Alþýðublaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 3
I ÞAU FENGU VERÐLAUN Á myndinni hér til hli'ðar er skólalið Melaskólans sem sigraði í nýafstaðinni spurningakeppnl um umferðarmál. Þau liiutu að verðlaun tvo bikara gcfna af samstarfsncfnd bifreiða trygg’ingafélaganna, þann minni til eignar. Ennfremur fengu þau viðurkenningarskjal frá lögreglustjóranum í Reykjavík. Með börnunum á myndinni er Steinar Þorfinnsson, yfirkennari. Háskólabíó var þéttsetið á sunnudaginn, er próftssor Þór hallur Vilmundarson flutti þar annan fyrirlestur sinn á þess- um vetri um náttúrunafnakenn ingu sína. Munu þess ekki vera mörg dæmi áður að svo mikill áhugi sé sýndur sérfræðilegum fyrir lestrum háskólakennara, að venjulegt fyrirlestrahúsnæði Háskólans hrökkvi ekki til, heldur þurfi að leita í stærsta samkomusal landsins og leifi þó ekkert af að hann dugi. í fyrirlestri sínum á sunnu- daginn færði þrófessor Þórhall ur saman ýmislegt, sem hann hefur sagt áður á dreif í fyrir lestraflokkum sínum. Hann tal Lesið nýtt leikrít eftir Thor í kvöld kl. 8.30 efnir Stúd- entafélag Háskóla íslands til bókmenntakynningar í Átfhaga sal Hótel Sögu. Verður þar lesið af sviði nýtt leikrit sftir Thor Vilhjálmsson. Allt hefur sinn tíma, sem ekki hefur áður birzt opinberlega. Sex hlut- verk eru í leiknum, og lesa Silja Aðalsteinsdóttir og Þor leifur Hauksson hin stærstu þeirra, en sögumaður er Þor leifur Hauksson. Þá mun Thor Vilhjálmsson einnig lesa upp kafla úr nýrri, óprentaðri bók. — Vikulegar samkomur af iþessu tagi hafa verið haldnar í vetur af bókmennta- og list- kynningarnefnd Stúdentafélags ins, en þetta er hin síðasta á starfsárinu. Öllum er heimill aði þar m.a. um ósamsett ár- heiM, sem hann taldi að tit forna hefðu verið langtum fleiri en menn hefðu hingað til álitið, en þessi nöfn lifðu oft áfram í nærliggjandi örnefn um, þótt árnar sjálfar hefðu breytt um nöfn. Þá gerði hann einnig grein fyrir skoðun sinni á þróun íslenzkra örnefna og ' setti upp tfmatöflu um þau efni. í höfuðatriðum er 'skoð un hans á þá leið, að á 9. og 10. öld hafi náttúrunöfn verið ríkj andi og nær einráð. Um 1000 hefði örnefnabreyting byrjað að eiga sér stað; þá hefðu ár- hefti eins og Eyvind breytzt í Eyvindará; Hvít í Hvítá o.s. frv. á 12. og 13. öld hefði mannanafnakenningin verið orðm einráð, og eítir þann tíma hefðu menn gefið ýmsum bæj um nöfn eftir mönnum, en slík nöfn væru einkum á nýbýlum, h.iáleigum frá eldri jörðum og heiðabýlum, sem voru ýmist í byggð eða féllu í eyði eftir árferði. Þessi nöfn taldi hann þó furðu fá, og af nöfnum sem enda á liðnum — staðir, væru aðeins rúmlega 40 kenndir við menn af alls um 1100 staðanöfn um væru nær undantekninga laust dregin af mannanöfnum eða viðurnefnum manna. Gegn þessari ríkjandi skoðun hefur prófessor Þórhallur risið með náttúrunafnakennineu sinni. í fyrirlestrinum vék prófess or Þórhallur nokkrum sinnum að Landnámu og taldi frásöff ur hennar orðnar til sem skýr ingar á örnefnum, sem æMu sér allt annan uppruna. En rnenn yrðu að hugga sig við það, sagði prófessor Þórhallur, í trega sínum eftir landnáms sögurnar, að í staðinn vinna þeir mikinn fjölda af fallegum Prófessor Þórhallur Vilmunclarson útskýrir fyrir á leyrendum sínum í Háskólabíói. Benzsn, hjólharðar þyngaskattyr iiækkar Ríkisstjórnin lagði í gær fram á Alþingi frumvarp um hækkun á benzíngjaldi, gúmmígjald’i og þungaskatti bifreiða. Mun þessi; hælckun renna til viðhalds og uppbyggingar vegakerfsins, þar á meðal til undirbúnings og bygg’ingar hraðbrauta, sem væntanlega verður byrjað á 1969. Gert er ráð fyrir, að frum- varpið auki tekjur vegasjóðs á þessu ári um 109 milljónir, en benzín hækkar um 43 milljónir, gúmmígjald um 26 milljónir og þungaskattur um 40. Árið 1969 mun tekjuaukinn nema 157 millj- ónum miðað við þann fjölda bif- reiða, sem reiknað hefur verið með það ár. Talið er, að kostnaður við und- irbúning hraðbrauta til ársloka 1968 nemi 21 milljón. Vegavið- hald 1967 reyndist m. a. vegna náttúruhamfara 21 milljón yfir áætlun. Þá er ætlunin að auka verulega ráðstöfunarfé til vega- og brúargerðar á þessu ári. Aðalíundi frestað | Vatn flæddi AÐALFUNDI Kvenfélags Al-.l þýðuflokksins er frestað af ó- \ viðráðanlegum ástæðum. Mikið vatn flæddi um hús Raforkumálaskrifstofunnar að Laugavegi 118, aðfaranótt mánu dags. Orsakirnar voru þær að þensluker fyrir heitt vatn á Iofti hússins fyllti og flæddi út úr því. Um einnar tommu djúpt vatn var á gólf um byggingarinnar. Strax og vitað var um vatns rennslið, um kl. 11 á sunnu- dagskvöld, komu starfsmenn- Raforkumálskrifstofunnar á vettvang. Hitaveituvatn í hita kerfi hússins rennur eftir pípu í þensluker á loftinu, en það an rennur það niður í ræsi í gölunni. Vatn í afrennslupíp- unni hafði frosið, svo að kerið fyllti og' lak úr því. Strax og skrúfað hafði verið fyrir rennsl ið í kerið, var hafizt handa um að fjarlægja vatnið af gólfi byggingarinnar. Á 4. liæð húss ins var vatnið um‘ tomma á dýpt. Sópuðu slarfsmenn vatn inu út ganga liússins og niður stigana. Nokkuð tjón varð vegna vatnsins. Ullarteppi voru á gölfum nokkurra her- bergjanna og voru þau fjar- lægð. Ástandið var komið í eðlilegt horf í byggingunni síðdegis í gær. t 2. apríl 1968 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.