Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.04.1968, Blaðsíða 10
Aukin nýting Framhald ;>f 5. síðn. — Við teljum að okkur beri að fylgjast með því sem er að gerast á erlendum vett- vangi, ef það gæti haft einhver áhrif á fiskiðnaðinn hérna hvort sem það væri til góðs eða ills. Einkum þó ef um er að ræða mál, sem við höfum sér- þékkingu á, Ég gæti t. d. nefnt eina tegund slíkra móla, en það er sú hætta sem fiskiðnaðinum stafar af framleiðslu tilbúinna næringarefna í efnaverksmiðj- um. Árið 1948 tókst efnaiðnaðin- i um að finna upp aðferð til að framleiða A-vítamín í verk- smiðjum. Pram að þeim tíma kom þetta vítamín fyrst og fremst úr fiskafurðum og þá aðallega úr þorskalýsi. Var það einmitt undirstaða þess háa verðs sem var á þorskalýsi í þá daga. Um leið og efnaiðnaðinum tókst að leysa þann vanda hvernig framleiða ætti þetta Ikemískt, fór verðið á lýsinu lækkandi hröðum skrefum og fór niður í 1/10 á örfáum árum og hliðstætt verðfall varð náttúr- lega á þorskalýsinu. Olli þetta okkur auðvitað ákaflega þung- um búsifjum og er þorskalýsið nú mjög lítið verðmætara en hvert annað iðnaðarlýsi. — Er hætta á ferðum víðar en þarna? — Ég held fyrir mitt leyti að svo sé. Fiskmjöl og sildarmjöl er orðinn geysilega stór þáttur í framleiðslu okkar og er það selt sem fóðurbætir, og er það fyrst og fremst eggjahvítan, sem gefur þessum mjöltegunduro gildi. Eggjahvítan er hins veg-, ar samsett úr efnum sem kölluðj eru amínósýrur, sem eru 20j| talsins, og hefur hver um sig sína næringarfræðilegu eigin- leika og eru margar af þeim lífsnauðsynlegar fyrir menn og skepnur. Efnaiðnaðurinn getur nú framleitt mikið af þessum efnum, og minnsta kosti éitt er framlieitt í tugþúsunda tonna tali. Er þetta selt í fóðurblönd- ur í óbeinni samkeppni við fiski mjölið. Ég held að hægt sé að færa að því nokkur rök að verð- lag á' fiskimjöli mundi vera hærra í dag ef tilbúið nietíónín hefði ekki komið á markaðinn. Annað mál, af svipuðum toga spunnið er framleiðsla á hinni svokölluðu olíueggjahvítu þ. e. a. s. eggjahvítuefni úr jarðol- íu. Það er of snemmt að segja hvort hún getur orðið fiskmjöls- iðnaðinum skeinuhætt, en það gæti vel farið svo. Það er talið að fyrsta verksmiðjan verði byggð á þessu ári suður í Frakklandi. Kemur hún til með að framleiða um 16 þús. tonn af mjöli á ári. — Hvernig eru horfurnar á verðinu á þessu tilbúna mjöli miðað við hitt? — Horfurnar á verði á þessu mjöli eru 55 stpd. á tonnið. Þegar þær tölur voru gefnar út “var verðið á soyjabaunum 50 stpd. tonnið og á sumum teg- undum fiskimjöls 65 stpd. Það er því ekki hægt að segja ann- að en þetta sé mjög hagstætt og samkeppnishæft verð, þann- ig að þarna gæti orðið um sam- keppni að ræða. Þegar rætt cru um svona hættu má maður ekki gleyma þvi, að það er þegar milcill skort- ur á eggjahvítuefni í heiminum og hann fer vaxandi. Það kem- ur öllum saman um það, að ef við verðum að treysta á hina hefðbundnu framleiðslu og ekkert annað, þá rekur að því að við lendum í miklum vand- ræðum vegna eggjahvítuskorts. Getur vel farið svo, og eru margir sem líta þannig á, að bæði Vilbúnar amínósýrur og eggjahvítan úr jarðolíunni muní aðeins bæta úr brýnni þörf og það þurfi ekki að fara svo, að þessi tilbúna framleiðsla reynist fiskiðnaðinum hættuleg. — Eruð þið að vinna að ein- hverjum tilraunum núna í til- raunaverksmiðjunum? — Það er alltaf verið að vinna að tilraunum. Þar eru nú í gangi tilraunir með saltsíld sem hef- ur verið framleidd úr síld, sem flutt hefur verið langt að og geymd á mismunandi hátt. Þá standa einnig yfir tilraunir með framleiðslu á sjávarís, eins og ég gat um áðan. Við teljum að það sé afar nauðsynlegt fyr- ir fiskiðnaðinn að áður en nýj- ar vélar eru teknar í notkun séu þær prófaðar og við séum jafn- vel betur settir með slíkar próf- anir en flestir aðrir. í raun og veru ætti að koma á sá háttur hér, að vélar séu almennt próf- aðar áður en farið er að selja þær. Með því má’ spara mikla peninga. Ef maður lítur á allar okkar fiskafurðir þá eru þar 2 nær- ingarefni sem mestu máli skipta. Annars vegar eggjahvíta og hins vegar fita. Við höfum á að skipa mjög færum sérfræðing- um á báðum þessum sviðum og rannsóknir á samsetningu á eggjahvítu í sjávarafurðum er mjög vaxandi í okkar starfi. Eins er með rannsóknir á fitu. Þetta. — hvaða þýðingu þetta hefur er í raun og veru miklu flókn- ara mál heldur en svo að ég treysti mér til þess að skýra það í fáum orðum. Hins vegar er þetta okkur mikill vegsauki gagnvart okkar kaupendum og viðskiptasambönd erlendis styrk ur, þegar við þurfum að svara kvörtunum, sem koma erlendis frá um galla sem sagt er að séu á íslenzkri framleiðslu. — Stundum kemur það fyrir að við getum bæði skýrt það sem kaup- andinn hefur veitt athygli, eða við getum sent þær kvartariir aftur, sem ekki eru á rökum reistar. — Hvernig er ástatt um fjár- mál stofnunarinnar? Fáið þið þó peninga sem þið þarfnizt til starfseminnar? — Við fáum fjárveitingu sam- kvæmt fjárlögum og Alþingi hefur veití okkur það fé sem við höfum beðið um. Það sem skortir hjá okkur er frekar öllu að geta borgað starfsmönnum okkar mannsæmandi laun. Við höfum ágætan húsakost og er- um prýðilega búnir tækjum og höfum gott starfsfólk. Hins vegar eru erfiðleikar á að tryggja þessu fólki afkomu. Sannleikurinn er sá, að það hef- ur verið meira alvörumál hjá okkur en flestum öðrum vegna þess að þau verðmæti sem standa á bak við hvern mann sem hér vinnur eru miklu meiri en hjá nokkurri annarri starf- semi á landinu. Það gengur ekki að menn þurfi að vera á snöpum við allt aðra hluti til að hafa i sig og á og láta svo verðmæta hluti ónotaða. Það er eins og við værum að gera út togara og áhöfnin þyrfti að fara af vakt til að prjóna vettlinga. V. G. K. Barnard Franihald úr opnu. Dorothy eftir að sjúkrabifreið kæmi — hún varð að bíða þrjár stundir og á börum við hlið hennar lá Clive, hreyfingar- laus. Loksins koin sjúkrabif- lípiðin og er þau komu á Groote-Schuur sjúkrahúsið var Clive borinn inn á skurðstof- una. — Ég sá hann ekki aftur lif andi, segir Dorothy. Nú kom annar læknir og spurði mig hvort þeir mættu fá hjarta Clive. Ég gat varla talað vegna ekka en sagði þó: „Viljið þið vera svo góðir að reyna að gera allt sem hægt er til að bjarga honum.“ En ef hann er dæmdur til að deyja þá tak ið úr honum hjartað í guðs nafni.“ Ðg þegar læknirinn var farinn bað ég Guð um að fá að deyja með Clive. En ég vissi að ég varð að lifa á- fram án þess, sem ég elskaði. En mér fannst undarlegt að hugsa til þess að hjarla hans myndi lifa í öðrum manni. Alla nóttina beið Dorothy á sjúkrahúsinu og kl. 5 um rnorg- uninn. kom dr. Curt Venter út úr skurðstofunni og sagði henni að uppskurðurinn hefði tekizt. — Hjarta manns yðar slær nú í brjósti Blaibergs. Við munum aldrei gleyma því sem þér hafið sert fyrir hann og læknavísindin. Meðan sigri Barnards læknis var fagnað með kampavíni og húrrahrópum fór Dorothy ein heim í íbúð sína, sem geymdi minningarnar um þriggja mán aða hjónaband hennar og Clive Haupt. Vestdal Framhald af 7. síffu. myndarlega sementsverksmiðju í landinu. Nafn dr. Jóns E. Vestdals er á óafmáanlegan hátt tengt sem- entsverksmiðjunni á Akranesi, og stendur þjóðin í mikilli þakk arskuld við hann fyrir brautryðj andastarf hans þar. Það er at- hyglisvert, hversu vel allur rekstur verksmiðjunnar hefur gengið tæknilega, hve vel fram leiðslan reynist, hve miklu meira er framleitt en áætlað var og hve lengi sementsverðið hefur til skamms tíma verið ó- breytt. Verksmiðjan hefur hald ið áfram að koma upp mannvirkj um til sementsdreifingar og gert það með hinum mesta myndar- brag í hvívetna. Dr. Vestdal hefur helgað s.ig tækniverkefni, sem íslenzku þjóðinni var nauðsynlegt að leyst yrði. Og hann hefur leyst það með ágætum. Er vonandi, að jafn gæfulega gangi framfara sóknin og uppbygging nýs iðnað ar á öðrum sviðum og gengið hefur í sementsframleiðslu. Vinir og samstarfsmenn dr. Vest dals senda honum í dag beztu af mæliskveðjur og óska honum alls hins bezta um langa fram- tíð. B.Gr. irOansrtansBTmartart^n-íið f rá bráuöbæ er bezt og ódýrast BRAUÐBÆR VIÐ ÓÐINSTORG, SlMI 20490 Q ...i A io YOKOHHRU Þegar þér veljið yður skó á fæturna þurfið þér að vita um skóstærð- ina, þegar þér veljið dekk á bifreiðina er yður óhætt að treysta Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gíslasonar Laugaveg 171 skið inn frá HÁTÚNI (bifreiðin er ávallt velkomin, og hennar bíð- ur gott bílastæði). #10 7- aPríf 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.