Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.02.1968, Blaðsíða 11
Sú er skoðun Mc Luhans, pró fessors við Torontoháskóla í Kanada. Mc. Luhan hefur tek- izt á hendur hvorki meira né minna en að skýra alla menn • inguna í fortíð, nútíð og fram tíð. Hann á það sameiginlegt öllum mönnum, sem komið hafa með nýjar kenningar um al- heiminn og hugarstarfsémi og atferði mannsins að gerbylta ríkjandi skoðunum. Hann heldur því fram, að þegar menn horfi á s.iónvarp sé það frekar vani heldur en raunveruleg sjónreynsla, að maðurinn lifi lífinu horfandi gegnum bakspegilinn og hann geri sér ekki grein fyrir um- hverfi sínu fyrr en eftir á; og það sem verið sé að boða sé ekki eins mikilvægt og hvernig það sé boðað eða eins og kenni mark hans hljóðar: „The med ium is the message", sem myndi útleggjast á þann veg, að leiðin sé hið áunna. — Mc Luchan er fæddur 1911. Hann lagði í upphafi stund á verk- fræði en sneri fljótlega við henni baki og sneri sér að enskum bókmenntum. Seinna stundaði hann nám í Cam- bridge og kynntist þar verkum ýmissa höfunda. sem síðar áttu eftir að hafa mikil áhrif á lífs skoðanir hans eins og Edgav Allan Poe („Upphafsmaður leynilögreglusagnanna. Hann fékk lesendurna sjálfa til að leysa gátu sögunnar", segir Mc Luhan), James Joyce (,,Hann notar málið einungis sem tján ingartæki? Finnegans Wake er grandskoðun tækninnar á allar hliðar mannlífsins") og Rim- baud, Baudclaire og Mallermé (Ég lærði tjáningaraðferðir mín Ættbálka þjóðfélag'ið endurspgel- ast í „topplausu" bardömunni. ar af symbólistum, þeir gefa til kynna en staðhæfa ekki“). — Mc-Luhan segist hafa fengið áhuga á dægurmenn- ingu, þegar hann átti að kenna ungum Bandaríkjamönnum við háskólann í Wisconsin. Sagðist hann þá hafa mætt ungu fólki, sem hann hafi ekki skilið, cn haft knýjandi áhuga á að grand skoða menningargrundvöll þess til þess að skiija mál þess. Til þess að komast að raun um, hvað fjölframleiðslan hef ur gert bandarísku þjóðfélagi kynnti Mc Lulian sér bílaauglýs ingar, lögun og útlit lykteyð- andi efna o. s. frv. Hann hef- ur einmitt nýlokið við að senda útgáfufyrirtæki nokkru bók sína um 140 auglýsingar, sem hann lætur athugasemdir fylgja með. í bókum, sem hann gaf út 1962 og 1964 gerir hann grein fyrir dægurmenningunni og hvernig hún varð til, og skýrir jafnframt samsvörunina í bókmenntum og vísindum. í annarri þessara bóka segir hann t.d. frá hagfræðingi, sem held- ur því fram að unnt sé að rekja upphaf viðskipta til vana apans að sveifla sér frá einu tré til annars. Svo að öllum apa kenningum sé sleppt eru kenn ingar Mc Luhans þessar: Þró- unarstig mannsins hafa frá upp hafi verið þrjú — ólæsa stigið eða ættbálkastigið, Gutenberg 'ritlistar-) stigið eða einstak- lingsstigið og nútíma raf- eða nýja ættbalkastigið. Sérhvert stig er háð þeim leiðum, sem eru til upplýsingaöflunar. Með uppiýsingum á Mac Lulian ekki aðeins við t.d. það, sem unnt er að tjá á prenti og í sjónvarpi, heldur einnig föt, klukkur, peninga og hvers kyns hluti, sem hafa að geyma mein ingu. Mc Luhan heldur því fram, að þessar upplýsingar eða leið ir breyti skynjun okkar — þ. e. a. s. maðurinn heyri, finni til, bragði og finni lykt og þess vegna viti hann. Segir hann t. d. að hlutir eins og áhöld og tungumál hjá hinum frumstæða manni hafi leitt til þroska mannsins og hinnar öru þróun ar heila hans og þróunar frá öðrum dýrum, en ekki öfugt. Mc Luhan lítur á sérhverja nýbreytni sem mótara mannsins á sama hátt og öxin hafi komið til vegna handarinnar, sé bók in afleiðing augans og á sama hátt séu rafmagnsleiðslur, sími og sjónvarp útvíkkun á æðakerf inu. Sérhver slík útvíkkun breyti jafnvægi hinna fimm skynjana — geri það eina skynjun ráðandi og breyti til- finningum, hugsunum og svör- unum gagnvart upplýsingum. Afleiðing þessa sé, að nýtt um hverfi skapist, rúmskynjanir og afstaða breytist. Segir Mc Lu han að þetta sé þríþrepað: nýj ar leiðir hafi í för með sér nýtt skynjafnvægi og nýtt skynjafnvægi leiði af sér nýtt umhverfi. Af þessum ástæð um, segir Mc Luhan, er leiðin hið áunna, vegna þess sé sú staðreynd, að doppurnar á sjón varpsskerminum, sem mynda myndina sé mikilvægari heldur neldur en hvort doþpurnar mynda Pétur eða Pál. — Þannig hafi eyrað verið hinn ríkjandi þáttur á ólæsistig ginu, „að heyra var að trúa“. Maðurinn lifði í hljóðheimi — í heimi — þar sem til- finningar, dulúð og samhjálp var ríkjandi. Með Grikkjum hafi heimur sjónarinnar hafizt. Prentlistin, sem Gutenberg inn leiddi hafi orkað sem atóm- sprengja; í fyrsta sinni í sög. unni hafi maðurinn getað les ið og hugsað í einangrun, ein- staklingsliyggjan hafi fæðzt, Prentlistin hafi gert iðnaðar þjóðfélagið mögulegt, eðlisfræð in hafj myndazt, í listum hafi hún haft í för með sér fjarvídd, og í bókmenntum rökræna tíma skvnjun. Á 18. öld hafi svo raf stigið hafist með tilkomu rit- sírnans. Gutenberg tímabilið hafði bundið enda á ættbálka tímabilið; rafstigið hafi síðan innleitt á ný, — hægt að gcrina hugsun frá athöfn — þar sem hinir stöðugu upplýs- ingamöguleikar þess hafi gert manninn vitandi um umhverfi sitt og þannig hafi allar skynj anir mannsins, sem hann hafi notað á ólæsa stiginu að vissu leyti verið samtvinnaðir á ný. Með fjölmiðlunartækjum nút tím^ns séu fjarlægðir brúaðar og allir menn séu háðir hvor öðrum á sama hátt og menv* voru á ættbálkastiginu. Mc Lu han heldur því fram, að menn séu háðir hvor öðrum á sama hátt og þeir voru á ættbálkast® inu. Mc Luhan heldur því frafh, að bókin sé einskorðuð við eina skynjun, þ. e. augnskynjunina og sé það undir framsetningu hennar komið, hver áhrif hún hafi. Sjónvarp á hinn bóginn nái til allra skynjana mannsins, maðurinn sé „í“ sjónvarpinu, jafnvel þótt hann sé hættur að fylgjast með því, sem fram fer á skerminum. Þess vegna sé» mótmælin gegn Vietnam styrj- öldinni svo almenn, sem raun ber vitni; það sé ekki vegna þess, að menn almennt séu sv» miklir friðarsinnar, heldur vegna þess að menn séu ósjátf rátt þátttakendur í striðinu fy» ir tilstilli sjónvarpsins. * Menn deila að sjálfsögðu um kenningar Mc Luhans, en það skiptir máli, hvort þær eru rétt. ar eða rangar og það gerir reg inmuninn. HEIMUR NÚTfMANS 18. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.