Alþýðublaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.04.1968, Blaðsíða 5
sem ekki Brynja Bened'iktsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Her lís Þorvaldsdóttir. Þjóðleikhúsið: MAKALAUS SAMBÚÐ Gamanleikur í þrem þáttum eftir Neil Simon. Þýðandi: Ragnar Jóhannesson. Leikstjóri: Erlingur Gíslason. Leikmynd: Lárus Ingólfsson. Leikfélag Kópavogs er gegn og þarflegur félagsskapur í sínu byggðarlagi, líklega með þrótt- mestu áhugamannafélögum um leiklist á landinu, og sýningar þess iðulega áhugaverðar, jafn- vel beinlínis skemmtilegar. Eng- um held ég þó að dytti í hug að reisa „þjóðleikhús“ í Kópa- vogi til að starf leikfélagsins þar mætti viðhaldast óbreytt kynslóð fyrir kynslóð. En á föstudag í Þjóðleikhúsinu var engu líkara en maöur væri kom inn í nýtt Kópavogsbíó, áhorf- andi að beinni samkeppni við hið prýðilega leikfélag. Gaman- leikur sá sem leikhúsið frum- sýndi þá, Makalaus sambúð eft- ir Neil Simon, amerískan höf- und, er í styztu máli stgt f jarska lega ómerkilegt, öldungis óvið- eigandi viðfangsefni í stofnun sem telur sig fást við alvarlega leiklist. Sök sér kynni að vera þó dugandi áhugamannafélag tæki slíkt verk upp í á'góðaskyni milli heppilegri viðfangsefna. En raunalegasta niðurstaðan af sýningum Þjóðleikhússins er hve skammt reyndist í milli þess og slíkra félaga, hve sýning þess var litlu betri en Makalaus sambúð hefði að lík- indum reynzt í Kópavogi. Þetta getur hver áhorfandi sannreynt á svo sem fimm’ mínútum ef hann vill verja til þeim 170 krónum sem aðgöngumiðinn kostar, á hinu aumlega póker- partíi sem leikurinn hefst með, þeim Árna Tryggvasyni, Ævari R. Kvaran, Sverri Guðmunds- syni, Bessa Bjarnasyni og Rúrik Haraldssyni í hlutverkunum. Sú skólun, rútína, sem leikarar Þjóðleikhússins hafa umfram ó- lærða áhugamenn sviptir hins- vegar sýningu þess þeim náttúr- lega þokka sem leiksýningar í , Kópavogi hafa allajafna til að bera Ljósi punkturinn í sýningu Þjóðleikhússins er einn og að- eins einn: Róbert Arnfinnsson. Sýningin gerbreytir svip þegar Róbert kemur inn eftir langan aðdraganda seint í fyrsta þætti; andartak verður manni að hugsa að þrátt fyrir allt ætli að verða gaman. En því miður: Róbert er , ekki þess umkominn einn síns liðs að bjarga því sem ekki verð- ur bjargað. Hitt er athugunarvert að hlátur vakti leikurinn yfir- leitt alls ekki nema Róbert væri á sviðinu. Neil Simon er sagður vinsæll höfundur, og verðlaunamaður, í sínu föðurlandi; það fer að vísu ekki dult að hann kann allvel til handverks leikritahöfundar. En þar með er ekki sagt að leikir hans séu vel fallnir til útflutn- ings í fjarlæga staði. Þrennskon- ar ástæður virðist mér að gætu réttlætt sýningu leiks á borð við Makalausa sambúð í leikhúsi á borð við Þjóðleikhúsið — og tel ég þá ekki með fjárþörf eftir að sóknarhrunið í fyrra. í fyrsta lagi yrðu áhorfendur að skilja og meðíaka fyrirstöðulaust „situ ation“ leiksins, atburði hans og persónurnar sem koma fyrir í leiknum, allt hreinræktaðar, af káralegar ,,týpur“. Á það vantar mikið sem betur fer, að svo ameríkaniseraðir séum við enn- þá. í öðru lagi, í framhaldi þess fyrsta, þarf leikurinn að vera á máli sem manngerð hans og öðr um ástæðum hæfir, þjálu, fyndnu og geramlega iifandi hvers- dagsmáli. Á það vantar mikið að þýðing Ragnars Jóhannesson ar sé brúkleg, einkennileg blanda af hversdagslegu bók- máli, gömlu reykjavíkurmáli og nýlegum slangursetningum. í þriðja lagi þarf lefkhúsið að vera fært um yfirburða-meðferð leiks ins, þannig að „gamansemi" hans nýtist út í yztu æsar, og auki þó leikararnir við af eigin forða. Og því fór, sem sagt, víðs fjarri í Þjóðleikhúsinu að ingu. Fyndnin í Makalausri sambúð b'yggist einvörðunguiá þeirri hug mynd að þegar tveir fráskildir karlmenn búi saman taki annar ósjálfrá'tt við hlutverki eiginkon unnar, hinn eiginmannsins. Það sem gerir leikinn einkum ógeð- felldan og fráhrindandi er dað ur hans við þessa kynvilluhug- mynd, hláturvaka áhorfenda, sem aldrei er orðuð eða lýst í einlægni. Hversvegna ekki skrifa leikrit um sambúð tveggja kyn villtra karlmanna? Þá kæmu þó raunveruleg mannleg vandamál fyrir á' sviðinu — en slíkt kem- fyrir á sviðinu, — en slíkt er Neil Simon fjærst af öllu að færast í fang. Það sem bjarg ar því sem bjargað verður í sýn- ingu Þjóðleikhússins er sem sagt leikur Róberts Arnfinns- sonar í hlutverki „eiginkonunn- ar“ í hinni makalausu sambúð, furðu spaugilegur, kvengerður móðursjúklingur; Rúrik Har- aldsson kemur lengst til móts við hann í hlutverki „eigin- mannsins", þar sem „hjónabands erjur þeirra ganga lengst í öðr- um og þriðja þætti. En fjarri fer því að í Þjóðleikhúsinu notfæri menn sér til neinnar hlítar kyn- villufyndni höfundarins. Til þess eru menn langtum um of teprulegir þar. Auk þeirra sem fyrr var getið koma Brynja Benediktsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir fram í leikriti þessu sem Erlingur Gísla son hefur sett á svið. — Ó.J. Barnaleikhúsið: PÉSI PRAKKARI Barnaleikrit í 4 þáttum og 2 milliþáttum. Samið hefur Einar Logi Ein- arsson. Leikstjóri: Inga Laxness Leiksýningar handa börnum munu vera arðvænleg fyrirtæki; árlegar barnasýningar beggja leikhúsanna eiga vísa aðsókn, húsfylli og góðar undirtektir, hversu sem þær eru gerðar úr garði. Leikhúsferð er barni skemmtilegt ævintýr út af fyrir sig, hvað sem því er sýnt á svið- inu, og barnasýning nýtur fyr- irfram miklu meiri forvitni, á- huga og velvildar væntanlegra áhorfenda en nokkurt annað verkíefni leikhúsanna. En því meiri er ábyrgðarhluti þeirra manna sem standa fyrir slíkum sýningum. Nöfn Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur eru að vísu nokkur trygging fyrir því að ekki sé til sýningar stofn- að í hreinni og beinni handa- skömm, að varið sé til hennar nauðsynlegu fé, tíma og vinnu. Það verður þó að segjast að furðu lágt hefur Leikfélag Reykjavíkur lotið í barnasýn- ingum sínum og sýnir aldrei til- takanlegt vandlæti fyrir hönd sinna yngstu áhorfenda; Þjóð- leikhúsið getur allténd státað af þvi að barnasýningar þess séu jafnan viðhafnarmikil „show”. Nú virðist runnið upp fyrir fleiri aðiljum en leikhúsunum að arðsvon sé af barnasýningum. Önnur ástæða verður minnsta kosti ekki greind til stofnunar Barnaleikhússins af fyrstu sýn- ingu þess, Pésa prakkara í Tjarn- arbæ á sunnudaginn. Leikur- inn er í stytztu máli sagt með öllu óframbærilegur, og raunar of mikið að kalla hann „leik”; þetta er ekki nema röð eða syrpa meir en minna misheppnaðra uppátækja á sviðinu. Þó ekkert sé til fyrirstöðu að barnaleikur sé harla einfaldur að efni og allri gerð, og raunar nauðsynlegt að svo sé, er það ekki einfeldni, kjánaskapur af þessu tagi sem maður óskar eftir; því fer svo fjarri að hér sé um að ræða neins konar listræna viðleitni fyrir börnin að í samanburði við Pésa prakkara verða barnaleik- ir leikhúsanna hreinustu snilld- arverk, svo orð sem æði á svið- inu. Leikendur þeir sem koma fyr- ir í Pésa prakkara eru með öllu ókunnir fyrir en liklegt virðist að minnsta kosii hinir stálpaðri þeirra hafi fengizt við einhvers konar leiknám. Þrjú hlutverkin eru leikin af börnum, Guðmundi Þorbjörnssyni, Gunnari Birgis- syni og Ragnheiði Jónsdóttur. Virðist hafa verið lagt upp úr því að temja þeim „óþvingaða” framkomu á sviðinu sem eink- um lýsir sér í hávaða og fyrir- gangi. Aðrir leikendur eru Guð- jón Bjarnason, sem sýndi svo- lítinn lit á kímilegum tilburð- um, Lilja Úlfsdóttir, Hannes Ragnarsson og Grétar Hjaltason, leikstjóri Inga Laxness, en Ein- ar Logi Einarsson höfundur Pésa prakkara, og leikur hann einnig undir söng i leiknum. — „Leiktjöld” eru sögð eftir Jón Jóelsson og Eirík Hansson, „leik- mynd” eftir Þórdísi Elínu Jóels- dóttur og Jóhönnu Long. Hvern- ig sem þetta fólk hefur skipt með sér verkum er þeirra hlut- ur einna skárstur í sýning- unni. — Ó. J. SAMKEPPNI Frestur til að skila tillögum í samkeppni um merki fyrir B. S. R. B. rennur út föstudaginn 5. apríl. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. LESIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.