Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 16
Formannaskipti Stjórn hefur verið kjörin í Framsóknarflokknum og formannaskipti þýðingarmikil orðið, Eysteinn hefur offrað tign og völdum, en Ólafur tekið virðingarsætið við borðið. Sjálfsagt er Ólafur ágætum kostum búinn og úrræðagóður í viðsjálum þjóðmálahríðum, en mér er til efs, að hann gangi greiðar en Eysteinn, og gott ef hann stendur Arnarhótsbrekkuna á skíðum. En einmitt þarna liggur hættan í leyni r í landsmálafjúki og íslenzku veðraróti, því svo kynni að fara, að allmjög á öðlinginn reyndi - á undanhaldinu og bruninu niður í móti. Kallinn varð æfur þegar ég bað liann aff láta miff fá fimm bundr uS kall; og spurffi hvort ég vissi ekki hvað peninffar væru, en ég spældi hann bara meff því að segja að það væri af því aff ég' vissi það sem ég vildi ekki fara út með minna. Hvers konar búskapur er þetta? Menn týna bæði fé og hrossum einmitt þann vcturinn sem meira aff segja hreindýrin cru bjargar- laus. ASKORUN til aEsnennra borgara íslendingar hafa ekki síður en kjósendur annars staðar í heiminum, fengið að reyna þann sannleik, að valt er að treysta kosningaloforðum stjómmálamanna. Sumir menn eru jafnvel svo innundir sig og kunna svo vel á systemÍS, að þeir fá þingmenn sína til að lofa hverju því, sem þeir vilja sízt að fái framgang á Alþingi og tryggja þar með að svo verði ekki. En þótt til séu þeir menn, sem fullir trúnaðartrausts kjósa sama þingmanninn yíir sig tímabil eftir tímabil í voninni um að einhverntímann hljóti Eyjólfur þó að liressast, sé ég — al- mennur borgari þessa lands — ekki aðra nauðsyn brýnni, en að þegar í stað verði hafizt handa um að bæta hér úr. Framanritað er sem sé aðeins inngangur að stórpólitískri uppástungu sem ég vænti að fái hljómgrunn með þjóðinni allri. Þeir tiltölulega fáu íslendingar, sem ekki eru, hafa verið eða nokkur líkindi eru til að verði nokkurn tímann þingmenn, verða nú þegar að bindast samtökum. (Ég mun nota orðið „samtök", þar eð ,,bandalag“ hefur gefizt illa undanfarin ár). Samtök þessi skulu heita ,,And-Alþing“ o.g yfirlýstur tilgang- ur og stefna að tryggja þjóðinni, að stjórnmálamenn standi við a. m. k. 2/3 liluta gefinna kosningaloforöa. í stjórn samtakanna skulu eiga sæti 61 kjörinn fulltrúi af sameiginlegum framboðslista. Staki maðurinn, skal vera for- seti And-Alþingis og ekki hafa kosningarétt á þinginu, nema því aðeins úrskurður strandi á jöfnum atkvæðum. Skal liann þá jafnan greiða atkvæði með þeim flokki andalþingismanna, sem vinnur hlutkesti. Forseti skal hafa í höndum nákvæma skrá yfir kosninga- loforð hvers einasta kjörins alþingismanns og sjá um að fylgzt verði með frammistöðu þeirra á þingfundum. Skal til þess nefndur sérstakur fulltrúi með heimild til að taka fram í á þingfundum. Nú hefur forseti And-Alþingis fengið í hendur skýrslu eft- irlitsmanns um frammistöðu einstakra þingmanna. Skal hann þá bera hana nákvæmlega saman við loforðaskrána og taka til liliðar skýrslur um þá alþingismenn, sem verst liafa staðið í stykkinu um efndir loforða. fleiri en fimmtán, til að sækja þessa alþingismenn og draga Forseti tilnefnir flokk manna, ekki færri en tíu og ekki þá fyrir And-Alþingi og má beita til þess hverjum þeim með- ulum. sem nauðsynleg teljast án þess að stofna llfi alþingis- manna í beina hættu. T. d. má ekki slá þá í höfuðið með girð- ingarstaur og ekki setja þá í poka, eða kistu, nema tryggt sé að þeir geti að minnsta kosti andað að 3/4 hlutum. Nú hefur alþingismaður verið dreginn fyrir And-Alþing og skal hann þá skyldur að sýna forseta virðingu og svara undan- bragðalaust öllum þeim spurningum, sem fyrir hann verða lagðar. Einnig ipá skikka hann til að gefa skriflega skýrslu um frammistöðu sína á Alþingi og skal fá til þess allt að tveggja klukkustunda frest. Þá skulu skýrslur lians og eftir- litsmanns bornar saman. Komi í Ijós við yfirheyrslur eða samanburð skýrslna, að alþingismaðurinn hafi ekki hreyft a. m. k. 2/3 þeirra mála, sem hann lofaði fylgi sínu færir kosningar, skal And-Alþing skipa yfir hann fimm manna dómstól úr sínum hópi. Heimilt er, en alls ekki skylt, að dæma alþingismann til léttustu leyfðrar refsingar við fyrsta brot, þ. e. til að ganga með uppmjóa rauða pappírshúfu í hálfan mánuð samfleytt og viðeigandi skiltí á bakinu. Ekki má hann, meðan á refsingu stendur, taka sér fari með strætisvögnum eða leigubílum og And-Alþingi skal fe.ka bíllykla hans í sína vörzlu, mcðan á refsingu stendur. Skipa má fjóra áreiðanlega menn til að fyJgjast með ferðum hins dæmda. Þyngri refsingar ákveður dómurinn jafnóðum, en ekki má þó dæma til lífláts, eða líkamsmeiðinga skal And-Alþingi gera út sendimann til Peking, til að kynna sér skipulag og starf- semi hinna svokölluðu Alþýðudómstóla. Að síðustu skora ég eindregið á alla ábyrga almenna borg- ara þessa lands að taka upp með mér merkj And-Alþingis og fylgja málinu fram til sigurs. — GADDUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.