Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 4
Hjá fiskveiðiþjóð, eins og okkur ís- lendingum, er mikilvægt að rekin sé starfsemi sem vinnur að rannsóknum á afurðum, er skipa stærstan sess í iþjóðarframleiðslunni, fiskafurðunum. Að Skúlagötu 4 er starfandi Rannsókn arstofnun fiskiðnaðarins. Við litum þar ínn á dögunum og spjölluðum við dr. ;Þ»órð Þorbjarnarson, forstöðumann ^tofnunarinnar. — Hvenær var Rannsóknar- Stofnun fiskiðnaðarins komið á fót? — Rannsóknarstofnun í þágu fiskiðnaðarins varð fyrst til ár- íð >1934, þegar rannsóknarstofa Fiskifélags íslands byrjaði sína starfsemi. Hjá Fiskifélaginu var þessi starfsemi allt til ársins 1965, og rekin sem sérstök rann- ■sókharstofa innan þess ramma. 1965 voru svo gefin út lög um rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna og varð þessi stofnun þa að sérstakri ríkisstofnun. Fékk hún þá það heiti sem hún ber í dag, Rannsóknarstofnun fisk iðnaðarins. Árið 1934, þegar þessi starfsemi byrjaði, þá var hún í einu herbergi í húsinu á horni Ingólfsstrætis og Skúla götu, og var starfsmaður að- eins einn. Nú höfum við hér að Skúlagötu 4 vel búnar rann sóknarstofur, sem ná yfir 800 ferm. gólfrými. Þar að auki höf um við mjög vel búna tilrauna verksmiðju, þar sem við getum rekið livers konar tilraunastarf semi á sviði fiskiðnaðar. —• Hvaða starfa margir hér nú? — Starfsliðið er núna 24 menn. Þar af 10 háskólamennt aðir sérfræðingar. — Hvernig er svo starfsemi stofnunarinnar háttað, í stórum dráttum? — Starfseminni er skipt í tvær deilfjir. Annars vegar gerla fræðideild, sem dr. Sigurður Pétursson stendur fyrir, og hins vegar efnafræðideild, sem ég stend fyrir, jafnframt því að ég er forstöðumaður stofnunar innar í heild. Við skiptum starfsemi okkar gjarnan í þjónustustörf, annars vegar og það sem við köllum sjálfstæðar rannsóknir hins veg ar. Þjónustustörfin eru t. d. fólgin í því, að verulegur hluti sjávarafurða okkar er seldur úr landi eftir efnagreiningum. Fara efnagreiningar þessar fram hér. Annar liður þjón- ustustarfanna er margs konar eftirlit, sem okkur er falið af hinu opinbera. T. d. höfum við eftirlit með framleiðslu og út flutningi á niðursoðnum og nið- urlögðum vörum. Við fylgjumst einnig með hreinlæti í frysti- húsum, og er það eingöngu gert í samvinnu við og eftir beiðni sölusamtakanna eða framleið- endanna sjálfra. Loks er okkur falið eftirlit með notkun rot- varnarefna í síldarverksmiðj- um. Þegar mikið berst að í verksmiðjunum eru þær til- neyddar til að geyma hráefnið og er það gert með því * að láta í það rotvamarefni. Er um tvenns konar efni að ræða, ann ars vegar natríum nítrít ag hins vegar formalín. Bæði þessi efni eru eitruð og nítrítið á- kaflega yandmeðfarið. Eftirlit okkar á <að koma í veg fyrir misnotkun. Misnotkun nítríts getur haft alvarlegar afleiðing ar og sem dæmi má geta þess að fyrir nokkru framleiddu Norðmenn mjöl, sem var ban- eitrað regna ofnotkunar nítríts. —• Hefur slíkt hent okkur ís lendinga? — Nei, við höfum aldrei orð ið fyrir neinum verulegum skakkaföllum hér ennþá, a. m. k. ekkert á borð við þetta, — og vonandi verður svo áfram. Það er auðvitað skilyrði að með þessum málum sé fylgzt. Svo við víkjum aftur að þjónustustörfunum, kemur einn ig mikill fjöldi af sýnishorn- um, allt í allt um 5 þúsund á ári, sem þýðir 20 sýnishorn hvern virkan dag. Þessu fylgir ákaflega mikil og tilbreytingar laus vinna. Hinn þátt starf- seminnar köllum við svo sjáif stæðar rannsóknir, og þar er auðvitað um mikið meiri fjöi- breytni að ræða, Eitt af því sem við höfum alltaf lagt á- herzlu á, er að fylgjast með nýtingu hráefna fiskiðnaðarins, og höfum staðið í stöðugum rannsóknum á hráefni, bæði þeim sem eru nýtt og svo hin um sem ekki eru nýtt, og þa einnig efnatöpum í iðnaðin- um. — Hefur nýting hráefna far ið vaxandi hérlendis? — Sannleikurinn er sá, að á undanförnum áratugum bafa orðið stórkostlegar framfarir á þessum sviðum hjá okkur. T. d. allt fram að árinu 1951 fóru forgörfJum í síldarverksmiðj- um landsmanna % - 14 af öll- um mjölefnum síldarinnar, og runnu beint í hafið. Nú er fyr ir löngu ráðin á þessu bót og svo til öll efni síldarinnar eru nú nýtt. Meiri háttar efnistöp áttu sér einnig stað í lifrar- bræðslum og er eins með þau, að það er að verulegu leyti bú ið að komast fyrir þau, og ég held að Iýsistöp í lifrarbræðsl- um á íslandi séu minni en nokk urs staðar annars staðar í heim inum. Við teljum að árlega falii hér til um 16.000 tonn af slógi. Fram að 1956 rann það allt í hafið, en nú er það hins veg- ar allt nýtt, Loðnan gekk hér hjá garði allt fram á þennan áratug, en nú er hún veid(j í stórum stíl. Það er náttúrulega fjarri því að ég ætli að eigna okkur þessar úrbætur sem hafa orðið á, og vitaskuld eru marg ir aðrir sem komið hafa þ^r við sögu, en vissulega erum við aðilar að þessari þróun og höfum lagt okkar skerf að mörkum. Stundum hefur nátt úrulega verið um það eitt að ræða, að við höfum verið að færa okkur í nyt erlenda reynslu, en það er að sjálf- sögðu eitt af verkefnum þess arar stofnunar að koma erlend um nýjungum á framfæri. —. Teljið þér að við gætum nýtt mun betur hráefni okkar en við gerum nú? — Það er mál, sem ég vil ekki fjölyrða um. Vissulega er það hægt. Hvað svo er hagstætt er allt annað mál. Eftir því sem við v.innum vöruna meira, þetm mun hærri eru innflutningstoll- arnir í þeim löndum sem við seljum vöruna til. Þar sem við höfum bezta aðstöðu er í lítt unninni vöru. Hitt er svo auð- vitað sjálfsagður hlutur, að eft ir því sem fólki fjölgar hér og atvinnu vantar fyrir nýja ár- ganga sem koma inn í at- vinnulífið, þá erum við til- neyddir til að gera þetta. Hins vegar liggur þetta ekki eins op ið fyrir og almenningur held ur. Annars er mikill hluti okkar framleiðslu mikið unninn. Má Þar nefn frysta fiskinn. Mjöl er fullunnin vara. Erlendis er hægt að nota þaö í fóðurblöndu, en það er einungis einn liður blöndunnar og er útilokað fyrir okkur að framleiða fóðurblöndu hér heima og selja erlendis, því ► Páll Pétursson, niðursuðu og efnatæknifræðingur, forstöðumað- ur tilraunaverksmiðjunnar og Árni Jónsson matreiðslumaður. Á borðinu eru sýnishorn af tilraunaniðursuðu sem framkvæmd er í tilraunaverksmiðju stofnunarinnar. Rætt við dr. Þórð lljjpi ” p Þorbjarnarson, wk * % forstöðumann Rannsóknar- stofnunar fisk- iðnaðarins. llæafl. :J§|| 4 7. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.