Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 3
KARÐ FYRIR SKILDI Svipurinn yí'ir Reykjavíkurhöfn er nii ekki lengur samur og áður, því aö nú cr kolakraninn fall- inn. Illutverk hans hefur verið oröið lítið síðustu árin, og hann hefur nú orðið að víkja fyrir mik illi vöruskemmu, sem á aö rísa þar sein hann hefur áður stað- ið. En óneitanlega er sjóndeildar hringurinn annar nú en áður, eins og sést á þessum tveimur mynd- um. Önnur mynd'in er tekin af krananum meöan hann stóö enn uppi í allri sinni tign, en sú neðri er af honum föllnum. Hér eftir veröa skáld sem yrkja um höfn ina að nefna annað en kranann sem tákn hennar, enda er það kannski hvort eð er löngu komið úr tízku aö yrkja um kolakran- ann. Aöstoð til flótta- fólks í Víetna m Nýlega var skýrt frá því að Rauði Kross íslands hefðí liafiö f jár- söfnun til styrktar nauðstöddu fólki í Vietnam, en Rauöi Krossinn í öllum löndum hefur nú hafiö slíkt hjálparstarf. Hefur undanfarna daga verið lögð á þaö megináherzla að aðstoða flóttafólk, segir ^ fréttatilk.vnn'ingu, sem blaöinu barst í gær frá Rauða Krossi íslands. Fer sú tilkynning hér á eftir: „í gær barst RKÍ skeyti fró Al- þjóða Rauða Krossinum í Genf með fregnum um hjálparstarfið í Vietnam. í skeytinu segir rh. a. að undanfarna daga liafi verið lögð á það megin áherzla að auka sem mest hjálpina við hinn stóra hóp flóttafólks. Aðalstöðvum Rauða Krossins í Saigon hefur t d. verið breytt í miðstöð fyrir bágstadda, þar sem nauðsí.ödd- um og heimilislausum er gefinn matur og séð fyrir bráðabirgða húsnæði. Rauði Krossinn hefur íengið aukið húsnæði til þess- ara starfa víðs vegar um borg- ina, m. a. í Cholon, þar scm erf- iðleikarnir eru éinna mestir. — Svipuð aukning hjálparstarfs við almenning er í undirbúningi víðs vegar um landið. Sjúkrastöðvum Rauða Kross- ins hefur verið fjölgað, og eru sjúkralið Alþjóða Rauða Kross- ins nú starfandi í flestum héruð- um landsins, og veita læknar og hjúkrunarliðar almennum borg- urum Kðstoð eftir megni. Talið var í gær, að mesta hættan á sjúkdómsfaraldri, svo sem tauga- veiki, sé liðin hjá. Nægilegt bólu- efni er fyrir hendi. Eins og kunnugt er af fréttum hafa stjórnarvöld hinna ýmsu yfirráðasvæða Vietnam á hendi fyrirgreiðslu fyrir fióttafólk, en tekið er fram, að öll aðstoð, sem Rauði Krossinn veitir bágstöddu fólki, sé óháð stjórnarvöldunum, og algjörlega sjálfstæð í sam- ræmi við starfsreglur Aibióða- Rauða Krossinn og hlutleysis- stefnu hans. í viðbótarstarfi því, sem Rauði Biblludagur í da$ I dag cr bjbliudagrur og verður Réykjavík, GUÐBRANDS- hans minnzt í öllum kirkjum STOFU í nyrðri turnálmu landsins. Biskup íslands skrif Haligrímskirkju. Þar hefur fé- að'i sóknarprestum nýlega bréf ]agig nú skrifstofu, sem er op- þar sem hann minnti þá á in daglega kl. 15 — 17, og bóka- þennan dag og bað þá að veita afgreiðslu. Fyrir sérstaka veb viötöku nöfnum nýrra félaga vild sóknarnefndar Hallgríms- í Biblíufélagið og gjöfum, sem kirkju hefur félagið að vísu berast kunna. Bréf biskups var notið þeirra sérstöku kjara að á þessa leið: þurfa ekki enn að greiða neina ,,Ég vil hér með, kæri sókn- leigu fyrir þetta húsnæði. — arprestur, flytja yður þakkir Hins vegar hefur félagið orð- frá stjórn Hins íslenzka ið að kosta nokkru til nauðsyn- Biblíufélags fyrir allan stuðn- legrar innréttingar og tii hús- ing við félagið á undanförnum árum. Jafnframt leyfi ég mér að minna á BIBLÍUDAGINN 2. sunnudag í níuviknaföstu, sem að þessu sinni er 18. febr. og mælast til þess, að þér notið það tilefni, sem guðspjöll dags- ins gefa, til þess að minna á þýðingarmikið hlutverk Bibliu- félagsins, sem gegnir því verk- efni fyrir kirkjunnar hönd að annast útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar. Síðan sá háttur var upp tek- inn hér á landi — í samræmi við starfsháttu systurfélaga um allan heim — að hafa sér- stakan „biblíudag” á hverju ári, hefur starfsemi Hins ísl. Biblíuféiags aukizt verulega og ýmis mikilvæg þáttaskil orðið í sögu þess. Hefur bibliudagur- inn átt góðan þátt í því að styrkja félagið og vekja athygli á starfsemi þess. Þó þyrfti þátt- taka almennings að verða mun meiri og vissulega væri þess full þörf, að gjafir til félagsins væru meiri en orðið hefur hing- að til. Nú hefur Biblíufélagið eign- azt sérstaka bækistöð hér í muna. Verið er nú að prenta nýtt upplag af Nýja testamentiiiu í litlu og handhægu broti ög mun það væntanlega koma á markaðinn áður en langt líð- ur. Þessi prentun verður vöntí- uð og talsvert kostnaðarsöm, en mun bæta úr tilfinnanlegri þörf. Um verkefni og þarfir félags- ins að öðru leyti fjölyrði ég ekki frekar í þessu bréfi, en ég vona, að síðar á þessu ári verði hægt að senda yður og öðrum félagsmönnum nokkru fyllri greinargerð fyrir fjárreiðum og áætlunum þess. Ég bið yður, kæri sóknar- presfur, f. h. félagsstjórnar, að tala máli Bíblíufélagsins við guðsþjónustur ó biblíudaginn og gjöra svo vel að veita við- töku nöfnum nýrra félaga, fé- iagsgjöldum og gjöfum, sem berast kunna. Áritun félagsins er: Hið íslenzka Biblíufélag, Guðbrandsstofu, Hallgríms- kirkju, Reykjavík. Sími 17805.” Sigv.rbjörn Einarsson biskup íslands. Krossinn hóf til hjálpar flótta- fólki nú fyrir skömmu, hefur starfslið Alþjóða Rauða Krossins þegar veitt tíu þúsund fjölskyld- um, þ.e.a.s. um það bil sjötíu þúsund heimilislausum, ýmis kon- ar aðstoð. Fulltrúar frá Genf hafa unnið að því undanfarna daga, að kynna sér ástandið í hér- uðum utan stærstu borganna, svo að hægt verði að auka hjálpar- starfið á sem breiðustum grund- velli. Alþjóða Rauði Krossinn hefur endurtekið tilmæli sín td allra Rauða Kross félaga um aðstoð við hjálparstarfið í Vietnam. — Sænski Rauði Krossinn hefur haf- ið söfnun í samvinnu við sænska útvarpið, Finnski Rauði Krossinn hefur tilkynnt söfnun innan skamms, og í Danmörku er hafin landssöínun til hjálpar Vietnam- starfin-i. Rauði Kross íslands mælist til þess, að sem flestir bregðist vel við hjálparbeiðni Alþjóða Rauða Krossins. Tekið er á móti fram- lögum hjá RK-deildum um allt land og hjá dagblöðunum.” Leikmenn annast guðsþjónustuna í DAG 18. febrúar annast fé- lagar úr Bræðrafélagi Bústaða- sóknar guBsþjónustu safnaðar- ins og bjóða síðan konum sínum og vinum á skemmtun um kvötdið. Það hefur nokkrum sinnum gerzt við guðsþjónustur í Bú- staðasókn, að presturinn hefur fengið sér sæti, þegar kom að prédikuninni, en eitthvert sókn- arbarnanna steig í stólinn. Nú á sunnudaginn kemur annast með- limir Bræðrafélags sóknar guðs- þjónustuna að öllu öðru leyti en þvi, :ip sóknwlHresíurinn lýsir blessun í lokin. Einu sinni áður hafa bræðurnir þannig skipt með sér verkum og þótti sú ti’.raun, gefa góða raun og sjálfsagt að cndurtaka hana. Á sunnudaginn er það Aðal- steinn Maack, byggingaeftirlits- maður, sem stígur í stólinn og prédikar, en flutningur ýmissa annarra liða er falinn bessum meðlimum Bræðrafélagsins: Dav- íð Kr. Jenssyni, bygginganieist- ara, Gísla H. Jóhannssyni, verzl- únarmanni, Jóhannesi Bj. Magn- ússyni, kaupmanni, Jóni Jónssyni, fiskifræðingi og Úlfari Eysteins- feyni matreiðslumanni. Frá stofnun Bræðrafélagsins haustið 1964 hefur það verið venja að bjóða konum íélags- Mnanna til hátíðar einu sinni á ári, er slíkt kallað konukvöld bræðranna. Verður þetta nú í dag í húsakynnum Dansskóla Her- manns Ragnars og hefst kl. 8,30 um kvöldið. Fer þar ýmislegt Framhald á bls. 15 18 febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.