinda en ekki verið virtir svars eða við- tals enn. Hvaða afleiðingar hefur missir borgararéttinda í Sýrlandi? Sýrlenzki fulltrúinn skýrði það á eftirfarandi hátt: 1. Bændafólk fær ekki nbtið góðs af skiptingu jarðeigna; 2. ekki verður gengt opinberri þjónustu, hversu einföld sem hún kann að vera; 3. ekki verður ferðast milli hér- aða vegna varða við kross- götur og utan við borgir, sem heimta gild nafnskírteini; 4. ekki verður þegin vinna jafn- vel hjá einkafyrirtækjum; 5. hvorki unnt að kaupa land né selja; 6. skömmtunarmiðar fást ekki, en síðan stríðið varð við ís- rael eru einstaka matvörur skammtaðar; 7. börn fá ekki aðgang að rík- isskólunum, og um aðra skóla er ekki að ræða. Þeir voru ailir þjóðnýttir í vetur; 8. aðgangur bannaður að opin- berum sjúkrahúsum; 9. menn geta ekki leitað réttar síns fyrir dómstólunum. ★ FORDÆMING AL- ÞJÓÐASAMBANDS LÖGFRÆÐINGA. „Ætti aðeins hluti af þessum fullyrðingum sýrlenzkra Kúrda við rök að styðjast, er hér um að ræða villimannlegt brot á al- mennum mannréttindum,” segir í grein, sem Alþjóðasamband lög- fræðinga í Genf birti í haust um vandamál Kúrda. Þettá verða þeir að þola, sem nú hafa verið sviptir ríkisborg- ararétti sínum, hvort sem þeir búa innan eða utan við hið ara- bíska belti, hvort sem þeir eru bændur eða borgarbúar. Og hver eru svo réttindi þeirra, sem enn mega nefna sig Sýrlendinga : 1. Þjóðernisleg sérstaða beirra er ekki viðurkennd. Ilvorki kúrdiskir skólar né blöð eru leyfð; 2. stjórnmálaflokkur þeirra er bannaður; 3. kúrdískar bækur sem og út- lendar bækur um Kúrdistan hvert svo sem innihald þeirra er, eru bannaðar; 4. fullyrði einhver á opinberum stað, að hann sé Kúrdi en ekki Arabi, er hann ávíftur og fangelsaður fyrir að „æsa til kynþáttahaturs”. Honum er sagt að „hypja sig heim.” „Sýrland sé aðeins arabískt land, þar sem ekkert rúm sé fyrir önnur þjóðernisbrot”; 5. kúrdískir þjóðsiðir og hátíð- ir eru bannaðar, m. a. „Nár- dags” við jafndægur á vori, sem bæði er haldin hátiðieg af Kúrdum og Persum; 6. þá er kúrdísk fónlist bönnuð. Stilli Kúrdi tæki sitt á (út- lenda) kúrdíska stöð til að hlusta á tónlist eða fréttir, er hann fangelsaður, ef upp kemst; 7. embættismannakerfið hefur verið „hreinsað” af Kúrdum, nema þeir sanni þrælslund sína við Araba og segist vera Arabar. Sama er að segja um allar stöður innan liersins of- an við óbreyfta hermenn; 8. fyrirvaralausar húsrannsókn- ir gerast æ tíðari; 9. þurfi kúrdi að leita til nokk- urra opinberra skrifstofa, er hann hæddur og sagt að fara til fjandans, tali hann ckki arabísku. Tali hann arabísku og segist vera Sýrlendir.gur er hann einnig víttur, þar sem hann ætti að segja sig vera Araba. ★ ENN VINALAUSIR. í Sýrlandi búa Kúrdar mest á flat- eða hæðlendi við jaðar fjalla, sem liggja með ianda- mærum Tyrklands niður undir botn Miðjarðarhafs. Hér er því enginn möguleiki vopnaðrar mót- spyrnu eins og bræður þeirra í írak hófu, er yfirgangssemi Ar- aba þar gerðist óbærileg. Búast bá við frekari vandræðum næsta sumar, er hinir sýrlenzku Arabar halda áfram framkvæmd hins arabíska beltis, en það var að- eins byrjunin, sem fram fór sl. sumar. Enn eiga Kúrdar ekkert erlent vald að, er áhuga virðist hafa fyrir réttindum þeirra og hags- munum gagnvart sýrlenzku stjórninni eða þeirri íröksku. Og þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi gefið árinu 1968 nafnið „alþjóð- legt mannréttindaár,” virðist samt engin sií, stofnun eða ríkis- stjórn vera tU> sem fæst til aö hreyfa við mótmælum vegna of- beidis þess og gerræðis, sem Kúrdar verða nú víða að búa við og eru tvímælalaus brot flestra ef ekki allra mannréttinda. í skjóli þessa sem og hins að þeir búa á fáförnum einangruð- um svæðum, sem fáir leggja leið sína til, leyfir stjórn Sýr- lands sé nú að sýna hinum kúr- díska þjóðernisminnihluta fá- dæma ofbeldi. Frá írakska Kúrdistan sagði Habib Karim fátt tíðinda. Vopna- hlé var gert fyrir hálfu öðru ári, er Arabar sáu að vopnin gátu ekki leyst vandann. Bagdadstjórn lofaði bót og betrun og heima- stjórn fyrir Kúrdistan, en að vanda varð ekkert um efndir. í september var enn gengið að samningum, fyrri samningar að mestu óbreyttir aftur undin itað- ir, en síðan hefur aðeins hálfur liður af fjórum verið éfndur, og ekki sjáanlegt, að meira verði um efndir í bráð. íbúar 23 þorpa við Erbíl, sem reknir voru úr heimkynnum sínum fyrir þrem- ur árum, fengu að halda heim. ★ VOPNAKAUP ÍRAKS- STJÓRNAR. Stríðið við ísrael létti íraks- stjórn róðurinn við vopnakaup. Hún hefur fengið nýjar birgðir frá Sovétríkjunum. Þá hefur de Gaulle Kúrdum til mikillar gremju lofað írak verulegu magni: De Gaulle skrifaði á yngri árum sínum ítarlega gi ein- argerð fyrir franska hermála- ráðuneytið um stöðu Kúrda í Vestur-Asíu og veit vel til hvers vopn þau, sem hann afhendir nú írökum, verða notuö. í þess stað bætir írak verulega aðsiöðu franskrá olíufélaga í írak, Síðastliðið sumar var gott í Kúrdistan og hagur almennings í hinum írakska hluta ská.naði eftir hörmungar stríðsáranna, er öll byggð var lögð í rúst, 'fjjár- stofninn stórminnkaði og svæði það, er Kúrdar réðu sjálfir yfir, varð að fæða um 200 þúsund flóttaménn fram yfir hina fóstu íbúa. Til þess að gera sér rétta grein fyrir stærð þessa vandamals má' hafa í huga, að Kúrdar í írak eru aðeins um fimmtungi færri en íbúar ísraels og að land bað er þeir byggja í írak er um þrisv- ar sinnum $tærra en ísrael i fyrir Sexdagastríðið). Lausn mála sinna eygja þeir ekki í næstu framt.íð. Þróunin í írak bendir ekki í þá átt. Dag- blöð voru t. d. þjóönýtt þar fyr- ir rúmum mánuði og fátt bcnd- ir til þess að borgaraleg sljórn taki við völdum í Bagdad í bráð. Kúrdar vona þá að friður hald- ist sem lengst, þótt margir séu þeir, sem búast við nýrri hríð í vor, sérstaklega ef friðsam- legra verður í kringu*m ísfáel. Erlendur Haraldsson. Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur félagsfu'nd í Tjarnarbúð í dag kl. 14. FUNDAREFNI: Ályktun framhaldsþings ASÍ og tillaga um verkfallsheimild. STJÓRNIN. Frá Brauðstofunni Vesturgötu 25 Viðskiptavinir sem ætla að fá brauð fyrir fermingar eru vinsamlega beðnir að panta sem fyrst, BRAUÐSTOFAN. ^ AÐALFUNDUR Vélstjórafélags íslands verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar kl. 8,30 í húsi Slysavarnafélags íslands. Fundarefn'i: I r ' 1. Venjuleg; aðalfundarstörf. 2. Tekin afstaða til fyrirliugaðrar sameiningar vél- stjóra félaganna. STJÓRNIN. Pappirsstatíf margar ger'ðir cg margar stæröir NÝKOiVINAR GEYSIR HF> Vesturgötu 1. 18. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.